Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 13
\
án mönnum, að okkur sýndist, stefna
þarna að alófæru landi. En hér varð
ekki við ráðið. Við höfðum reynt af
fremsta megni að vekja athygli á okk-
ur og lögðum nú af stað inn fyrir
víkina til þess að vera þó í flæðar-
málinu, þegar þá bæri að landi, þótt
við gætum ekkert aðhafzt. En áður en
við fórum frá sjóhúsinu, hljóp Þórður
þar inn, greip hvíta fokku og batt á
ár, sem hann stakk í stafn á skektu,
er þar stóð.
Þetta ráð dugði. Fokkan fiaksaðist í
vindinum, og eftir æðistund sáum við,
að bátnum var snúið í áttina út að
lendingunni, beint upp í vindstöðuna.
En þá kom í ljós, að þessir menn myndu
alls ekki vinna út að lendingunni í því
veðri, sem var. Það var hvað eftir
annað skipt um menn við árarnar, og
var auðséð, að aðeins einn þeirra kunni
að róa.
Þegar hér var komið, voru fjórir menn
til viðbótar komnir niður í flæðar-
málið, og lét Þórður því hrinda fram
báti og róa til hinna ókenndu manna.
Kaðli var kastað upp á bát þeirra, og
var hann síðan hafður i drætti suðaust
ur að lendingunni. Þetta voru um
fjögur hundruð faðmar, en við vorum
klukkutíma og fjörutíu og fimm mín-
útur að komast þangað. í lendingunni
skall alda á hlið, þegar farið var inn,
og var því lítt hugsanlegt að hafa
bát í togi eins og á stóð. Fór Þórður
því yfir í aðkomubátinn, en lét okkur
róa inn í vörina. Gaf hann eftir á
dráttarkaðlinum, svo að báturinn, sem
i togi var, gat legið fyrir utan á meðan
ólögin riðu yfir. Á næsta lagi var
hann svo dreginn ínn í vörina með
handafli. Þannig tókst að koma hon-
um upp í fjöru, án þess að hann yrði
fyrir teljandi áföllum.
Einn bátverja gat gert okkur skilj-
anlegt, hvernig á ferðalagi þeirra stóð.
Þeir höfðu verið á enskum línuveið-
ara við Austurlandið, en lentu svo ná-
lægt Hvalbaknum aðfaranótt 8. nóv-
ember, að skip þeirra fórst þar, Sökk
það á tuttugu mínútum, en þótt með
ólíkindum væri björguðust mennirnir
allir í bátinn, sem hér var búið að
draga á land í Krosstanga í Berunes-
hreppi. Frá þeim stað eru tuttugu og
sex míiur út að Flvalbak, og þá leið
höfðu mennirnir farið á hálfum fjórða
sólarhring — kunnu ekki að nota ár-
ar og höfðu flotið þetta með vindinum
á aðeins einni fokku, sumir mjög klæð-
litlir, og matar- og vátnslausir í fjöru-
tíu kiukkustundir.
Nú kom í Ijós, að mennirnir voru
fimmtán. Tíu Englendingar, þrír Skot-
ar, einn íri og einn Færeyingur. Vél-
stjórarnir voru algerlega hlífðarfata
lausir, og írinn, sem var fyrsti meist-
ari, var aðeins í mjög skjóllitlum nær-
fötum og lélegum frakka, berfættur.
Einhver úr okkar hópi fór úr sokk-
um sínum og færði írann í þá, en ann
ar lagði honum til skó. Síðan var
hann leiddur heim að Krossi Að öðru
leyti var hópurinn ekki verr farinn,
en svo, að hann komst hjálparlaust heim
að bænum.
Húsakynni á sveitabæjum voru lak-
ari en nú tíðkast, en samt var hér sem
oftar, að það olli engum vandkvæðum.
Þórður og kona hans, Matthildur Bjarna
dóttir. tóku sex af þessum mönnum i
sín hús. Fyrst af öllu létu þau vél-
stjórana hátta ofan i rúmið sitt, og
að öllum öðrum hlynntu þau af stakri
nærgætni. Níu var komið fyrir í næstu
húsum. Sýndist engum annað en hlúa
sem bezt að þessum sjóhröktu mönnum.
Til dæmis tók Gísli'Sigurðsson í Kross-
gerði og kona hans, Vilborg Einars-
dóttir frá Geithellum, á móti fjórum,
því. Eins og nærri má geta var iíts-
barátla þeirra hörð, og víst mætti skrita
fallega og eftirtektarverða sögu ui«»
það, hvernig þau komu til manns sex
börnum, sem þau eignuðust, Þau voru
tBjörgvin, bóndi í Krossgerði, Aðal-
steinn, kennaci i Keflavík, Guðfinn^,
húsmóðir i Reykjavík, Málfríður, hús-
móðir í Reykjavík, Sigurður Óskar og -
Ingólfur.
Sumir drengjatina byrjuðu að stu.
sjó strax og þeir voru komnir um fet
ingu og fóru því tiltölulega ungir aó
bjarga heimilinu, ásamt móður sim.
Árið 1925 keyptu þeir trillubát og gerbu
hann út austur á Stöðvarfirði. Þá va.
aðallega um línu að ræða og skelfisku.
notaður í beitu. Fóru þeir suður á
Hamarsfjörð til þess að sækja skel o»
fengu Þórð Bergsveinsson til þess að
fara með sér, því að hann var eðlilega
kunnugri á þessum slóðum en þeir. —
Þurfti hann þá og að ná í beitu handa
sjálfum sér.
25. september 1925 gerðist mikill
sorgaratburður á útströnd Berufjarðar.
og höfðu þau þó tólf manns í heimili
fyrir.
Þessir skipbrotsmenn dvöldust á
þessum bæjum i fjóra sólarhringa, og
var síðan farið með þá á vélbáti til
Eskifjarðar. Ég veit ekki tii, að það
fólk, sem liðsinnti þeim, fengi neitt
fyrir hjálpina, enda einskis krafizt.
—o—
Ég get ekki lokið svo þessum þætti,
að ég gangi fra1-^ hjá því að minnast
þeirra heimila, em mest lögðu á sig
vegna hinna erlendu skipbrotsmanna.
Þar er hér eins og eitt góðskáldið kvað:
Hver einn bær á sína sögu,
sigurljóð og raunabögu,
tíminn langa dregur drögu
dauða og lífs, sem enginn veit.
Þórður Bergsveinsson frá Urðateigi
og Matthildur Bjarnadóttir úr Skafta-
fellssýslu komu fátæk að Krossi. En
Þórður var athafnamaður og heppinn
með bjargræði úr sjó, og stunduðu
þau heimili sitt þannig, að sómi var
að. Börn þeirra voru Bjarni, bæjarstjóri
í Neskaupstað, Sigursveinn, skipstjóri í
Reykjavík, Ingólfur, kennari við stýri-
mannaskólann í Reykjavík, Þórður, verzl
unarmaður í Neskaupstað, og Sigríður,
húsnióðir í Neskaupstað.
Gísli Sigurðsson og Vilborg Einars-
dóttir byrjuðu búskap i Krossgerði ár-
ið -l#0-2, -en --árið 1907 fékk Gísli hiní
svonefndu lömunarveiki, svo að hann
gat aldrei stigið í heila íætur upp frá
Mafthildur Bjarnadóttir, kona Þórðar
Bergsveinssonar. Maður hennar drukkn-
aði með Krossgerðisbræðrum. Sjáif er
hún enn á lífi.
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
805