Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Qupperneq 12
e i k
Hann heyrði ymja undariega í kiettunum
ÞVÍ mun svo farið um flesta menn,
að á efri árum sinum minnast þeir
þess ekki hvað sízt, er gerðist á ungl-
ingsárum þeirra, einkum þess, sem
frábrugðið var daglegum atvikum. Hér
ætla ég að rifja upp eina slíka endur-
minningu frá æskuárum mínum í Beru-
neshreppi.
Það var í nóvember 1916, að ég var
að hj'ál'pa til við húsbyggingu á Krossi
á Berufjarðarströnd. Um nætur var ég
heima á Steinaborg og lagði af stað
þaðan á morgnana nokkru áður en
verkljóst var orðið, því að tuttugu tii
tuttugu og fimm mínútna gangur er
á milli bæjanna.
Hinn 12. nóvember var loft þungbúið
og dagsbirta því stutt. Vindur var af
austri, sennilega fjögur til sex vind-
stig, en meira, er dró til hafsins. —
Hafði veður verið svipað þessu í þrjá
sólarhringa, brim talsvert og því flest-
ir boðar uppi við útströnd Berufjarðar.
Það var enn skuggsýnt, er ég var
staddur ofan við Krossgerðisstekiíinn.
Heyrðist mér þá eins og Lúsíuhellir
svonefndur í klettunum þar fyrir ofan
ómaði af einhverju aðkomandi hljóði
og jafnvel líka Fékamburinn, sem þar
er fyrir utan. Mér þótti þetta svo ein-
kennilegt, að ég fór upp undir klett-
ana, enda ekki langt að fara. En ég
varð einskis vísari og hélt svo áfram,
án þess að hugsa meira um þetta.
Þórður Bergsveinsson var fyrsti mað
urinn, sem varð á vegi mínum, þegar
STEFAN
JÓNSSON
FRÁ
BORG:
uróma í Lúsíuhelli tíu mínútum áður.
Okkur heyrðist báðum hijóðið koma
úr áttinni frá Snagálunum, sem eru
að mestu leyti blindsker á háflóði aust
suðaustur af lendingunni á Krosstanga.
Nú fannst okkur eklci tími til þess
að drekka kaffi. Við fórum án tafar út
á Dagmálavörðu, því að þaðan sást vel
að Snagálunum. En þar var ekkert að
sjá. En við heyrðum enn, að lúður var
þeyttur, en nú inni á Krossbótinni. Og
þar komum við auga á bát með mörgum
mönnum.
Við fórum því niður á tangann að
lendingunni. En mannskapurinn á bátn
um tók ekkert eftir okkur, þótt við
reyndum að vekja athygl’i á okkur. Hélt
báturinn stefnu 1 átt til fjárhúsa, sem
stóðu á neðst á túninu við sjóinn, og
ég kom út að Krossi. Hann var þá
fyrir einu eða tveimur árum orðinn eig
andi og ábúandi þess hiuta jarðarinnar,
sem heyrði tii miðbænum. Bauð hann
mér kaffi, sem hann sagði, að væri
tilbúið á könnunni. En um leið og
hann opnaði útidyrahurðina, heyrðum
við báðir, að blásið var í lúður, og rann
þá undir eins upp fyrir mér, að þetta
var sama hljóðið og ég hafði heyrt end
var helzt að sjá, að þessir menn byggj-
ust við, að þar væru sjóhús, enda sögðu
þeir síðar, að þeir hefðu ætlað, að
þarna væri lendingin.
Allir, sem þekkja til á þessum slóð-
um, vita hvílíkur háski væri þeim
búinn, er reyndu að lenda á þessum
stað, og nú stóð suðaustanvindurinn
þarna upp á í þokkabót. Okkur leið
ekki vel að horfa upp á bát með þrett-
Þórður bóndi Bergsveinsson á
Krossi var aðfaramaður á sjó.
Hér sést hann standandi í bát
sínum í heimavör, nýkominn
að landi úr veiðiför. Hásetar
hans sitja hjá honum í bátn-
um.
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAO
804