Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 14
Þann dag var Þórður, ásamt sonum
Gísla, Sigurði Óskari og Ingólfi, Haraldi
Auðunssyni frá Krosshjáleigu og Pétri
Stefánssyni frá Núpshjáleigu, á heim-
Ieið úr Hamarsfirði. Varð þá hið mesta
slys, sem orðið hefur i Berufirði síð-
an 1862. Báturinn sökk rétt fram und
an bæ Gísla, og þar fórust allir, sem á
honum voru. Hinn lamaði maður gat
daglega horft og séð úr rúmi sínu þann
stað, þar sem þessir fimm hraustu og
efnilegu menn, þar á meðal tveir syn-
ir hans, voru kallaðir frá vinum og
vandamönnum
Hver, sem þessar iínur les, ætti að
geta ímyndað sér, hvilíkt áfall þetta
var fyrir þær Matthiidi, sem stóð ein
uppi með barnahópinn, og Viiborgu, sem
átti mann sinn rúmliggjandi eða því
sem næst.. Hann gat aðeins komizt út
á túnið á tveimur hækjum og setið
þar, þegar þurrkur var, og horft á
konn sína og það lið, er hún hafði á að
skipa, koma undan skemmdum hinni
fátæklegu björg heimilisins. 'Hér átti
það þó vafalaust við, að leggur drott-
inn líkn með þraut, því að þessar kon-
ur stóðu af sér storma lífsins eins og
hetjur, þrátt fyrir allt andstreymi. Þær
komu börnum sínum til manns með
miklum sóma. án þess að þiggja eyri
í styrktarfé umfram það, sem greitt
var í sIys3Íryggingu og allir vissu, að
hrökk skammt í þá daga. Ég vil fuli-
yrða, að þeir samferðamenn, sem þær
þekkja bezt, minnast hetjudáðar þeirra
með mikilli virðingu.
Gísli Sigurðsson, — han'n fékk lömun-
arveiki 28 ára gamall og steig aldrei
heilum fótum á jörðu eftlr það. En
aldrei heyrðist æðruorð af munni hans
— ekki einu sinni þegar tveir uppkomn-
ir synir hans drukknuðu, ásamt fleiri
mönnum, rétt fram undarr bænum. —
Slysstaðurinn sást úr rúmi hans.
Vilborg Einarsdóttir, — hún æðraðist
ekki frekar en bóndi hennar. Sonamiss-
irinn var þó ekki fyrsta fórnin, sem
sjórinn krafðist af henni. Hún var heit.
bundin öðrum manni á undan Gísla, og
unnusti hen'nar fór á báti að sækja
föng til brúðkaupsvelzlunnar. — Hann
drukknaði í þeirri ferð, ásamt bróður
Vilborgar.
fí 83 ÍS tð S S!
■ ■■■■■
■ ■ œ
■■■■■■■■■
FYRIRBURÐASÖGUR
BORNAR TSL BAKA
SigríSui Sveinsdóttir frá Við-
tirði hefur skrifað Sunnudagsblað-
inu brét brr sem hún gerir marg-
ar athugascmdir við frásögn þá
eftir Halldór Stefánsson, sem birt-
ist í 29 tö.’ublaði og nefndist Hel-
för Við'firð'.inga. Sigríður er systir
þeirra Viðfjarðarbræðra þriggja,
sem fórust haustið 1936 og hefur
lengst af búið í Viðfirði,, svo að
enginn mun málavöxtum kunnugri
en hún
Sigríður ber yfirleitt til baka
allt það, sem sagt hefur verið um
ívrirburði oy reimleika í sambandi
viS þetta slys og sitthvað af
draumum þeim. er við það hafa
verið tengdir:
,,t kaflanum Dul og draumar
segir fvrst frá Fransmönnum, sem
áttu að hafa staðið þarna f stór-
ræðum, sem enduðu með falli
tveggja rr anna. er áttu að hafa ver
íð grafmr þar og valdið reimleik
um. Hvorki ég né neinn annar,
spm í Viðfirði hefur búið, hefur
heyrt pessa sögu eða nokkra henni
líka . . . Þvi síður var, að komið
væri niðjr á nokkra dys eða leiði,
þegar grafið var fyrir grunninum
að nýja núsinu, og engin manna-
bein funriusi þar heldur. Að vísu
var Sveinn Bjarnason, faðir minn,
andvígur þvi, að húsið væri byggt
mikið' fyrir ínnan gamla bæinn, en
það stafaði af því. að hann taldi
þar hlaupahættu, enda eru þar
‘gömul hlaup á túninu innan við
hæinn
Draamur sá, sem sagt er, að Fri-
mann haí: dreymt, er hreinn upp-
spuni fra upphafi til enda og hið
s?ma er rð segja um drauminn,
sem Ólöfu. móður mína, á að hafa
rireymt ÓJöf bjó hjá mér lengst
3f eftir dauða bræðranna, og hún
hefði áreiðanlega sagt mér draum-
mn, ef hana hefði dreymt hann.
enda fe’lur har.n aðeins að himr
tilhæfuiausu Fransmannasögu.
Sagt er, að veður hafi verið kyrri
slysdagmn og því litlar líkur til
þess, að slysið hefði getað gerzl
t:ema með vfirnáttúrlegum hætti
Staðreyndin er sú. að allir bátar
er reru til fiskjar þennan dag.
sneru við vegna veð’urs. Þar að
auki var stórstreymt. Til dæmis
var bátur frá Neskaupstað að
sækja slátur tij Reyðarfjarðar og
sógðu þeir, sem á honum voru, að
þeir hefðu fengið vont veður og
siraumur verið mikill á þessum
slóðum.
Draum þann, sem sagt er, að mig
nafi dreymt, dreymdi rnig aldrei.
Að vísu dreymdi Frímann svipað
ar draum fyrir slysið og sagði
mér hann
Sláttumaðuriun á Stuðlum, sem
raunar var að stinga torf, sagði
þannig frá: Mét sýndist þeir vera
t'imm á hátnum en ég sá það ekki
vel. Það hefur að sjálfsögðu getað
verið hvað sem var annað en mað
itr . Framhald á 814. síöu.
B
■
B ■ ■ ■ ■
® -tsa a m
m m a
■
B
■
a
B
■
a
■
■
m
■
■
806
T í M I N N -— SUNNUDAGSBLAÐ