Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Side 18
mörgum binna fornu ósiða sinna.
Stöðug veizluhöld, heiðnar trúarhátíð
ir og dans, sífelldar heimsóknir milli
manna, ai'.t þetta mun halda áfram,
nieðan fólkið býr hvað í grennd við
annað eða í þorpum. Eg treysti því,
að áður én annað ár verð'i á enda,
muni almenní vera búið að koma
þeim fyrir ó eigin jörðum og sérbýl
um. Þá munu taunverulegar og stöð
ugar framfarir þeirra hefjast."
En hugmyndin átti lika andstæð-
inga. Teiler, eJdungadeildarþingmað-
ur frá Colorado, sagði um skiptalaga-
írumvarpið á þingi, að það miðaði að
því, að „svipta Indíána landi þeirra
og gera þa að ilækingum á jörðunni."
Og við síð tri umræðu um rriálið sagði
hann enn: „Þótt ég kunni að vera
einn um þa skaðun í deildinni, vil ég
koma á framíæri, hverju ég spái um
þetta mál. eftir þrjátíu eða fjöru-
tíu ár, pegar þessir Indíánar hafa
glatað iandrértindum sínum, munu
þeir formæla þeim, er tryggðu fram-
gang slíkrar '.öggjafar og þóttust vera
að vinna Indfánunum gagn, og ef
þeir menrt, sem styðja þetta frum-
varp skxldn hugsunarhátt Indíána,
lög Indíána siðferði Indíána og trú-
arbrögð Indíána, væru þeir ekki for-
mælendur þess hér “
Svipuð sjór.armið komu fram í
fulltrúadeild þ'ngsins. Þar segir með-
al annars: „Raunveruleg markmið
þessa frumvarps er að komast yfir
land Indíana og fá það til ræktunar.
Væri þetta gert í nafni ágirndar,
væri það út af fyrir sig nógu slæmt,
en að gera það í nafni mannúðar og
undir yfirskini löngunar til að auka
velferð Indíáranna með því að gera
þá eins og okkur, hvort sem þeir
kæra sig 'im það eða ekki, er óend-
anlega verra“.
Þessi gagnrýni seinkaði málinu um
nokkur ár, en eftir átta ára umræð-
ur á þingi voru skiptaiögin loks sam-
þykkt og tóku gild' 8. febrúar 1887.
Aðalatriði laganna voru eftirfarandi:
1) Forsetafu'm var falið að láta
skipta Indianalandi milli einstakl-
inga, og 'Ryldi hver fjölskyldufaðir
fá 160 ekrur í sinn hlut, einhleypir
menn eldri en átján ára og munað'ar-
leysingjar undir átján ára aldri 80
ekrur, og aðrir einhleypingar yngri
en átján ára 40 ekrur hver.
2) Meno skyldu sjálfir velja sér
land, en djórnin skyldi úthluta þeim
landi, er létu undir höfuð leggjast
að velja sjálfir eða neituðu að gera
það.
3) Landið skyldi vera tryggt þeim
í 25 ár eða lengur ef forsetinn
ákvæði.
4) Allir Indíánar, er set'tust að á
skiptu Undi, skyldu öðlast borgara-
réttindi, svo og aðrir Indíánar er yf-
irgaafu ættháJkana og tækju upp
„lífsvenj xr siðmenntaðra manna“.
5) Land, sem væri afgangs af
skiptunum loknum, væri heimilt a8
selja Bandarikjum Norður-Ameríku.
Þessi iöggjöf var mörgum fagnað-
arefni. Trúin á ágæti eigin menning-
ar meðal hví.ra manna var svo rík,
að margir töl-.’u, að þessar ráðstafan-
ir myndu ievsa Indíánamálin sjálf-
krafa í eitt sklpti fyrir öll. Reynslan
sýndi hins vegar að áhrif skiptanna
urðu svipuð því, sem andstæðingar
laganna liöfðu spáð. Fyrir tilstilli lag-
anna flosnuðu fjölmargir Indíáana
upp og komust á vonarvöl. Einkum
reyndist ákvæðið' um að ríkið skyldi
taka að sér allt óskipt land þeim
skeinuhætt
Gott dæmi má taka af Sisseton-
Indíánum ' Suður-Dakota, en þeir eru
grein af Sioux þjóðflokknum. Landi
þeirra var sk'pt fljótlega eftir sam-
þykkt lagannj. og fengu þeir þá um
300.000 “kru~ í sinn hlut, en eftir
voru um 600.000 ekrur, sem stjórnin
tók í sína eigu og deildi niður á milli
hvítra landnema. Fulltrúi stjórnarinn-
ar hjá ættbálknum leit björtum aug-
um til framtíðarinnar. Árið 1892 seg-
ir hann í skýrslu:
„Sissetonar og Wahpetonar eiga
landið ekki lengur í sameiningu.
Land þeirra vai tekið til ræktunar
samkvæmt nýbýlalögunum, og heimili
hvítra manm eru nú dreifð um alla
sléttuna og margar borgir hafa risið
upp. Héða’i i frá munu rauðir menn
og hvitir yrkja akra sína og hirða fé
sitt hlið við hlið, og um leið' og frám
farirnar aukast og kirkjur og skólar
koma í -riaðinn fyrir gömlu danshús-
in, sem þegar t-ru orðin óvinsæl með-
al þessara heiðvirðu manna, mun
það gleymast, að þeir hafi nokkru
sinni verið taldir til villimanna.“
Árið 1909 var svo komið, að tveir
,þriðju hlutar þess lands, sem Indíán-
ar. fengu við skiptin, var komið' úr
eigu þeirra og af því landi, sem þeir
höfðu eftir, hafði miklu verið skipt
í smærri hiiita við arfskipti. En
Indíánarmr hurfu ekki með landinu.
Þegar skiptin voru gerð um 1890
voru Sissetonar 2000 að tölu, en 1944
voru þeir orðnir 3000. Aðeins 500
höfðu flutt að heiman, en þeir 2500
sem eftir voru reyndu eftir beztu
getu að draga fram lífið á síminnk
andi landi.
Árið 1944 vai skipuð þingnefnd til
aS kanna lífssktlyrði Indíána, og þessi
nefnd kom meðal annars til Sissetona.
í skýrslu smni um þá, segir hún:
„Einþver mesti smánarbletturinn í
Bandaríkjununi . . fólk, er býr við
óhæf skilyrði verri en þau, sem við
veitum o ipeiiingi." -
Hefðu skiptalögin verið sett á sín
um tíma til þess að koma Indíánum
á vonarvöl væri ekki hægt að segja
annað en þau hefðu náð tilgangi
sínum. En lögunum var ekki ætlað
það hlutvirk. Þau höfðu að bakhjarli
þá trú, að síðmenning gæti ekki auk-
lzt án eiakaeignai-skipulags og upp-
lausnar ættbálkasamfélagsins. En
vonir löggjafanna brugðust. Indíán-
arnir urðu ekki gerðir að vestrænum
bændum með því einu að skipta land-
inu upp á roilli þeirra. Og sjálfir
höfðu þeir staðið gegn skiptunum
og þoldu þau nauðugir. Ástæður þess
koma vel fi-am í ályktun fundar er
57 fulltrúar frá 19 ættbálkum héldu
með sér árið 1887 til að ræða skipta-
lagafrumvarpið Þeir lýstu yfir ern-
róma andstöðu sinni við málið og
rökstuddu afstöðuna á þennan hátt:
„Sem aðrar þjóðir þarfnast Indíán-
ar að' minnsta kosti einhvers brots
af pólitískri meðvitund, einhverra
eigin stjórnarforma, þótt ófullkom-
in sóu, sem mannlegt stolt þeirra get-
ur bundið sig við . . . Þetta sérkennl
í eðlisfari lndíána kallast annars stað-
ar þjóðetniskennd, og með skynsam-
legri og þolinmóðri virkjun hennar
er hægt að leysa vandamál siðmenn-
ingarinnar. En séu þeir sviptir þessu,
hafa þeir UtiC annað ti.1 að lifa fyrir.
Lögin, sem hé’- er andmælt, gera það
með því að gera meðlimum ættbálk-
anna kleift að gerast meðlimir ann-
arra pólit[skra heilda, velja og taka
til sín land, rcm nú er sameiginleg
eign allra."
V.
Aðstaða Tndíana í Bandaríkjunum
hafffi farið síversnandi, eftir að þeir
voru með iögunum frá 1871 sviptir
rétti til sammngagerðar við banda-
rísku þjóðina og gerðir háðir löggjaf-
arþinginu í Washington. Skiptalögin
frá 1887 sviptu þá miklum hluta þess
lands, sem þcir þá áttu eftir. Áfrýj-
unardómstóll Bandaríkjaiína tók til
orða um lagastöðu þeirra í lok síð-
ustu aldar og var ekki myrkur í
tali. Dþmstol.'inn kvað stöðu þeirra
vera undarlega, „stöðu, sem ekki væri
kunn í almennum lögum, ríkislögum
eða fylkislögum Þeir væru hvorki
borgarar nó útlendingar, hvorki frjáls
ir menn ne þrælar. Þeir væru skjól-
stæðingar þióðarinnar, og þó lítið
annað en stríf.sfangar á friðartímum.“
Stefna stjómarinnar í Indíánamál-
um var allt fram á þriðja tug aldar-
innar grundvölluð á þeirri trú, að
Indíánar myndu innan skamms hverfa
úr sögunni. Embættismenn, sem fóru
með Indíanamál héldu áfram að tala
um hina hverfandi þjóð löngu eftir
að Indíáuunum var aftur farið að
fjölga. Þessi trú leiddi til þess, að
menn tölnu h:na miklu skerðingu
Indíánalands ekki vera alvarlegt mál.
Fyrst árið 1933 var stefnan í Indíána-
málum ■■ekin til gagngerðar endur-
skoð'unar, en aður hafði um allmargra
ára skeið komið betur í Ijós, að stjórn
Indiánamala var ekki til fyrirmyndar.
Einkum var það eitt mál, sem vakti
athygli á stöðu frumbyggjanna í land-
inu.
810
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAI)