Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Page 5

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Page 5
ggm virðist ihafa borizt tll Norðurálfu íneð skipum krossfara á tólftu öld, ihafi átt mikinn þátt í útbreiðslu pest- árinnar. En augljóslega liefur það þó yaldið miklu um, Ihve hollustuhátlum öllum var áfátt á miðöldum. Óþrifn- aður var almennur, bæði í húsum og ó götum úti, þar sem sorpi var fleygt, hvar sem fólki bauð við að horfa, og aðeins opnar rennur til f'rárennslis. Kringum borgir og virki voru víða djúpar grafir með kyrrstæðu vatni, hálffull'ar af alls kyns hroða, og lík fyrirfólks voru lögð í illa byrgðar grafir undir kirkjugólfunum. Allt stnðlaði þetta að því, ag æsa megnar sóttir. En það var ekki aðeins í borgum og þéttbýli, að svarti dauði reyndist skæður. Hann kurlaði einnig niður fólkið í strjálbýlustu héruðum. Eng- inn var óhultur, því að pestin fór eins og logi yfir akur, og margir gripu til örþrifaráða. Páfinn í Avignon lok- aði sig inni i höll sinni og lét kynda kringum hana bál, bæði nótt og dag, í þeirri trú, að eldur og reykur héldi henni brott frá bústag sínum. ítalska skáldið Petrarca, sem sjálf- ur lifði pestina af, lét svo um mælt bréfi, að þeir, sem síðar lifðu, myndu eiga erfitt með að gera sér í hu lund þessi hræðilegu misseri: „Snúðu þér t'il sagnaritaranna'1, segir hann, „og þeir þegja þunnu hljóði. Spurðu læknana, og þeir reynast með öllu ráðþrota. Spurðu heimspeking- ana, og þeir yppta öxlum, hleypa ' brýnnar og ieggja fingur á munn sér.“ Frægasta samtíðarlýsingin á svarta dauða er í Tídægru Boccaccíós, þar sem hann segir frá ungu fólki, er flúði pestina á sveitasetur fyrir utan Flórens: „Ég verð ag segja frá því, að þrett- án hundruð fjörutíu og átta árum eftir fæðingu guðs sonar var hinn góði bær Flórens, fegursta borg á allri Ítalíu, lostinn banvænni pest, sem orsakaðist af hreyfingum himintungl- anna og misgerðum sjálfra okkar og drottinn lét yfir okkur koma, dauð- lega menn, okkur til betrunar. Pest þessi hófst nokkrum árum fyrr austur í beimi, þar sem hún lagði ag velli ótrúlegan fjölda af íbúum þeirra landa, og þaðan hefur hún sífellt breiðzt út, stað úr stað, unz hún kom með dauða og tortímingu yfir Vestur- lönd. Gegn henni var mannleg forsjá og hyggjuvit vanmegnugt, og ekki kom það að neitiu haldi, þótt embættis- menn, sem til þess voru skipaðir, létu hreinsa burt mikið af saurindum og varna sjúku fólki inngöngu í borg- ina, og griþu til margra annarra góðra ráða gegn þessum vágesti. Ekki stoðuðu heldur auðmjúkar bænagerð- ir og fjölmargar heitgöngur frómra og trúaðra manna. Með vorkomu þetta umrædda ár lók á óskiljanlegan hátt að brydda á þjáningarfull'um einkennum þessa óttalega sjúkdóms. Blóðnasir boðuðu þó ekki óhjákvæmi- legan dauða manna eins og í Austur- löndurn, heldur byrjaði veikin með ból'guhnútum í nára og handar- kfikum, bæði hjá körlum og konum, og náðu þelr viðlíka stærð og venju- legt epli eða egg og voru því almennt nefndir pestarkýli. Innan skamms komu hin banvænu kýli einnig fram annars staðar á líkamanum og sam- tímis breyttust sóttareinkennin, og komu þá oft í ljós svartir og gráleitir blettir á handleggjum og lærum eða hvar annars staðar sem vera vildi á líkamanum. Þessir blettir voru ófrá- víkjanlega undanfari dauðans, líkt og pestarkýlin. Hvorki læknar né lyf gátu ráðið bót á þessum sjúkdómi. Hvort sem því olli eðli pestarinnar eða fákunn- átta læknanna, sem nú gerðust firna- margir, þar eg jafnt karl'ar sem ko' ur, er ekki báru minnsta skyn á vís- indi, höfðu bætzt í hóp hinna lærðu l'ækna, þá er það víst, að menn þekktu ekki upphaf sóttarinnar og gátu þe vegna ekki fundið rétt læknisráð gegn henni. Fáum einum batna?i, og nálega aílir dóu sem næst þremur dögum eftir að sóttarmörkin kom fram, oftast án sótthita eða annarra meðeinkenna. Svo megn var þessi sjúkdómur, hann hljóp úr sjúklingum í heilbrigt fólk, er umgekkst þá, líkt og eldur gerir, þegar þurr viður eða feiti o" að honum borin. Það var ekki < ungis, að samræður og snerting ylli sjúkleika og dauða heil'brigðs fólks, heldur gat þag sýkt menn, ef þeir handléku fatnað eða annað, sem sjúklingur hafði komið við. Það, sem ég ætla nú að segja, lætur ótrúlega í eyrum, og ég myndi ekki drepa á það, ef ég hefði ekki sjálfur séð það, jafnvel þótt ég hefði fyrir því hinar beztu heimildir. Það var sem sé ekki aðeins að sjúkdómurinn bærist frá manni til manns, heldur sýktust líka aðrar lifandi verur og dóu jafnvel af því ag koma við föggur sjúklinganna. Td dæmis sá ég það sjálfur, að tvö svín, sem voru að róta með tönnum og trýni í lörfum, er fleygt hafði verið út á götuna frá dauðum pestarflæk- ingi, ultu dauð ofan á leppana með vlðlíka krampaflogum og þau hefðu komizt í eitur. Af þessum og öðrum enn þá skelfi- legri atvikum. kviknuðu margs konar hroðalegar hugmyndir meðal þeirra, sem lifðu, og nál'ega allar stuðluðu þær að því, að sjúklingar voru misk- unnarlaust skildir eftir hjálparvana, því að fólk hélt, að það gæti þá frem- ur bjargað sjálfu sér. Sumir héldu, ag hófsamlegt líferni, fjarri öllum munaði, gæti firrt þá ógæfunni. Þeir drógu þess vegna saman í hópa, lok- uðu sig þar inni, er enginn var sjúkur fyrir, og höfðu ekki samneyti við annað fólk. Þar l.ifðu þeir við skor- inn skammt og forðuðust allar nautn- ir, töluðu ekki við neinn þann, er gat sýkt þá, en reyndu að stytta sér stund irnar við hljóðfæraslátt eða aðra skemmtan. Aðrir fullyrtu aftur á móti, að tryggasta vörnin gegn sótt- inni væru söngur og skálaglamm og nautnalíf, kryddað hæðnishlátrum og spéi um allt, sem gerðist. Þessir menn fl'ökkuðu dag og nótt úr einni kránni í aðra og drukku þindarlaust, helzt þó í húsum annarra, þar sem eitt- hvað það gerðist, er dró þá að sér. Þetta var þeim mun auðveldara, að flestir höfðu gefig upp alla von um að komast lífs af úr rauninni og létu sig því einu gilda, hvað varð um eig- Up þeirra. Flest hús urðu því sem sam eign fólks og voru notuð jafnt af ó- kunnugum sem heimafólki. Ofan á allar þessar hörmungar bættist, að virð'ing fyrir lögum guð'3 og manna var rokin út í veður og vind, því að þeir, sem áttu að gæta laganna, voru dauðir, sjúkir eða sviptir starfs- liði sínu, svo að þeir gátu ekki rækt embætti sín. Hver og einn gat gert það, sem honum sjálfum sýndist. Enn var hinn þriðji hópur manna, til viðbótar þeim tveimur, sem nefnd- ir hafa verið. Þeir völdu meðalveg- inn, drógu ekki við sig mat eins og hinir fyrstnefndu og gættu meira hófs um drykk og nautnir en hinir síðarnefndu. Þeir nutu lífsgæðanna án óhófs og fóru ferða sinna með blóm og ilmandi jurtir og krydd, sem þeir báru í sífellu upp að nefi sér, því að þeir töldu þefinn styrkja heil- ann. Andrúmsloftið var alls staðar þrungig náþef, pestardaun og lykt af lyfjum. Loks voru svo þeir, sem ætluðu í miskunnarleysi sínu, að ekkert betra ráð væri til gegn pestinni en flýja hana. Af þessari ástæðu fór burt margt karla og kvenna, sem ekki skeyttu um neitt nema sitt eigið líf — hvorki bæ sinn né hús, eignir né ættingja — rétt eins og réttlát reiði guðs gæti ekki fylgt þeim á annan stað, heldur sæktist einungis eftir því T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 797

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.