Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 16
var myrtur f. Og sjálfsagt hefur hún arkað út að bæjarlæknum með blóðstokkn- ar rekkjuvoðirnar, þegar hún var búin að jafna sig. Tæpum tveimur árum eftir morð in hjó annar sonur hennar, Guð- mundur Ketilsson, er tók við búi á Illugastöðum eftir Natan, þau Friðrik Sigurðsson og Agnesi i Vatnsdalshólum. Það hafði aldrei verið vegur til virðingar að gerast böðull, og almannarómurinn varð ekki Guðmundi mildur. Það var ýmist sagt, að hann hefði tekið að sér böðulsverkið af hefnigirni eða fégirnd, og til varnar sér gegn þeim orðrómi tók hann þann kost að af- sala sér böðulslaununum, miklu fé. Ef til vill hefur Bjarni Guðlaugs- son í Öxl verið einn i hópi bænd- anna húnvetnsku, er stóðu um- hverfis höggstokkinn, þegar höfuð in ultu af bolnum undan öxi Guð- mundar, og þá hefur móðir hans ekki þurft langt að fara til þess að hafa spurnir af handlagni hans við þennan nýja starfa. En ekki hafa þær sögur né dómar þeir, sem Guð- rekkjuvoðir úr rúminu, sem sonur hennar mundur hlaut, verið nein smyrsl í sár móðurhjartans. V. Nú var ekkert barna Guðrúnar eftir heima hjá henni. Ketill var kominn í vinnumennsku, og Ket- ilríður gerðist bústýra á Tungu- bakka, hjá bónda þeim er hét Árni Jónsson og var ýmist kallaður Árni hvítkollur eða Árni stutti. Mun það enginn virðingarmaður hafa verið. Árni gekk að eiga bústýru sína ár- i 1829, og um svipað leyti eða nokkru síðar kvæntist Ketill konu þeirri, er hét Hallveig Þorkelsdótt- ir og gerðist bóndi á Þverá í Norð- urárdal. En hvorugt þessara hjónabanda varð langætt. Ketilríður lamaðist svo, er hún ól fyrsta barnið, að hún reis aldrei framar úr rekkju, og að lokum rofnaði hjónabandið. Fór hún með nokkra tilgjöf eða pró- ventu að Geitaskarði, þar sem hún lá síðan í rekkju sinni allt til ævi- loka. Naut hún þess nokkuð, að hún var hög á hendur, auk þess sem hún gat haft ofan af fyrir litlum börnum í kör sinni. Að fáum árum liðnum var Ketill einnig þrotinn að heilsu. Hann þjáðist af sulla- veiki og andaðist af meinlætafylli í aprílmánuði 1839, bláfátækur. — Áföllum linnti ekki, þótt liði á ævi Guðrúnar. Samt hafði hún hug á að ala upp nýja kynslóð niðja sinna. Hún tók til sín lítinn dreng, sem Ketill hefur líklega átt utan hjónabands, Guðmund að nafni. — En hann dó hjá henni ársgamall. Sama árið og Ketill dó, var Bjarni Guðlaugsson, maður Guð- rúnar, svo vanheill orðinn, að hann var með öllu ófær til vinnu. Hefur þá sennilega verið orðið mjög þröngt í búiíÖxlogtókBjarniþað ráð að flytjast brott frá konu sinni og leitaði á náðir bróður síns, Guð- laugs Guðlaugssonar á Branda- skarði á Skagaströnd. Guðrún hélt samt áfram búskapnum um sinn. En ekki entist hún lengi til þess. Hún kom sér innan skamms fyrir í húsmennsku á Laxárdal, og fer nú engum sögum af henni um hríð. Sonarsonur hennar, Hans Nat- ansson kvæntist árið 1849 og fór að búa á Björnólfsstöð- um í Laxárdal, — en fluttist bráðlega að Hvammi. — Til hans leit^ði Guðrún í ellinni, og hjá honum átti hún athvarf til ævi loka. Á þessum árum dóu líka þau tvö börn hennar, er lengst lifðu. Guðmundur Ketilsson andaðist 1853 og Ketilríður 1857. Gamla kon an hjarði ein með þunga meira en áttatíu ár á baki og taldist nið- urseta þessi efstu ár. Árið 1862 gerðist krankfellt í Húnaþingi. 1 Blöndudalshólapresta kalli dóu eigi færri en átján menn úr la.ndfarsótt. Um áramótin var farið að draga úr mannfallinu, en þó varð þessi sótt enn tveimur að bana í byrjun ársins 1863. Guðrún gamla Hallsdóttir varð næstsíðasta fórnarlamb þessa faraldurs. Hún andaðist í Hvammi hinn 7. janúar, sögð 93 ára gömul, en mun þó varla hafa verið meira en 91. Það er í rauninni fátt, sem nú er vitað um Guðrúnu, utan það, af hvílíku þreki og stillingu hún stóð af sér storma lífsins. Það getur vel verið. að hún hafi siálf verið blendin. Ýmiss konar brestir kunna að hafa verið í fari hennar. En hetja var hún eigi að síður. (Helztu heimildir: Búendatal Skagafjarðarsýslu, manntalsbæk ur og dómabækur Skagafiarðar- sýslu, manntöl 1801, 1840, 1845, 1855 og 1860, prestsþjónustubæk- ur og sóknarmanntal Blöndudals hóla og Höskuldsstaða, skipta- bækur og dómabækur Húnavatns sýslu, Annáll nítjándu aldar, Ævi saga Jóns Espólíns, Natans saga og Rósu eftir Gísla Konráðsson). 784 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.