Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Síða 20
Nokkru síðar kom gamli maðurinn að Galtalæk, og var hann spurður þar, hvernig Elínu heilsaðist. „Vel“, svaraði hann, „en mikið kom — það komu hara tvö“. Unglingsstúlka, sem á hlýddi, skell'ti upp úr, og varð karl þess á- skynja, að hún var að hlæja að áhyggj um hans út af tvíburunum. Þá sagði hann: „Þó að þú hlæir, telpa mín, þá eru þetta óþarfa læti“. „Ég er umh@$sma€ur.«. “ Einar umboðsmaður Ingimundar son í Iialdaðarnesi var nokkuð vín- hneigður og þótti fullhressilegur í tali, þegar hann var ölvaður. Lét hann þá stundum meira yfir sínu en efni stóðu til. Eit't sinn var Einar í Eyrarbakka- búð um miðsumarleyti og vildi fá vöru í reikning sinn, en Nielsen verzl unarstjóri færðist undan og bar því við, að uppgjör stæði fyrir dyrum. Þá mælti Einar: „Ég er umboðsmaður og hef yfir mönnum að segja, og þegar ég býð einum að fara, þá fer hann, og öðr- um að koma, þá kemur hann, og ef ég fæ hér ekki það, sem ég þarf, sleppi ég af ykkur hendinni. Þið getið farið á hausinn fyrir mér, og réttast væri, að ég ræki fimmtíu naut suður á morgun“. Langur fiskur Séra Þorvarði Auðunarsyni í Saur- bæ brá allmjög í brún, þegar hann heyrði konu sína, Sigríði, rífa fisk í rökkrinu, því að honum stóð mikill stuggur af öllu bruðli. Studdi hann hönd undir kinn og spurði: „Hver rífur svo langan fisk úr roði?“ Betra of en van Þegar séra Páll Tómasson var prestur í Grímsey, var þar venja að snúa líkkistum þremur sinnum sólarsinnis fyrir kirkjudyrum, er þær voru bornar út. Þurfti að hafa á þessu rétta tölu, svo að öllu reiddi vel af. En nú tókst svo böngulega til, að menn greindi á um það, hvort búið væri að snúa kistu tvisvar eða þrisvar. Varð af þessu þóf nokkurt og þræta, unz séra Páll skar úr: „0, snúið þið honum einn til, piltar — aldrei verður honum of- snúið“. Að iáfa djöfui domlra Bjarni Jónsson, sem kallaður var syndin, bjó á Siglunesi á Barða- strönd. Hann var fjarskalega auð- trúa á alls konar furðusögur, og færðu sér það margir í nyt', en Bjarna varð síðan ekki frá því ekið, er hann sagði, að „trúverðugir og sannorðir menn“ hefðu talað við sig. Eitt sinn lugu strákar á Barða- strönd því að karli, að nú væri illa komið — Edilon í Hvammi hefði ætl- að að ná lömbum úr ógöngum í klett- um og lent sjálfur í svelti, og teldi séra Þórður Thorgrímsen á Brjáns- læk ekki annað til ráða en skjóta hann niður. Bjarni vefengdi þetta ekki, þótt' honum ofbyði illmennska prestsins: „Er það ekki óguðlegt, að helvízkr ur presturinn skyldi segja, áð það ætti að láta djöful dondra, djöfuil dondra í flugið, karl minn — Í flugið?“ ★ Októberveðrib 1896 — Framhald af 872. síðu. komast frá Borg út að Þingmúla 6. október 1896, sem ekki er þá nema milli 4—5 km. En auðvitað var það mikil töf að draga kindina frá Þrí- melum út á Stekkhúsin. Miðvikudagsmorguninn 7. okt., var nokkum veginn logn, en dreif nið- ur bleytusnjó. Sama ófærðin var og daginn áður, en þó verri að því leyti, að nú urðu menn enn blautari úr snjónum en daginn áður og á hæstu melkollum, sem áður var lítill snjór á. var nú kominn mjóaleggs- til kálfadjúpur snjór, og skyggnið var um það hálfur til' heill kílómetri. — Þennan morgun, er fullbjart var orðið, lagði Páll af stað og ég með honum, til að leita að fé, er ekki hefði fennt. Við fórum upp í miðjar hlíðar Múlans og gengum með Utlu millibili mn sunnan í fjallinu og allt inn á Hálsamót, þar fundum við 4 lömb út og upp af Borgarbænum. Þau höfðu troðið snjóinn undir sig og því ekki fennt Þetta voru fyrstu og einu kindurnar er við fundum þenn- an dag. Lömbunum komum við niður f jallið og heim að Borg. — Við stönzuðum á Borg, fengum þar hressingu og hvíldum okkur. Og svo var það mein- ingin að halda heim stytztu leið. — En nú vil ég geta þess, að er út á hlaðið Kom, stundi ég því upp við Pál, að ég treysti mér ekki lengra, því að vegna snjóbleytunnar vorum við orðnir húðvotir, sem orsakaði það, að farið var að taka af mér inn- anlæris. þ. e. að þar voru blaut fötin farin að nudda skinnið af mér. — Spurði Páll þá: , Treystir þú þér ekki til að ganga í förum mínum?“ Áður en ég svaraði, sögð'u þeir jafnsnemma Sigurður og Sigurjón: „Blessaður, neyddu ekki rirenginn til að fara með þér, því nð það getur orðið til þess að þú náir ekki húsum í kvöld“. Um leið tók Sigurður mig og gekk til baðstofu, en Páll hélt heimleiðis. — Þetta var saga Eiríks. Hríðin endaði með snjóbleytu á láglendi og nokkuð upp til fjalla, sem fraus, þegar heiddi. — Reyndar var snjókoman á láglendi alla dagana nokkuð blaut, enda komu hagar fyrst til fjalla, þegar fór að hlána, af því að þar fauk frekar af hæðum. Þann 8. október var hriðinni lok- ið. Ég man, að mér þótti kalt að koma út þennan morgun. Þá var ég sendur eftir mjólk inn að Hallbjam- arstöðum hand? Gunnari bróður mín- um, sem þá var ungbarn, tveggja og hálfs manaðar gamall. — Þingmúla- kýrnar voru þá komnar nærri burði og því orðnar þurrar. Eftir að mjólkina þraut. sem til var heima, þegar gekk í bylinn, hafði mamma nært bamið á súpuseyði. — Ég varð piltunum samferða áleiðis, er þeir fóm að leita þeirra kinda, er ekki hafði fenat, koma þeim í hús og gefa þeim hey. Mér hélt á gaddinum, en frostskelin brotnaði niður með þá og þeir sukku í snjóinn í hné og meira en það. — Annars var veðri þannig háttað þá, að á fjöllum voru skýjabakkar, en heiðríkt í himin- hvolfið, norðan gola og snjórenning- ur eftir gaddinum, en lygndi mikið til eða alveg selnni hluta dagsins. Eftir að hafa hugsað til þess, sem frá er sagt af einstökum heimilum, detta mér í liug þessi vísuorð Matt- híasar Jochumssonar: Hver einn bær á sína sögu. ' sigurljóð og raunabögu, tíminn langa dregur drögu, dauða og lífs. sem enginn veit. HVAÐ FENNTI MARGT FÉ í SKRIÐDAL f ÞESSU VEÐRI? Ég hef hvergi fundið skýrslu um það, og ég held að hún sé hvergi til, það er að segja, það veit víst eng- inn, hvað margt af hverri tegund sauðfjár fennti þessa dagana. Dagblaðið Austri, sem þá kom út á Seyðisfirð'i, segir í fréttagrein, að í þessu veðri hafi margt fé farizt á 884 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.