Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Page 7
SéS inn Dýrafjörð frá Þingeyri. Lambadalur er innarlega á norðurströnd fjarðarlns.
ur'Su ásáttir um ag hsetta róðrun-
um. Fórum við síðan til' Seyðisfjarð
ar meg færeyskri skútu, en af þeim
var mikið þar um slóðir. Útgérðar-
maðurinn varð að sjálfsögðu sam-
ferða.
Þegar til Seyðisfjarðar kom, út-
vegaði hann okkur pláss í skúr, sem
sjómenn bjuggu í við róðra. Vistin
þarna var ekki góð, því að flestir
okkar höfðu engin peningaráð. —
Höfðuim við fengið lítið útborgað,
en ég minnst, því að ég vildi ekki
eyða sumarkaupinu, heldur ætlaði
ég að færa föður mínum þag sem
minnst skert. Hann var að byggja
hæinn þetta vor og þurfti því aur-
anna með.
Af útgerðarmanninum sáum við
ekkert í tvo eða þrjá daga, eftir að
komið var til Seyðisfjarðar. Svo
kemur hann seint á þriðja degi og
segist nú eiga bágt með að borga
okkur sumarkaupið í bili. Biður okk
ur um einhvern gjaldfrest.
Við vorum liðlegir og góðir strákar,
en maðurinn bar sig illa. Varð það
að samkomulagi að gefa honum
tveggja mánaða gjaldfrest, og var
nýr skriflegur samnlngur gerður þar
um.
Þarna skildu leiðir okkiar félag-
anna. Þeir fóru suður til Vest-
mannaeyja, en ég beið skips, er færi
norður og vestur um land til Dýra-
fjarðar.
Ég átti ekki fyrir fargjaldinu heim,
en var svo heppinn að komast i kola-
vinnu í skipi og fékk 45 krónur fyrir
uppskipunarvinnuna. Þessi vinna
gerði mér fært að borga fargjaldið
heim. En kosturinn varð að vera vatn
og brauð.
Ég keypti mér rúgbrauð á Seyðis-
firði og smjörlíki, og var það
nesti mitt á heimleiðinni, sem tók.
vikutíma með gömlu Esju.
Þegar gjaldfresturinn var liðinn og
ekkert bólaði á kaupgreiðslunni,
fengu Vestmannaeyingarnir lögfræð-
ing til þess að skerast í leikinn:
Fengu þeir honum í hendur skulda-
kröfurnar og greiðslusamninginn, en
hvorugt hafa þeir séð eða heyrt síð-
an, og aurana fengum við aldrei. Svo
fór_ um sjóferð þá.
Ég ætlaði að gera vel og hjálpa
pabba, svo að um munaði, og þess
vegna var ég-ekkert búinn að taka
út af kaupi mínu, 750 krónum, og
fór það því allt. Hinir voru búnir að
taka út 50 krónur hver eða meira.
★
Ekki gafst Steinþór samt alveg upp
vig Austfjarðaróðra, þó að svona illa
tækist til. Næsta sumar reri hann frá
Hafranesi við Fáskrúðsfjörð, ásamt
Magnúsi Guðnasyni frá Lambadal,
upfinningamanninum, sem margir
kannast við. Leigðu þeir út skekktu,
reru tveir á henni og höfðu 1200
krónur hver upp úr sumrinum. Var
þó tabð tregfiski þarna þetta sumar.
Svó byrjar Steinþór að búa á hálf-
um Lambadal ytri á móti föður sín-
um vorið 1930. Fátt átfi hann þá fjár-
muna nema trillubát, sem hann stund
aði sjó á, ásamt búskapnum framan
af. Var hann þá nokkur ár búinn að
ganga með magasár, og varð því að
hætta að stunda sjóinn.
Sjálfur átti hann sex kindur, þegar
hann byrjaði að búa, og faðir hans
gaf honum kú.
Lambadilur var stór jörð, 60
hundruð, og dýrt leigð. Eftirgjaldið
var 12 fjórðungar 'af smjöri og sex
ær, loðnar og lembdar, í fardögum.
Gat hann ekki afl'að svo mikils
smjörs, þar sem fráfærur voru nú að
leggjast niður og engin leið að
mjólka ær lengur. Varð það því að
samkomulagi við jarðareiganda, að
hann greiddi 24 dilka í afgjald í
stað smjörsins og landskuldaránna.
Þessi leigumáti stóð þó stutt, því að
eigandinn fluttist burt úr sveitinni og
seldi jörðina. Keyptl Steinþór hana
þá ásamt Guðmundi bróður sínum.
En jörðin var dýr og kaupin erfið. /
Steinþór hefur búið á hálflendunni
síðan og býr þar enn. Túnið var allt
þýft og sums staðar raklent og því
kalhaatja mlikil, enginn greiðlegur
eða sléttur blettur, nema flatarrenn-
ingar með bæjarlæknum, í kringum
bæinn. Töðufallið var lítið, miðað
við túnstærðina, því að kalið var á
milli þúfnanna og heygæðin lítil.
Engjar voru miklar, en heyið létt-
gæft. Hús á jörðinni voru öll gömul
og léleg, rakir og hálffúnir onoldar-
kofar. Steinþór keypti lítinn bæ, sem
gamall húsmaður hafði átt og búið
í, en þar þá látinn. Bæjarkofi þessi
var timburhús með torfvegg á tvo
vegu, um 8 ál'na langur og 4 álna
breiður. Hann var búinn að búa í
þessum bæ eitt ár, áður en ha’.in tók
jörðina á leigu, og bjó áfram í hon-
um, en byggði þó við hann skúr, þar
til hann reisti íbúðarhúsið fyrfr ein-
um áratugi. Hann fluttist aldrei I
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
895