Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Side 14

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Side 14
náms virðast síðan fáar eða engar nýjar plöntutegundir bætast við ís- lenzku flóruna. Annað skeið frjólínuritanna nefnist birlciskeiðið fyrra. Það hófst, er birki breiddist ört út um land allt fyrir um 9000 árum. Birkiskógur og kjarr þakU fljótlega allt láglendi nema vot- ustu mýrar og flóa. Á þessu skeiði hefur neðra lurkalagið í mörgum ís- lenzkum mómýrum myndazt. Lofts- l'ag mun á þessu skeiði hafa verið þurrt og hlýt-t. Undir lok birkiskeiðs- ins fyrra diyrir um 6000 árum jókst úrkoma eða loftraki til mikilla muna Skógurinn hraktist úr mýrunum. Síð- asta hluta birkiskeiðsins fyrra mætti nefna mýraskeið. Einkennisplanta þess var svarðmosi (Sphagnum). Gró hans eru á svarðmosa- eða mýraskeið inu alla jafna fleiri en frjókorn og gró annarra plantna samanlagt, en nú er hann tæpast gróbær hér á landi. Fyrir um 5000 árum minnkaði úr- koma eða loftraki, svo að birki tók að breiðast út á nýjan leik. Hófst þá birkiskeiðið síðara, og telst þvi ljúka með landnámi. Á tímabilinu 4000— 2500 fyrir okkar daga mun, birki- skógur eða kjarr hafa klætt aílt lág- lend* nema blautustu flóa. Efra lurka lagið í íslenzkum mómýrum er frá þessum tíma. Á þessu tímabili mun veðurfar hafa verið hvað bezt á ís- landi allt frá lokum jökultímans og fram á vora daga. Jöklar voru þá mun minni að flatarmáli en í aag, og margir þeir jökulskallar. sem nú gnæfa við himin, munu vart hafa verið til. Skógarmörk munu aldrei hafa legið hærra á Nútíma en þá. Þau munu að öllum líkindum hafa legið ofan 600 m, en í þeirri hæð eru nú hæstu skógarleifar hér á landi, í Fróðárdal norðan Hvítárvatns Á þessu tímabili mun vart minna en helmingur landsins hafa verið skógi vaxinn og varlega áætlað a. m. k. % hlutar landsins verið grónir. í dag er aðeins tæpur f jórðungur landsins gró- inn og aðeins 1/100 skógi vaxinn Á mörkum bronz- og járnaldar, fyrir 2500 árum, versnaði loftslag hér mjög, sem og um heim ailan, og tók þá að halla undan faeti fyrir birki- skóginum íslenzka. Skógurinn hvarf síðan smám saman úr mýrunum. en starir, engjarós, mjaðjurt og ýmsar aðrar plöntur komu í hans stað. Frjólínuritin Hér að framan hefur verið gerð nokkur grein fyrir breytingum þeim, sem urðu á gróðurfari af völdum loftslags frá lokum jökultímans og fram að landnámi, eins og þær koma fram á frjólínuritunum. Skal nú greint nokkru nánar frá tveim frjó- línuritum, sem unnin hafa verið ur mýrarsniðum í nágrenni tveggja bæja. Þau segja einkar vel gróður- farssögu síðustu 1100 ára. Annað frjólínuritið, sem hér lúrt- ist, er tekið úr mýri rétt austan túns í Skálholti, en hU,t úr Borgarmýri rétt austan Elliðaánjia við Reykjavík. Frjólínuritin sklptast í nokkra dálka. Fyrsti dálkurinn sýnir mógerð mýrarsniðsins, svo og lög af eldfjalla- ösku, sem myndazt hafa við gos í ýms um eldstöðvum, meðan á myndun mó- mýranna stóð. Talið er, að síðan á síðjökultíma séu eldgos hér á landi orðin hátt á annað þúsund talsins. Frá upphafi íslandsbyggðar munu 30 —40 eldstöðvar hafa verið virkar. Gos á sögulegum tíma eru vart færri en 150. Gosin hafa ýmist verið hraun- eða sprengigos eða hvort tveggja. Við sprengigosin hefur gosaskan dreifzt mjög í samræmi við vindátt- ina, sem á var, meðan á gosinu stóð. Sum þessara öskulaga hafa dreifzt yfir stórt svæði og koma að miklu giagni sem einkennislög við ýmiss konar jarðfræðilegar rannsóknir. Mörg öskulaganna, sem eldri eru en frá landnámstíð, ha£a verið aldurs- ákvörðuð með geislavirku kolefni, en hin yngri eftir rituðum heimildum. Einnlg má oft áætla aldur öskulaga með því að rekja þau saman yfir stór svæði og athuga innbyrðis afstöðu þeirra. Þá má og afla nokkurrar vitlneskju um aldur öskulaga með fornleifa- og frjórannsóknum. Öskulagatímabilið, sem Hákon Bjarnason og Sigurður Þórarinsson hófu að safna heimildum að árið 1934, en sá síðarnefndi hefur síðan aukið mjög við (Sigurður Þórarins- son 1944, 1958), auðveldar frjórann. sóknir í íslenzkum mómýrum. Ösku- lögin eru ýmist svört, basaltaska. eða ljós, líparítaska. Neðarlega í línuritinu frá Skálholti, í 120 sm dýpt, er 5 sm þykkt svart öskulag, K, sem líklega hefur mynd- azt í miklu Kötlugosi á mýraskeiðinu fyrir 5000—6000 árum. Þetta öskulag er einnig að finna í Borgarmýrarsnið- inu. Þar er það í 85 em dýpi og að- eins 3 cm að þykkt, enda fjær Kötlu. í Skálholtssniðiinu er þunnt, ljóst öskulag, sem varð td í Heklugosi fyr- ir 4000 árum (H4). Nokkru ofar í báðum sniðunum er annað Ijóst ösilcu- lag, sem myndazt hefur í Heklugosi fyrir 2700 árum (H-1) Þetta Heklu- gos hefur verið mesta sprengigos, sem orðið hefnr hér á landi síðan í lok jökultímans. Öskulagið H3 má finna í mýra- og jarðvegssniðum frá vestai verðu Suðurlandi norður og austur um land, allt til Breiðdals. í 40 sm dýpi í Borgarmýri og 50 sm í Skálholtssniðinu er þunnt öskulag, ljóst að neðan, en dökkt að ofan. Þetta öskulag hefur verið nefnt G eða VII a og b (Sigurður Þórarinsson 1944, 1958). Lagið G mun vera komið frá óþekiktri eldstöð á Torfajökulssvæð- inu. Það má rekja í mýra- og jarð- vegssniðum um vestanvert Suðurland allt til Borgarfjarðar. ÖSkulagið G mun vera myndað á fyrstu öld íslands byggðar. í gegnum bæði frjólínuritin er dregin punktalína, sem sýnir stöðu þessa mikilvæga öskulags. í Skál- holtssniðinu sést aðeins ofan við G ljós öskudreif, sem féll í Heklugos- inu 1104 (H'). en það gos lagði byggð ina í Þjórsárdal og á Hrunamannaaf- rétti í auðn. í Borgarmýri koma tvö þunn svört lög ofan öskulagsins G. Efra öskulagið (R) mun vera myndað í Kötlugosi sköm'mu fyrir 1500. í Skálholti finnst þetta lag eklki, en tvö efstu öskulögin þar eru frá Heklu- gosi 1693 og Kötlugosi 1721. Dálkur A sýnir niðurstöður úr glæð- ingu á mó úr sniðunum. Öskumagn mósins eykst mjög eftir landnám. Orsakir að aukningu öskumagnsins munu einkum vera þær, að uppblást- ur hefur í flestum héruðum byrjað snemma á sögulegum tíma og áfoJrið m. a. setzt fyrir í mýrunum. í Borgar- mýrarsniðinu minnkar öskumagnið nokkuð eftir 1500, en það bendir til þess, að flest holt í nágrenni Reykja- víkur hafi þá þegar verið orðin naer örfoka. Áfok kemur mjög gceinilega fram í mýrasniðum víða um land. Mór myndaður fyrir landnám er venjulega dökkur að lit. en mór myndaður eftir landnám gulleitur, litaður af áfoki. Ifin eiginlegu frjólínurit eru sýnd í dálkunum B, C og D. í dálki B eru sýnd hundraðshlutföll frjókorna hálf- grasa, lyngs og allra annarra frjó korna miðuð við heildartölu allra greindra og talinna frjókorna. Hálf- grös, einkum starir og fífur, eru einkennisjurtir íslenzkra mýra. en lyng, einkum krækiberja og bláberja- lyng. virðist hafa vaxið misjafnlega vel í hinum ýmsu mýrum eða ná- grenni þeirra, þótt staðhættir og aðr- ar aðstæður hafi verið líkar. Þessum tveim frjókornaflokkum er sleppt við útreikning dálkanna C og D. Venju- lega verða Utlar breytingar á hlut- fallstölu hálfgrasafrjóa við landnám-. ið, en frjókornum iyngs fækkar hins vegar alla jafna. í dálkinum C eru sýnd hundraðs- hlutföll víði-, gras- og birkifrjóa svo og heildarhlutföll jurtafrjóa. í dálk- inum D eru síðan sýnd hundraðshlut- föll hinna' einstöku jurtafrjóa. í linuritinu frá Skálholti er birki- hámark 50—60%, á milli öskulaganna H4 og H3, þ. e. fyrir 4000—2500 árum. Síðan fækkar birkifrjóum smám sam- an. unz áhnf landnámsins koma í ljós við öskalagið G, en þá fækkar birkifrjóum skyr.dilega úr 35% og niður fyrir 10%. Hlutfall birkis helzt síðan lítt breytt fram á 17. öld, að birkifrjóum fækkar enn, svo að þau ná ekki 5% efíir það. Fyrir landnám 902 TlllilNN - SUNNUDAGSBLAf)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.