Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Síða 5
Ssökkvi vegna ofhleöslu. Veðrið, nt eða gott eftir atvikum, þarf vera skaðavaldurinn til þess, |fð ég taki frásagnirnar í safnið. Og auðvitað ber þar langmest á illviðri og hríðarbyljum. — Er iangt síðan þú byrjaðir á þessari söfnun? — Ég byrjaði á þessu um 1947, en þetta hefur alltaf verið hjá- verkastarf, unnið á sunnudögum og í hvíldartímanum. Annars byrj- aði ég á þann hátt, að mig lang- aði til að ná saman frásögnum um byl, sem geisaði í októberbyrj- un árið 1896 og stóð í fjóra daga. Ég var þá á níunda ári og man ,vel eftir því veðri. Ég skrifaði um það sjálfur og fékk um leið aðra til að skrifa fyrir mig endurminningar sínar frá bylnum. Þegar ég var að grafast fyrir um þennan ákveðna byl, þá rak ég mig á ýmsar frá- sagnir um önnur skaðaveður, eink- um Knútsbylinn 1886 og byl, sem geisaði 1868. Bylurinn 1868 vakti athygli mína á þann hátt, að ég sá í norðanblaði skýrt frá honum, og þar var um leið sagt frá því, að þá hafi orðið úti konan Helga Árnadóttir í Eskifjarðardölum. Ég fór þá að grennslast eftir því, hver Helga þessi Árnadóttir hefði verið. Ég komst að þvi eftir langa leit og datt þá í hug að nota tækifærið og halda um leið til haga því, sem ég frétti um þessi veður. Og þann- ig komst ég á bragðið. Þegar frá- sögnunum tók að fjölga, rak ég mig á ýmislegt, sem ekki snerti þessa þrjá höfuðbyli, en mér fannst bezt að hirða það líka. Ég hugsaði sem svo, að ég gæti alltaf fleygt því, sem ég kærði mig ekki um. En útkoman hefur orðið sú, að ég hef engu fleygt. Meðan við Halldór röbbum sam- an og flettum möppunum, hefur Hólmfríður borið kaffi á borð, og yfir seinni sopanum spyr ég Hall- dór, hve margar frásagnir um veð- urtjón hann hafi undir höndum. Hann segist ekki vita það, hann sé löngu búinn að týna tölunni, en þær séu margar. Og þegar ég stend upp til að þakka fyrir mig og kveðja, verður mér staldrað við fyrir framan málverk, sem hangir á veggnum í stofunni. — Þetta er að austan, er þaö ekki? — Þetta er Nes í Loðmundar- firði. Þar bjuggum við í 24 ár. Og þarna urðu skaðar árið 1817, sem ég hef heimildir um í safninu. Eins og þú sérð á myndinni eru þarna klettar, sem ganga niður í fjöru. Þeir eru kallaöir forvaði, en fyrir innan þá er góð fjörubeit, og þangað sækir féð mikið. Þetta haust vildi það til einn dag að Framhald á 886. síðu. LAUGARDAGINN FYRIR BYLINN. Laugardagínn 3. okt. var logn eða lítil gola af norðurátt, fremur kalt veður, loftið alskýjað og einkum seinni hluta dagsins mjög þungbúið. Um kvöldið snjóaði í fjöllin. — Sum ir bændur í Simðdal höguðu verkum þannig þennan dag, að þeir smöluðu sauðfé úr fjalllendi, aðrir hirtu um hey, hlóðu torfi að uppbornum heyj- um,.en aðrir voru í ferðalögum, t.d. í kaupstaðarferð. — Það voru mjög fáir heyþurrkadagar í september það sumar, og hirðingu heyja ekki lokið í októberbyrjun, og varð ekki hirt eftir þetta, að minnsta kosti ekki í Skriðdal. BYLURINN STÓÐ í FJÓRA SÓLARHRINGA. Um nóttina 4. október, sem var sunnudagur, fór að moksnjóa. — Fylgdi víðast þá strak stormur, og T í M I N N — SUNNUDAGS BLAÐ 869

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.