Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 15
Séð upp til dalanna að fjallabaki, þar sem GuSrún Hallsdéttir og margt af fólkl hennar átti langdvalir. Myndin er tekín ofan viS Njálsstaði. (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). við sögu Guðrúnar Hallsdóttur. ,Tón Árnason dó, og Guðmundur Ketils- son gerðist fyrirvinna Helgu, en Bjarni Guðlaugsson réðst að Öxl. Og nú var í aðsigi mikill viðburð- ir. Samtíðin hefur sjálfsagt ekki furðað sig neitt á því, sem gerð- ist, en það fer varla hjá því, að við rekum upp stór augu, þegar við verðum vitni að því, hve hinar rosknu ekkjur höfðu mikið aðdrátt arafl. Hinn annan dag októbermán- aðar 1821 eru tvenn brúðhjón gefin saman í Holtastaðakirkju. Þar er hinn þrítugi vinnumaður Guðrúnar í Öxl, Bjarni Guðlaugsson, að ganga að eiga húsmóður sína, ná- lega fimmtuga, og Guðmundur, son ur hennar, hefur ráðið að ganga i sæng með Helgu Markúsdóttur, þótt hún sé komin hátt á sextugs- aldur. Það dylst auðvitað ekld, hverju brúðgumarnir eru áð slægjast eft- ir. Það er jarðnæði. Öxl hefur þó tæpast verið meðal góðbýla og ekki í drifinn söðul að setjast að taka þar við búi. Guðmundur hefur aft- ur á móti krækt í einhver efni með Helgu sinni. Hagur Guðrúnar hefur senni- lega vænkazt heldur í bili við gift- inguna. En nú var þess ekki ýkja- langt aö bíða, að yfir hana dyndi þyngsta raun ævi hennar, Natan, næstelzti sonurinn, var um margt gæddur góðum gáfum og hafði siglt sér til frama. Barst hann ail- mikið á, er hann kom aftur og hafði skreytt nafn sitt og nefnt sig Langdal. Breytti hann því í Lyng- dal, þvi að það þótti honum hljóma betur. Ekki vildi hann hlýða messu, nema hann sæti næst altari, og gaf sig lítt að vinnu, því að það þótti honum sér ekki hæfa. Fór hann í þess stað með lækningar, en taldi þó ekki meðulum eyðandi á aðra en ríka menn og sjálegar konur. — Spyrði hann einhvern ríkan mann veikan, var hann óðar kominn á kreik, því að þar sagði hann sér jafnan opnast gullfjall. Á vetrum fór hann stundum um sveitir og bað bændur að láta sér peninga, þar til jörð þiðnaði, og var af þvi dregið, að hann græfi fé sitt. Þótti hann hinn mesti viðsjálsgripur, og bætti ekki um, að hann gat börn hér og þar. Eitt þeirra átti hann með geðbilaðri stúlku, sem nefnd var Hlaupa-Halldóra, og mun það ekki hafa orðið honum til vegs- auka. Engin vitneskja er til um bað, hversu Guðrúnu gazt að hátterni þessa sonar síns. Vel getur verið, að hún hafi glöggt séð ógæfumerk- in í fari hans, en hitt er líka til, að henni hafi vaxið í augum prjál hans og yfirlæti og hlynnt að beim vonum, að hann gerðist hinn mesti höfðingi. Mörg dæmi eru að minnsta kosti slíkrar blindu þeirra, er betur mættu sjá. Hitt hefur varla getað farið fram hjá Guðrúnu, að Natan var ekki vinsæll maður. Fólk undraðist, hve mikla peninga hann hafði í fórum sínum, eigi starfsamari en hann var, kallaði hann nafnarfa djöfuls ins og eignaði honum marga klæki, þótt það hefði undir niðri trú á lækningum hans. Loks syrti svo í álinn, að hann var sakaður um þjófnað og tekinn til yfirheyrslu. En hann var bragðvís og illur við- skiptis, og sýslumaður Skagfirö- inga, Jón Espólín, að lokum skipað ur setudómari í málum hans. Guðrúnu í Öxl hefur varla verið glatt í geði um þetta leyti. Hún amstrar í dalakotinu með næst- yngsta soninn vitskertan, og vest- an úr sýslu berast annað veifið frétt ir af viðskiptum Jóns Espólíns og Natans. Honum vinnst seint að fá sakborninginn til þess að gang- ast við stuldum og í gremju sinni hefur hann gripið um grannan handlegg hans, níst hold áð beini og kveðið yfir honum hrakspár og formælingar í heyranda hljóði: Er nú kominn á þig rómur, endann fær ei séðan. Harðni yfir þér drottins dómur dag hvern æ upp héðan. Kremji þig alls kynja skæð, kvöl og glatan Datans, brenni þér sinar, blóð og æð, bölvaður Natan Satans. Trúin á áhrínsmátt heiftyrða var rík í fólki, og hin óviðurkvæmilega vísnagerð setudómarans hefur án efa valdið þeim áhyggjum, er báru Natan fyrir brjósti. Loks er hanu dæmdur til hýðingar fyrir meðvit- und um þjófnað og yfirhylmingu. Annar sonur Guðrúnar í Öxl kenn- ir vandarins á baki sér. Um svipað leyti og Natan stóð í þessum málum, hóf hann búskap á Illugastöðum á Vatnsdal, og ef til vill hefur móðir hans gert sér vonir um, að hann myndi setjast, er hann átti orðið fyrir búi að sjá. Og nú bar ekki til stórtíðinda um sinn. En það var aöeins hlé á undan sjálfu reiðarslaginu. Seint á góu árið 1823 spyrst það upp á Laxárdal, að bónd inn á Illugastöðum á Vatnanesi hefur verið myrtur á næturþeli og lagður eldur í bæ hans. Um svipað leyti andaðist hinn vitskerti ómagi í Öxl. Guðrún tók hvoru tveggja með hinni óhagganlegu ró, sem henni var töm orðin. En einn góðan veð- urdag ríður maður í hlað í Öxl og hefur meðferðis böggul, sem hann færir Guðrúnu. Þetta er send ng frá yfirvöldunum vestur í sýsliuini ---- nokkuð af eftirlátnum eigum Natans heitins Ketilssonar. Guðrún rekur sundur böggulinn. Út úr non um vélta blóðug, sviðin og kolug rúmfötin úr rekkjunni, sem son- ur hennar var myrtur í. — Það þyrmdi yfir Guðrúnu, og síðar sagði hún svo frá, að í þetta skipti hefði helzt legið við, að hún léti bugast. En þó var það lítið annað en andartaksfreisting. Allt var í hendi drottins og stjórn hans bæði góð og vísdómsfull, sagði Guðrún. TfMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 783

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.