Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 8
Tintron, bergkastali skammt frá gamla reiðveginum úr Þingvallasveit í Laugardal. hreint rúm að sofa í, og víst var ég þreytt og varð hvíldinni fegin og svaf vært til morguns. — Skyldi ég nú bíða eftir Auð- bergi samferðamanni mínum. En hann var á eftir með lest. Það væsti elrki um mig þennan sunnudag, mér var veittur góður beini. Samt sem áður hálfleiddist mér biði.n. Ég spurði eftir því nokkr- um sinnum, hvort Jarpur minn væri vís, og var mér sagt, að hann væri innan girðingar fyrir utan túnið og mætti ég vera örugg um það. Undir kvöld kom Bergur loks með lestina. Ég kvaddi fólkið, þakkaði húsráðendum fyrir ágæta fyrir- greiðslu og bjóst tii að stíga á bak Jarpi. En heldur þótti mér kynlega við bregða, er söðullinn minn var kominn á stóran og feitan, rauð- skjóttan hest, mesta stólpagrip að sjá. Spurði ég auðvitað hverju þetta sætti, en fékk ekki fullnægjandi skýringu á því fyrr en seinna. Víkur nú sögunni að Austurhlíð þennan umrædda sunnudag. Magnús bóndi Sigurðsson, tilvon- andi húsbóndi minn, er úti staddur um nónbil. Sér hann á hvar maður á gráum hesti kemur þeysandi utan grundirnar. Hann ríður í einum spretti heim traðirnar í Austurhlíð og kennir Magnús, að þar er kominn vinnumaður frá Efstadal, berhöfðað- ur og snöggklæddur. Hann kallar til’ Magnúsar, án þess að heilsa, um leið' og hi iðsprettinum lýkur: — Hvar er sá jarpi þinn, Magnús? — Nú, ég veit ekki betur en að hann sé á leið sunnan úr Reykja- vík með kaupakonuna mína, svaraði bóndi, og var víst heldur fljótmælt- ur. Kom nú fljótt í ljós, hvernig í málinu lá. Jarpur hafði komizt út úr girðingunni í Efstadal og haldið aust- ur á bóginn til heimahaganna, og sást nú til hans skammt fyrir vestan túnið í Austurhlíð. Vinnumaðurinn í Efstadal hafði orðið þess var, að Jarpur var horfinn. Eitthvað hafði hann fengið í kollinn úr kaupstaðar- ferðinni og var því örari en ella. Hafði hann tekið traustataki hest tygjaðan, sem bundinn var við hesta- stein á hlaðinu og gestur átti, sem kominn var að Efstadal þennan dag, riðið af stað að elta Jarp og linnti ekki fyrr en hann var kominn alla leið. Þannig stóð á því, að ég fékk rauð- skjótta hestinn til þess að ríða síð- asta áfangann, því ekki þótti gerlegt, að leggja það á Jarp, þar sem hann var nýkominn úr langferð. Þetta var gaimall reiðhestur og hafði verið mesti gæðingur. Bar hnnn nafnið Skilir, sem ég veit ekki af hverju var dregið. En ekki þótti mér eins mjúkt að sitja á nonum og Jarpi, þó að lítið reyndi á það, því að nú fórum við Bergur klyfjaganginn. Síðasta spölinn frá Stritlu, sem nú heitir Dalsmynni, — að Austurhlíð, reið ég ein, en það er mjög stutt bæjarleið. Húsfreyjan í Austurhlíð hafði vakað eftir mér, því að komið var fram yfir háttatíma, er ég reið þar í hlað og því liðnir meira en tveir sólarhringar frá því að ég lagði af stað úr Reykjavík. N Þar með var þessari eftirminnilegu ferð lokið á því minnisstæða herrans ári 1914. Ég var ung og fylgdist lítt með heimsmálum, enda voru það nú víst æði margir fleiri en ég, sem ekki óraði fyrir því, að þetta ártal æt'ti eftir að verða ritað með eldi og blóði í sögu mannkynsins. Heims- styrjöldin fyrri skall á fáum vikum eftir að ég komst í kaupavinnuna. En ekki voru samgöngur þá betri en svo, að vi.ð heimiliisfólkið í Austur- hlíð fengum ekki fregnir af þeim stórviðburði fyrr en allmiklu seinna, og ætluðum varla að trúa fréttinni því að hún barst okkur á hálfgerð- um skotspónum. — En þetta er önn- ur saga. Margrét Jónsdóttir. 776 TlMINN - SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.