Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 9
ræðum og undirferli til þess að ná helgum dómum. Sagan af þvi, hvernig bein heilags Nikulásar komust frá Litlu-Asíu til Bár á Suður-ítaliu, er táknrænt dæmi um það, til hvers iðulega var gripið, þegar um helga dóma var að tefla. Bærinn Mýra í Lykíu hafði blómg- azt þegar í fornöld. Þar varð Nikulás biskup mikill og máttugur dýrðling- ur, og var það sögn, að frá gröf hans seytlaði væta með himneskum ilmi. Legstaður hans var í kirkjunni Ha- gios Nikolaos, sem stóð á gömlum og uppþornuðum hafsbotni um'þrjá kílómetra utan við borgina. Þag er því liklegt, að jarðvatn hafi þrengt sér upp á milli kalksteinanna í leg- stað hans. Mikið orð fór snemma af því, hví- l'íkur máttur fylgdi sveita heilags Nikulásar. En svo gerðu Sjeldsjúkar árás á bæinn á elleftu öld og lögðu hann í rústir. Þeir íbúanna, sem ekki voru drepnir, hröktust burt á flótta, og eftir þraukuðu aðeins fáeinir Á miðöldum var trúin á undrin og kraftaverkin mjög ríkur þáttur í lífi manna. Hver þjóð eignaðist höf- uðdýrðlinga við sitt hæfi — Norð- menn Ólaf konung, Danir Knút kon- ung og Knút hertoga, íslendingar biskupana Þo"lák, Jón og Guðmund góða. Fólk hét á þá sér til fulltingis, og sögur af því hvernig þeir urðu við, fengu samstundis vængi. Jafnframt kom upp mikil ásókn í helga dóma. Hver höfuðkirkja varð að eignast nokkuð af jjvi tagi. Flísar úr beinum helgra manna og pjötlur úr klæðum þeirra urðu verzlunarvara, og var það hinn mesti gróðavegur að hafa eitt- hvað slíkt á boðsíólum. Það var bein- línis lífsakkeri bæja og byggða að eiga slíkt. Það segir sig sjálft, að meðal þess, sem menn voru fíknastir í, voru flís- ar úr sjálfum krossinum á Golgata. Dæmi þess sjáum við til dæmis í sögu Sigurðar Jórsalafara. Sú var sögn, að Helena, móðir Konstanlín- usar mikla, sem fór pílagrímsferð til Jórsala, hefði fundið krossinn og lát- ig kljúfa hann að endilöngu. Sendi hún syni sínum aftari hlutann til Miklagarðs, en lét hinn hlutann verða eftir í Jórsölum. Þetta var af mikilli hógværð gert, því að sjálfsögðu hafði miklu meira af blóði runnið á fremri hlutann, sem eftir varð, og þess vegna var hann stórum eftirsóknarverðari. Á dögum Sigurðar Jórsalafara höfðu flísar frá Miklagarði borizt til Norð- urlanda, en engin frá Jórsölum. Hann vann það sér til ágætis, með öðru fleira, ag særa fyrstu flísina úr Jór- salakrossinum, er komst í hendur norræns manns, út úr Baldvini Jór- salakonungi. Með því að fólk á þessum öldum var I senn gætt innilegri og hrekk- lausri trú, skefjalausri ruddamennsku og slóttugum yfirdrepsskap, kom það af sjálfu sér, að oft var beitt harð- munkar, sem höfðust við í klaustri við sjálfan helgistaðinn. Borgarbúar höfðu vitanlega stað- ið vörð um gröf dýrðlingsins, svo að þar varð ekki farið ránum. En nú bauðst þeim tækifæri, er voru í leit að helgum dómum. Vorið 1087 voru þrjú skip frá Bár á heimleið frá Antiokíu. Þau sigldu meðfram strönd- inni ,þar sem borgin Mýra hafði ver- ið, og varnarlaust klaustrið blasti við. Freistingin var mikil, og ítalirnir stóðust hana ekki. Bátar voru mann- aðir og vopnað lið gekk á land í fylgd með tveimur prestum. Hópurinn hélt hljóðlega upp að klaustrinu. Fyrst krupu allir á kné og gerðu bæn sína, TÍIHINN - SUNNUDAGSBLAÐ 777

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.