Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Síða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Síða 17
að rjóminn væri tekinn, enda.fékkst nær ekkert smjör úr stekkjarmjólk- inni. Með þessu móti fékk lambið ekki fylli sína úr ánni og varð því fyrr að grípa í jörð til við'bótar mjólk inni, en nafði samt það, sem bezt var — rjómann og aðalkostinn. Gamla fólkinu íannsl lömbunum fara bezt fram eftir að farið var að stía. Tveir voru þeir staðir í Víffidal, er beztir þóttu málnvtu vegna. Ann- ar var Efrikinnin milli Morsu og Sandhóla, hinn.Flámar, en þær eru meðfram Hofsjökl'i frá Innri-Þverá ofan Efstubrúnir út hjá Morsu- gljúfri, þar sem hún kemur undan jöklinum. Á því svæði voru mela- teygingar og dýjavæsur með strjál- um puntnælingi Á Flánum voru ærn- ar mjög ókvrrar svo að ekki gafst tími til þess aff setjast niður til þess að borða nestisbitann. Þarna var ekk- ert affhald, nema Hofsjökull varn- aði því, að þær færu norður yfir. Aðalvfirsetuplássið var Dagmálahlíð- arnar, Hvannstóðið og Efrikinnin fyr- ir utan bæ, en íyrir innan, bæ milli Þveránna. Þar voru ærnar þó sjaldan hafðar og aldrei reknar þangaff eða látnar vera þar mannlausar, því að þá settu þær sumar inn undir Hnútu, en aðrar út með jökli út í Morsu- háls og Efrikinn, þar sem var þeirra uppáhaldsstaður Þar var samband af mýra- og vallendisgróðri. Yfirleitt voru æmar rásgjarnar og óþægar, nema þar. Þó sótti einstaka ær út í Sandhóla og Grísatungur. En í þá tíð lá Hofsjökull fast niður að Grísa- tungnagili. Nú er mér sagt, aff orðið sé langt bil milli Grísatungnagils og jökulsinsf . Þá var líka stutt bil milli Hnútu- vatns og Hofsjökuls. Sigfús sagði okk- ur eitt sinn frá því. að fyrst þegar har.n fór suður í Víðidal-, þá bóndi á Hvannavöllum, haf'ði aðeins verið unnt að ganga milli Hnútuvatns og jökulsins. Nokkuð var misjafnt, hversu vel ærnar mjólkuðu. Þaff fór eftir tíð- arfarinu eg gróðrinum og að sjálf- sögðu eftír ásigkomulagi ánna — hversu vel þær gengu undan vetri. En oftast munu þær hafa skilað mörk inni til jafnaðar í mál fyrst eftir fráfærur. En sú, er mjólkurhæst var, svo að ég rnuni, var svört ær, er Sig- fús átti, kölluð Flasa. Hún var mjólk- uð sér til þess að vita, hve mikil mjólkin væri i mál, og reyndist hún vera þrjár merkur. En gleymt hef ég nú, hvernig af sér stóð með ána, held þó heizt, að hún hafi ekki borið fyrr en seint og helzt^ að hún hafi misst lambið nýborin. Ég man óljóst eftir hvítum hrút, óvanalega stór- um, er drapst nýfæddur. Hitt man ég glöggt, að Flasa bar heima, því aff ég var látinn líta eftir henni óbor- inni nokkuff marga daga. Hún gekk ein og sinnti ekki öðru fé. Alltaf skyldi fólkið vera tilbúið að fara á stekkinn klukkan fimm til hálfsex að morgni. Það tók nokkum tíma að smala ánum, einkum hefði verið stíaff um langan tíma. Einstaka ær varð kærulaus um lamb sitt, þeg- ar frá ieið. Einnig þurfti nokkurn tíma til þess ag mjalta þær. Ævinlega var mikið að gera um stekkjartímann, en allra mest þó um fráfærurnar, sérstaklega fráfæma- daginn. Þá vai farið snemma á fætur Brú, sem Lónsmenn settu á Jökulsá fyr- Ir nokkrum árum. Á þessum staS komu Víðidalsfeðgar draetti á ána á sinni tís. til þess að smala ánum, mjalta þær og koma þeim á haga. Með þær fóru venjulega þrír. Hinir, sem heima vom, tóku til aff hefta lömbin. Þau vom heft með ullarhöftum. Að því búnu var þeim hleypt úr stekknum. Þá var oft mikill kliður og marg- raddaður og mikil ókyrrð. Venjulega vom lömbin setin heima nokkra daga eftir fráfærurnar, stundum þrjá til fjóra daga og allt upp í viku. Þegar svo var gert, voru taldar meiri ííkur til, að' haustheimtur yrðu sæmilegar. Lömbin urðu samrýndari og héldu betur hópinn heldur en ef þau voru rekin á fjall með óðnum. Þegar fráfærar voru um garð gengnar, komst meiri ró og kyrrð á heimilislífið, og nutu þess allir nema smalinn. Hann varð að vera tilbúinn að fara í yfirsetuna um klukkan átta að morgni og sitja síðan yfir túl klukkan 5tta að kvöldi. Þá átti að vera búið að kvía ærnar. Þá voru þær látnar í kvíarnar, og þar vora þær hafðar til klukkan fjögur eða hálffimm að morgni. Þessir hættir voru hafðir á fram til sextán eða seytján vikur af sumri. Þá var farið að reka æmar, sem kallað var — það er að segja láta þær liggja úti. Svo var þeim smalað að morgni, Um þriðju göngu var hætt að mjólka þær, nema einu sinni á dag, og síðan að'eins annan hvern dag. Og um Mikjálsmessu var hætt að mjólka þær nema eins og tvisvar í vikú til þess að hreinsa úr þeim gelding- una. Um vænleika fjárins á blóðvelli get ég fátt sagt fram yfir þaff, sem fram kemur hjá Jóni. En þegar flutt ( var úr Víðidal, átti Bjarni meðal annars þrjá sauði, er hann slátraði heima og ætlaffi í brúðkaup sitt á næsta sumri. Einn var morhálsótt- ur, fimm vetra, kroppur af honum 75 pund, en hinir tvílembingar, þre- vetrir, annar gráímóttur, hinn írauð- ur — þeir vógu 72 og 73 pund. Moruhálsi var Kollumúlagenginn, hin ir gengu í Víðidal. Yfirleitt munu þær kindur, sem gengu ippi í Víði- dal, hafa verið vænni. En í Víðidal gekk fátt fé á sumrin annag en kvía- ærnar. Geldféö var rekið suður fyrir Víffidalsá, svo að það væri ekki sam- an við kvíaærnar, og flæktist þar þó alltaf talsvert' af strokufé, bæði úr Álftaíbði og Lóni. Tölu búsmalans man ég ekki til hlítar, nema seinasta sumarið, 1896. Þá voru ærnar 65, er skiptust þann- ig til eignar, að Sigfús átti tuttugu, Jón fjörutíu og Bjarni lánaði fimm gegn því, að þrjú af lömbunum und- an þeim væru fóðruð að vetrinum. En þetta ár lield ég, að ær hafi verið flestar í þeirra búskapartíð. Afurðir voru að sjálfsögðu oft góð- ar. Málnytan var venjulega bæð'i mik- il og góð. Eitt haustið voru til ellefu tunnur af skyri, full kista af ostum og mikið smjór. Skyrgerðin var þá með öðrum hætti en nú gerist. Þá kunni fólk ekki að nota þétta, svo að blandan var I skyrinu. Það var því meira að' fyrirferð. Um slátrun heima og í kaupstað ár hvert get ég lítiff sagt. En ég hef haft aðgang að verzlunarreikningum þeirra feðga árin 1883—1885. Það voru fyrstu ár þeirra í Víðidal. Ég get ekki heldur sagt um heimaslátr- un. en hún hefur sjálfsagt verið nokkur, því að fæffi fólksins var nær eingöngu af skepnunum, auk fjallagrasa, og svo mjölvara úr kaup- stað og rjúþur að litlu leyti. Fiskæt- ið var lítið. Þó kom fvrir, að Jón reri að vorinu effa sejnni part vetrar suður í Þorgeirsstaðaklifum (Papaós). Hvort sá fislcur, er hann fékk þar, var fluttur norður í Víðidal eða lagff- ur inn á Papaósi, þori ég ekki um aff segja. Þessi fiskur var fenginn seinni part vetrar eða snemma að vorinu, en hestar voru aldrei nema einn eða tveir heima í Víð'idal á vetr- um — hinum var komið á útigang suffur í Hornafjörð. Þegar þessa er gætt, er næsta ólíklegt. að fiskur Framhald á 862. síðu. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 857

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.