Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Page 10
köllum Skjöld. Hans son Beaf, er vér köllum Bjár. Hans son Goðólfur, hans son Burri, er vér köllum Finn. Hans son Frjálafr, er vér köllum Borr. Hans son Vodin, er vér köllum Óðin. Hann var Tyrkjakonungur. Hans son Skjöldur, hans son Friðleifur, hans son Friðfróði, hans son Herleifur, hans son Hávarr hinn handrammi, hans son Fróði, hans son Vémundur hinn vitri, hans dóttir Ólöf. Hún var móðir Fróða hins friðsama. Hans son Friðleifur, hans son Fróði hinn frækni, hans son Hálfdan, hans son Hróarr, hans son Valdarr hinn mildi, hans son Haraldur gamli, hans son Hálfdan snjalli, hans son ívarr víð- faðmi, hans dóttir Auður hin djúp- auðga, hennar son Randver, hans son Sigurður hringur, hans son Ragnar loðbrók, hans son Sigurður ormur í auga, hans dóttir Áslaug, hennar son Sigurður hjörtur, hans dóttir Ragn- hildur, hennar son Haraldur hinn hár fagri. Verður þessi tala einum manni fátt í sjö tugu að meðtöldum Adam og Haraldi“. Nú vill svo til að í prologus Snorra- Eddu er partur úr þessari þulu, hann nær frá Priamus kóngi til „Vóden, þann köllum vér Óðin“. Um „Trór, er vér köllum Þór“, er þar rakinn nokkur afrekafróðleikur, og þess getið að „í norðurhálfu heims fann hann spákonu þá, er Síbil hét, er vér köllum „Sif'”, og kona Óðins hét „Frígíðá, er vér köllum Frigg“. Ekki eru menn á eitt sáttir um að' telja þennan hlut formál- ans verk Snorra, enda er hann tæp- lega i samræmi við þann anda er ríkir í verkum hans. Uppruni þessa samsetníngs er marg ur. Frá Seseph (Seskef í Eddu) til Vóden eru nöfnin tekin úr einhverri eingilsaxneskri ættaromsu; Munnon konúngur er kunnur úr Trójumanna- sögu, sömuleiðis Priamus og Troaan. Trór (Þórr) er islenzkuð gerð af Tros, sem var frygiskur konúngur í grísk- rómverskum sögnum. Síbíl er runnin frá grisk-rómverska orðinu sibylla, kvenprestur Appollos, og orðið not- að þarna vegna hlujóðlíkíngar við Sig, norrænu gyðjuna. Loricha (Lórriði), Eridei (Eindriði), Vingeþórr og Ving- iner eru í rauninni allt Þórsheiti, sem þarna er beitt t'il leingingar og upp- fyllíngar. Móði og Maagi eru Móði og Magni hinir norrænu, synir Þórs. Framætt Príami höfuðkonúngs til Adams er á svipaðan hátt U1 or'ðin, fyrir utan það, sem biblían hefur lagt af mörkum til hennar. Mér er ekki kunnugt um að menn hafi slegið nokkru föstu um aldur þessa bræðíngs í íslenzkum ritum, en hann mun vera ýngri en flest það annað er þátturinn í Flateyjarbók geymir. Og ekki er bragð Snorra að honum. Þula þessi er notuð við ætt- rakníngu Sverris konúngs í formála „Nú láttu forna niðia talda og upp bornar ættir manna". Sverris sögu í Flateyjarbók, en mun þar ekki vera verk höfundar Sverris sögu, heldur innskot ritara bókar- innar. En hvað sem því líður urðu romsur þessar mönnum ærinn feingur næstu aldirnar, í sama mund og ýkjuhneigð um sagnapersónur jókst sífellt. Mönn- um.var ekki nóg að geta rakið ætt sína aftur til landnámsmanna og fornra sækonúnga, hún varð að vera kunn allt til Óðins; og úr því að kom- izt varð að Óðni, hlaut að mega brúa bilið til sköpunar heims; elcki spillti þegar nú heilög ritníng kom þar til móts við fræðaþulina. Og vissulega var þetta góður bragðbætir í bland við hin f'ornu stórvirki, sem uppi yrðu höfð meðan veröldin stæði. Einkum voru þessar Adams- og Óðins-þulur vinsælar á 16. og 17. öld, en tíðkuðust þó leingi síðan, þótt trú manna rénaði á fræðin. Um aldamótin 1800 reit Sveinn læknir Pálsson ævisögu Bjarna Pálssonar landlæknis og rakti þar ætt hans ýtarlega, meðal annars til Jóns biskups Arasonar; kveður hann þar svo að orð'i: „finnst ætt Jóns biskups uppeftir rakin aftan við þá prentuðu Skarðsárannála, þó þar vanti í nokkra liðu, og þeir fyrstu sé, eins og nærri má geta, umskyggð'ir forntíðar skröksögu myrkva; enda hefur Jón biskup sjálfur rakið ætt sína til Dana og Troju-kónga upp að Adam sjálfum“. Einnig kemur ættar- talan, eins og venja er til, ef rakið er vítt og breitt upp t'il fornmanna, að Ragnari loðbrók Sigurðarsyni hrings „Randverssonar, hvörs móðir var Auð- ur djúpúð'ga dóttir ívars víðfaðma, sem var enn seytjándi frá Óðni“. Hér bergmála Hyndluljóð: Auðr djúpúðga ívars dóttir, en Ráðbarðr var Randvés faðir, þeir váru gumnar goðum signaðir; allt' er það ætt þín, Óttarr heimski . . . . III. • Samt var það svo, að hin margfróða og í mörgu trausta söguleifð á íslandi 874 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAfi

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.