Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Side 2
SIGURVEIG
GUÐMUNDS
DÓTTIR:
Snemma í febrúar 1918 sást ferða-
maður ganga upp Kvíholtið í Hafn-
arfirði og yflr Öldurnar, þar sem
.cirkjugarður Hafnfirðinga er nú.
>essi maður var á sjötugsaldri, í með-
allagi hár, með þykkt, hrokkig hár,
hæruskotíð, og alskegg. Sjóhatt hafði
hann á höfði, klæddur þykkum
frakka. stuttum, gyrtur leðuról. Á
fótum bar hann sterk göngustígvel
og gyrti sokka utan yfir buxurnar.
Hann studdist við silfurbúinn göngu
staf og gekk keikur með löngum,
ákveðnum skrefum hins þaulvana
göngumanns. Tösku hafði hann á
baki, stóra og þunga. Með honum
gengu á leið tvær t'elpur, dætur hans.
Veður var þurrt, en svöl gola blés
af norðaustri og bærði visin stráin,
sem stóðu upp úr harðfreönum holt-
unum. Þegar ferðamaðurinn kom á
Selvogsgötuna, sem liggur fram með
Mosahl'íð, niður að Lækjarbotnum,
nam han;i staðar, kvaddi telpurnar
hlýlega, og stikaði stórum áfram göt-
una cnilli Setbergshlíða og Gráhellu-
hrauns.
Telpurnar gengu heim á leið. Þeim
var hálfkalt, en samt sneru þær sér
fljótt við til þess að horfa á eftir
föður sínum. Þá einmitt hafði hann
líka snúið sér við og horfði til þeirra
Guðnnmdur Hjaltason
ástúðl'egum, bláum augum, sem
minntu svo mjög á barnsaugu. Síðan
hélt hann áfram jöfnum, ákveðnum
skrefum eftfr troðningnum undir
hlíðum, fjarlægðist ótrúlega fljótt,
unz aðeins sást móta fyrir manninum,
sem hvarf að lokum í brekkum Smyr-
ilbúðahrauns.
Þessi gamli göngumaður var Guð-
mundur Hjaltason, kennari og al-
þýðufræðari, frumherji lýðháskóla-
hugsjónarinnar á íslandi. Hér var
hann að hefja eina af sínum fjöl-
mörgu fyrirlestraferðum um landið,
en fyrirlestrar hans urðu hátt á ann-
að þúsund, frá því að hann kom frá
Noregi og Danmörku hingað út árið
1909 og til þess, ag hann lézt í janúar
1919, þá einmitt nýkominn úr fyrir-
lestraför um Suðurnes.
En við skulum fylgja honum áfram
í þessari för, sem hér um ræðir:
Hraunin kringum Búrfellsgjá og Hús-
fell eru gróðurlítil og hvergi vatn að
fá fyrir þyrstan vegfaranda á þeirri
leið, fyrr en komið er að Lækjar-
botnum, þar sem nú er kallað Lög-
berg. Á þeim tíma var þar greiða-
sala fyrir ferðamenn, sem austur
þurftu að fara yfir fjall, eða komnir
voru að austan, annaðhvort gangandi
eða ríðandi. Því að fátt var um bíl-
ana á þeirri tíð. Guðmundur tók
gistingu í Lækjarbotnum og keypti
sér kaffi. Kostaði næturgreiðinn og
kaffið tvær krónur og fimmtíu aura,
hvort tveggja þó vel úti láti'ð.
Snemma næsta morgun hélt hann
af stað á austurleið, yfir Sandskeið
og Svínahraun. Þessi örnefni ná rétt
aðeins ag snerta vitund feroamanns-
ins í dag, þegar hann situr í hlýju,
mjúku sæti, en billinn þýtur eins og
örskot yfir holt og hæðir, gandreið
íækninnar.
En sá, sem gengur þennan veg
austur, verður vel var við, að öll
er leiðin á fótinn, og drjúgur reynist
þá spölurinn yfir Svínahraun. Sé far-
ið um hávetur um þessar slóðir, eru
veður oft fljót að breytast, og sagnir
eru enn í minnum manna um það,
hve villugjarnt sé í Svínahrauni.
Meira að segja varð mörg villan með
þeim feiknum, að ekki þótti einleikið.
Efalaust var, að reimt mundi vera
í þessu sviplausa, draugalega hrauni.
— Guðmundur skálmaði stórum, sté
fast til jarðar og hélt um stafinn ör-
uggri hendi. Honum komu ekki for-
ynjur hraunsins í hug. í hans augum
var öll náttúran dýrðleg. Vífilfellið
Iá fram á lappir sínar, eins og risa-
stórt ljón, hundrað sinnum tignar-
legra en nokkur egypzkur sfinx,
Hengillinn reis eins og kastali í
austri, en gráar mosaþembur hrauns-
ins hlúðu eins og ábreiða ag því lífi,
sem í þeim hvíldist. Guðmundur sá
handaverk skaparans , hvar sem hann
leit. Hinn vesæli hrjóstragróður átti
sér sérstæða og innilega fegurð, sem
gekk hinum skáldhneigða göngu-
manni til hjarta. Hann settist á stein
við götuna, smeygði af sér þungri
baktoskunni og horfði í kringum sig.
Hérna rétt við steininn, sunnan undir
hörðum klettinum, sást á ofursmá
blöð upp úr héluðum sverðinum. Guð
mundur varð hjartans glaður. Þarna
svaf þá einn vinúrinn hans sínum
vetrarsvefni. Ljósberinn, blómið, sem
honum þótti vænt um, sem væri það
sálugædd vera. Honum var sem öll
náttúran væri gædd leyndu, æðra lífi,
einhverri himneskri dularvitund. Guð
mundi Hjalíasyni var sem heyrði
hann rödd guðs í blæ himins, ástúð
hans yfir hverju blómi, tign hans á
hverjum tindi.
Göngumaðurinn stóð á fælur. Sá
verður tvisvar feginn, er á steininn
sezt. — Langi ! fjarska kúrði bærinn
á Kolviðarhóli undir snjóugum hlíð-
um. Vegurinn var auður framundan,
snjór var lítill á jörðu, þótt frosthart
væri. Þrjá klukkutíma hafði Guð-
mundur gengið frá því að hann fór
frá Lækjarbotnum, þangag til komið
var í hlað á Kolviðarhóli.
Þar var margt um manmnn. Hestar
stóðu bundnir á hlaði, alls staðar
menn og hestar að koma og fara. Sig-
urður bóndi tók á móti þessum nýja
gesti meg þeirri alúð, er honum var
lagin, bauð honum í hús, þar sem
fyrsta verk Guðmundar var að setj-
ast að vel búnu borði Valgerðar hús-
freyju og drekka kaffi, hvern bollann
á eftir öðrum. Guðmundur var kaffi-
maður mikU), en lítt hefði þýtt að
bjóða honum „út í kaffið". Þótt hann
sjálfur heíði gott vit á góðum vínum,
þá taldi hann ekki hæfa, að æskulýðs-
leiðtogi drykki vín, jafnvel þótt í hófi
væri, þar sem slíkt gæti gefið mis-
skilig fordæmi ungum mönnum og
óreyndum.
En var iangt ti! háttatíma, og tók
Guðmundur því að tala við fólkið,
794
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAfl