Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 10
Gautlönd. (Ljósmynd: Páll Jónsson).
ekki muni það skrásett sem slíkt. Ég
samdi sögu þess frá 1850—1900, og
er hún til í handrit'i. Milli þessa
gamla félags og hins nýja eru engin
bein tengsl. En U.M.F. Mývetningur
var stofnað áriS 1906, og það gerði
nýtt fólk..
Lestraríélög
Hér var iíka það, sem við köllum
leshringi á nútímamáli, og voru bæk-
ur látnar ganga á milli bæja. í hópi
forgöngumanna í þessum málum voru
meðal annarra Þorgils gjallandi, Jón
í Múla og faðir minn. Lestrarfélag
var stofnas hér árið 1858, og hefur
því haldið 100 ára minningu sína.
Hér voru skrifuð svokölluð sveitar
blöð, sem talsvert hefur varðveitzt af
og munu þau verð'a geymd í héraðs-
safninu. Mörg þessara blaða hafa tap-
azt, sem ekki er að undra, því að
fólk hefur ekki gert sér grein fyrir
heimildargildi þeirra fyrir síðari kyn-
slóðir.
Blöð þessi gengu milli bæja og
voru venjulega skrifuð í tveim ein-
tökum. Fyrstu blöðin voru skrifuð
um 1874, og hélzt þessi siður fram
yfir 1920.
Búnaðarféiög og kaupféiag
Búnaðarfélög voru stofnug hér fyr-
ir aldamót. Þá voru skilyrði all't önn-
ur en nú, t'il dæmis voru eingöngu
notuð handverkfæri við landbúnaðar
störf. Þá var sá háttur á hafður, að
menn unnu í flokkum, hvorir fyrir
aðra.
Flokkar þessir unnu aðallega við
skurðgröft og engjarækt, því að erf-
itt var um túnaræktun. Til stærri
verka munu menn hafa verið skyld-
aðrir, þar sem lítið var um opinbera
styrki tií framkvæmda og þeir smáir,
ef einhverjir voru.
Kaupfélag reis hér upp á þessum
árum, en reyndar voru þar fleiri að
verki en Mývetningar, þótt héðan
væru ýmsir forvígismenn félagsins.
Byggingar
Svokallaðir aldamótamenn voru
djarfhuga og bjartsýnir, en fyrri
heimsstyrjöldin dró kjark úr mönn-