Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Síða 7
hvarf, þegar dimmdi. f Þýzkalandl
rigndi blóði. í Englandi sáust hræði-
legar ófrcskjur, þar á meðal slanga
með tvö kvenhöfug og stóra Leður-
blökuvængi. Þvílíkar sögur bárust
mann frá manni og land úr landi.
Það leyndi sér ekki, að heimsendir
var í aðsigi.
Nokkru áður en svarti dauði skall
yfir álfuna, hafði t'ekið ag bóla á
nýrri trúarhreyfingu i Þýzkalandi
Fólk, sem iðraðist synda -sinna og
misgerða og óttaðist afleiðingar
þeirra, hópaðist saman og barði hvað
annað meg svipum til yfirbótar og
beitti sig onargs konar pínslum. Þetta
voru hinir svonefndu svipubræður.
Skelfingin, sem fylgdi í kjölfar
svarta dauða var óskapleg, og sögur
um sýnir og fyrirburði, ér flugu um
löndin, mögnuðu hana um all'an helm-
ing., Það var eins og stífla brysti:
Allar hömlur ruku út í veður og vind,
og fólk missti taumhald á sjáLfu sér.
Sumir fleygðu sér út í hig viUtasta
líferni, en aðrir l'eituðu á náðir guð-
dómsins af engu minni ákefð. Kirkju-
höfðingjarnir hrundu af stað heit-
göngum til þess að stilla reiði him-
insins, og þúsundum saman þramm-
aði fólkið berum fótum um þjóðvegi
og stræti, stráði ösku í hár sér og
barði sig svipum, syngjandi iðrunar-
sálma og þyljandi bænir. Strangar
föstur voru einn þáttur slíkrar yfir-
bótar, og hvarvetna voru gerð heit
um gjafir til kirkna, klaustra og ölm
usumanna og lofað föstum og gjöfum
Langt fram í tímann, jafnvel um alla
ókomna tíð. ,Um öll Lönd drógust
saman stórir hópar fólks, sem pynd-
aði sjálft sig á allan hugsanlegan
hátt, og stundum tóku þessir menn
sig upp og fóru í hópum land úr Landi
undir krossfána, knékrjúpandi og
syngjandi, skinhoraðir af föstum og
sárir af svipuhöggum.
Enskur sagnritari getur um einn
slíkan hóp svipubræðra, er kom til
Lundúna um Mikjálsmessu árið 1349
Þetta fólk, alls hundrað og tuttugu
manns, var frá Hollanái og hafði
gengið suður Flæmingjaland og kom
izt síðan yfir Ermarsund til Eng-
lands. Sagnritaranum farast orð i
þessa leið:
„í Lundúnum sýndu þeir sig fólki
tvisvar á dag, annaðhvort í Pál-
kirkjunni eða annars staðar. Þeir
gyrtu skósítt klæði um lendar sér, en
efri hluti líkamans var nakinn. Á
höfði voru þeir með hatt með ra
um krossi að framan og aftan. Allir
héldu á svipu í hægri hönd, og þegar
þeir voru á göngu, létu þeir hana
riða á blóðuga líkami sína við hvert
skref. Sungu fjórir sálma á máli
þjóðar þeirra, en aðrir fjórir svör-
uðu eins og tíðkanlegt var í bæna-
söng. Við þriðja hvert skref fleygðu
þeir sér allir samtímis til jarðar og
teygðu frá sér handlegglna, svo að
þeir mynduðu kross. En ailtaf héldu
þeir áfrarn að syngja. Síðan reis sá á
fætur, er aftastur var, og barði hinn
næsta með svipu sinni. Hann fór eins
að og þannig koll af kolli. Að lokum
fóru þeir í hin venjulegu klæði sín
og gengu með drúpandi höfuð og
svipu í hönd td aðsetursstaðar síns.“
Það er líka svo frá sagt, að þetta
píslargöngufólk hafi lesið yfir þeim,
er söfnuðust að því, skjal, sem sagt
var afrit marmaratöflu, er engill
hafði látið síga niður á altari kirkju
einnar í Jórsölum. Boðskapur þess
var sá, að syndsamlegt líferni krist-
inna maitna hefði tendrað svo reiði
Krists, að hann sendi hverja pláguna
af annarri yfir jörðina: l'andskjálfta,
styrjaldir, * eldsvoða, uppskerubrest
og hallæri. Iðruðust mennirnir ekki,
myndi hann tortíma öllum heimi, og
þeirri tort'-mingu var því aðeins unnl
að forða, að alLir færu að dæmi svipu
bræðra og berðu sig og pynduðu í
hálfan þrítugasta og fjórða dag —
jafnmarga daga og Kristur hafði lif
að ár á jörðinni.
Þessar píslargöngur færðust fljótt
í aukana, en þegar fram í sótti, varð
ískyggileg breyting á. Alls konar
óþjóðalýð'ur slóst í för með svipu-
bræðrum, og brátt mynduðust stór-
ir flokkar, sem fóru með ránum og
gripdeildum um löndin. Heilagt líf-
erni vék fyrir kynofsa hálfnakinna
karla og kvenna, sem þyrptust sam-
an, og áður en árið 1349 var á enda,
sá páfinn sig tilneyddan að taka í
taumana. Hann bannaði píslargöngur
svipubræðra og skipaði biskupum sín-
um að veita vendegu yfirvaldi fyllstu
aðstoð, þegar til' valdbeitingar þyrftl
að grípa U1 þess að framfylgja bann-
inu. Einkum skipaði hann þeim að
beita þá presta og munka hörðú, er
eggjuðu til slfkra gangna eða mæltu
þeim bót.
Víðast tókst fLjótlega að vinna bug
á svipubræðrum. En þar sem þeir
reyndu að fara sínu fram, voru þeir
ýmist hálshöggnir eða gerðir brott-
rækir úr bæjum og byggðum.
IV.
Á Norðurlöndum blossaði svarti
dauði fyrst upp í Noregi, en barst
þaðan til Svíþjóðar. Hann virðist
hafa einna sízt komizt í algleyming
á Sjálandi og Norður-Jótlandi. í
Danmörku var mannfall'ið mest árið
1350. Það ár hlotnað'ist dómkirkj-
unni í Rípum nálega fimm sinnum
fleiri sálugjafir en árig áður, er svo
voru ríflega úíilátnar, að þær voru
færðar á ártíðarskrá í því skyni, að
gefendunum yrði sungin sálumessa á
dánardegi sínum um ævarandi tíð.
En það voru aðeins auðugustu menn,
er svo rausnarlega gátu gef'ið fyrir
sálu sinni. Þegar sóttinni létti loks,
höfðu dómkirkjunni bætzt fimm verð-
mæl hús í Rípum og átta síórjarðir.
En hversu pestin hefur verið stór-
högg meðal alþýðu manna í Dan-
mörku, má nokkuð marka af því, að
um skeið var dæmdum afbrotamönn-
um gefinn kostur á að leysa höfuð
sitt og limi með fégjaldi. Landið
mátti bókstaflega ekki vig því, að
sekir menn væru teknir af lífi eða
‘ Framhald á 814. síöu.
Hópur svipubrœðra í plágunni miklu. Þelr reyndu aS sefa reiSI guSs meS þvl aS
misþyrma sjálfum sér.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
799