Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 12
I. UM ÞAÐ BIL er móðuharðindin skullu á, bjuggu á Stafnshóli í Deild ardal roskin hjón, Hallur Kársson og Guðrún Jónsdóttir. Er ekki margt um þau hjón vitað, nema Hallur mun þá búinn að sitja Stafnshól á þriðja tug ára, enda sennilegt, að þau hafi um fátt skor ið sig úr öðru fólki, sem barði ofan fyrir sér í fremur harðbýlli sveit. Af ýmsu verður þó ráðið, að Guðrún hafi verið siðari kona hans, og mun hafa verið fædd snemma á fjórða tug aldarinnar. Sennilegt er, að Hallur hafi verið nálægt fimmtán árum eldri. Hefur hann því verið kominn á miðjan aldur, en Guðrún verið ung stúlka, er hið mikla hall- æri og hungursneyð fá dögum Hör- mangara upp úr miðri átjándu öld kvistaði fólkið, unz fallinn var í valinn níundi hver Islendingur. Þá var svo, að fólki þrengt, að það þóttist heppið, ef það gat setzt að úldnum hræjum horfallinna heðta, og norðan lands voru dæmi þess, að það rifi í sig hráá tófuskrokka. Mitt í þessum hörmungum var svo sífellt verið að hýða, marka og hengja þjófa, því að stuldir.og rán blossuðu upp eins og jafnan í hung ursneyð. Þau Hallur og Guðrún hafa þvi verið búin aS ganga undir eldskírn ina og hafa varla verið uppnæm fyrir smámunum. En þau áttu eftir að lifa það, að önnur enn aðsóps- meiri alda skylli yfir landið, þar' sem voru móðuharðindin. Hún reið Halli Kárssyni að fullu, enda hef- ur viðnámsþróttur hans verið far- inn að bila. Hann þraukaði að sönnu þau misserin, er mannfall var mest norðan lands, en mun hafa látizt árið 1785, og þarf vart að draga í efa, að móðuharðindin eða afleiðingar þeirra hafi orðið honum að aldurtila. Guðrún, ekkja hans, hélzt enn um skeið við á Stafnshóli, en mun hafa flosnað upp 1786. Hefur þá búpeningur ver ið gerfallinn og ekkert lengur við að vera í kotinu. Það er ókunnugt, hvað á daga Guðrúnar dreif hin næstu ár. En brott barst hún úr heimahögum sínum, svo að sennilegt má telja, að hún hafi um skeið lent á hrakn- ingi, jafnvel vergangi. Og næst er henni skýtur upp, er hún komih vestur í Húnavatnssýslu með tvö börn sín, Guðrúnu og Jón, sem bæði voru á ómagaaldri í móðu- harðindunum. Þar var hún kölluð Stafnshóls-Gunna. Og ferð henn- ar á þessar slóðir varð svo sem ekki erindisleysa. Það átti fyrir henni að liggja að verða formóðir þeirra manna, sem nafntogaðastir urðu allra þeirra, er soguðust inn i hring iðu hinna f árlegu tíðinda, sem gerð ust í Húnaþingi á fyrri hluta nítj- ándu aldar. Á síðari hluta nítjándu aldar var hreppstjóri sá í Langadal, er hét Eyjólfur Eyjólfsson. Hann var í röð betri bænda, svo sem ráða má af mannaforráðum hans, og bjó á Strjúgsstöðum og Móbergi og um skeið á Sneis á Laxárdal. Ketí! hét sonur Eyjólfs, fæddur á sjötta tug aldarinnar. Hafði dregizt úr hömlu, að hann festi sér konu að hætti ungra manna, þótt allvel virðist hann hafa verið mannaður, og sat við það, þar til saman bar fundum þeirra Guðrúnar Halldórsdóttur, hrakningsstúlkunnar frá Stafns- hóli, er komið hafði með móður sinni vestur í Langadal, eins og áður er sagt. Þá var hann kominn á fertugsaldur, en Guðrún innan við tvítugt. Gera má ráð fyrir því, að Guðrún hafi verið blásnauð, og vanséð er, hvað dregið hefur hreppstjórason- inn til þess að ganga að eiga hana. Bót var þó í máli, að sum ættmenni hennar nutu allsæmilegrar virðing- ar, og var sonur móðurbróður henn ar, Jón Konráðsson frá Kolgröf, er síðar varð prestur á Mælifelli, kom inn í Hólaskóla um þetta leyti. Og án efa hefur Guðrún verið mikil dugnaðarstúlka. Öðrum þræði kann þetta þó að hafa verið girndarráð. Ketill var kominn til þess aldurs, að honum átti ekki að vera u.m megn að fara sínu fram, þótt hreppstjórinn, faðir hans, spyrnti á móti, og verður ekki betur séð en hann hafi verið búinn að eignast barn með Guðrúnu, áður en hann kvæntist henni, og jafnvel, að hún hafi verið vanfær í annað sinn. £n hvað sem því Iíður, þá voru þau Ketill gefin saman 7. júni 1792, og var morgungjöfin tólf ríkisdalir. Það vill svo til, að við getum gert okkur að nokkru leyti i hugarlund, hvernig brúðhjónin komu fyrir sjón ir, þegar þau gengu inn að altar- inu í Holtastaðakirkju. Brúðurin unga er í dúkupphlut með messing millum og bláu pilsi með blóma- saumi. Hún er með bláa klæðis- svuntu með varpsaumi, parabelti úr kopar, kraga um háls og bláleit- an klút hnýttan utan yfir. Og á höfði hennar rís myndarlegur trafa faldur. Hafi verið kalt í veðri í Langadal þennan dag, hefur hún komið til kirkjunnar í sortulitaðri hempu, ágætri skjólflík. Brúðgum- inn skartar aftur á móti í lérefts- skyrtu og er með grænan brjóst- dúk úr klæði, og þar að auki má fastlega gera ráð fyrir, að hann sé í stuttri mussu með útskot um mjaðmir, knjábuxum og hvítum sokkum og hafi hnýtt haglega c fi um böndum um fitina neðan vi* hnésbæturnar — sjálfsagt nýrakað ur í ofanálag, þvi að skegg er ekki í tízku. Presturinn, sem gefur þau saman, er séra Auðun Jónsson í Blöndudalshólum. Þau Ketill og Guðrún bjuggu hin fyrstu búskaparár sín í Hólabæ, en l Konari, sem aldrei bognaði, þött ekki i 780 T 1 M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.