Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Page 17
verða eigi suridurgreind. Við nákvæm-
ar frjórannscknir. sem gerðar hafa
verið í grennd nokkurra bæja hér
sunnanlands. hefur komið í Ijós, að
neðan landtvámsins eru frjókorn af
komstærð miög sjaldgæf, en fjöldi
þeirra eykst skyndilega við landnám-
ið. Það virðist einsætt, að fjölgun
frjókorna af kornstærð bendi til korn-
ræktar. Af þeim tveim frjólínuritum,
sem hér birtí.st, má ráða, að korn
hafi verið ræktað í Skálholti frá upp-
hafi byggðar og fram á 14. eða 15. öld,
og að kornræktartilraunir hafi lík-
lega verið getðar þar í lok 17. aldar.
í næsta oágrenni Borgarmýrar mun
korn hins veger ekki hafa verið rækt-
að að neinu ráði. Af frjólínuritum frá
Bergþórshvoii og Gufunesi virðist
mega draga líkar ályktanir og í Skál-
holti. Við trjórannsóknir, sem Sig-
urður Þórannsson (1944) gerði í sam-
bandi við uppgröft eyðibýlanna
Skallakots hjá Ásólfsstöðum og
Stangar í Þjórsárdal, fannst mikið af
kornfrjói í landnámslaginu. Báðir
þessir bæir ''cru farnir í eyði í byrj-
un 12. aldar. Sigurður telur, að hluti
af kornfrjóinu hafi verið af höfrum,
sem annars er mjög erfitt að greina
frá öðrum friókornum af kornstærð.
Um kornyrkju á íslandi að forriu
hafa margir ritað svo sem Björn M.
Ólsen (1910), Þorvaldur Thoroddsen
(1922), Siguiður Þórarinsson (1944)
og Steindór Steindórsson (1950). Vitn-
i&burð um kornrækt að fornu er að
fá úr íslendingasögum, samtímasög-
um (Sturlunga. Biskupasögur), ann-
álum, fornbréfum, kirkjumáldögum,
örnefnum O'g með fornleifa- og frjó-
rannsóknum, svo sem þegar er getið.
íslendingasögui og örnefni munu
vera sízt þessara heimilda. Af þess-
um heimildum má ráða, að kornrækt
hafi verið stunduð lítið eitt norðan
lands og austan. en verið algeng um
sunnanve-t landið á fyrstu öldum ís-
landsbyggðar Mjög hefur verið far-
ið að draga úr kornyrkju, er kom
fram á 14. öld enda segir Arngrímur
ábóti í Guðmundar sögu, ritaðri um
miðja 14 öid: „Korn vex í fáum
stöðum sunnanlands og eigi nema
bygg“. Kornrækt virðist hafa haldizt
lengst við sui.nanverðan Faxaflóa eða
fram á 16. öld Er þó ber þess að geta,
að hvergi muru viðskipti við útlönd
hafa verig jafngreið og þar, svo að
vel getur verið, að landsetar hafi
goldið SkálhoUsstað, Viðeyjarklaustri
eð'a fógetum a Bessastöðum með inn-
fluttu korni
Við fornle.'fagröft hafa kornleifar
fundizt á tveiro stöðum sunnanlands.
að Bergþórshvoli og Gröf í Öræfum.
Kornleifarnar frá Bergþórshvoli fund-
ust í brunarústum og eru frá fyrri
hluta 11. alda: Kornleifamar að Gröf
fundust i sotnhúsi og eru frá 1362,
en sá bær fór í eyði í Öræfajökuls-
gosinu það ár. Rannsóknir, sem Sturla
Friðriksson (1959, 1960) hefur gert á
kornleifunum frá þessum stöðum,
benda eindregið tU komræktar þar.
Var hér um 4 hliðá bygg (Hordeum
vulgare; að ræða Af þessu má ráða,
að bygg nafr verið ræktað á 11. öld
-á Bergþörshvoli og fram á síðari
hluta 14 aldai í Litlahéraði.
Um orsakir að hnignun og enda-
lokum kornyrkju hér á landi hefur
margt vevið r:tað og margar getgátur
komið fram. Helztu getgáturnar eru
þessar: Hallæri, t. d. svartidauði; óár-
an, svo að úvsæði skorti; breyttir
þjóðfélagshættir, þ. e. skipting jarða
og þar af leiðandi vinnuaflsskortur;
hrakandi verkmennt; breyttir verzl-
unarhættir og síðast en ekki sízt
versnandi ioí'tslag. Af þessum get-
gátum virðast versnandi loftslag og
breyttir verzlunarhættir vera líkleg-
astar orsakir
Lítið' er vitað um loftslagsbreyting
ar á fyrstu öldum íslandsbyggðar og
fram til siðaskipta. Hafís mun hafa
lagzt að landinu nokkrum sirinum en
þó ekki að ráði fyrr en á 16. öld og síð
an margoft næstu aldir. Jöklar munu
þegar á niðö:óum hafa verið teknir
að ganga fram, þótt lítið sé vitað um
breytingar þeirra fyrr en undir lok
17. aldar, er bæina Breiðá og Fjall
tók af vegns lramrásar Breiðamerk-
ursjökuls. Frvógreiningin veitir enga
vitneskju um loftlagsbreytingar á
sögulegum tíma vegna áhrifa manns-
ins á gróðu/farið En þó má ætla,
að skógurinn hafi í fyrstu veitt korn-
yrkjunni skjól fyrir vindi, en vart
mun hitastig hafa breytzt að nokkru
ráði, þótt skógurinn hyrfi
Breyttir verzlunarhættir gætu vel
hafa orð'ið afdrifaríkir fyrir kornvrkj-
una. Almennt mun talið. að kornyrkj-
unni hafi hnignað mest á 14 e^a 15.
öld, en • þyrjun 14. aldar tók að
flytjast héðan skreið í miklum mæli
og hingað út ódýrt korn. Vel má vera,
að íslendmguro hafi þótt hagkvæm-
ara að' skipta á fiski fyrir korn en
basla vig stopula kornyrkju
Kornræktartilráunir hafa gengið
vel hérlendis síðustu áratugina. enda
ólíkar aðstæður nú hvað tækni og
áburð snerti" en fyrr á tímum. Lofts-
lag hefur einnip breytzt mjög til hins
betra, þa𠣓111 af er þessari öld.
Auk korn og líklega grasræktar
hafa íslendingar að fornu reynt að'
rækta ýmsar aðrar nytjajurtir.
Frjókorr: af malurt (Artemisia)
hafa fundizt við nákvæmar frjórann-
sóknir á 4 stöðum, í Gufunesi. Borg-
armýri, Skálholti og á Bergþórshvoli,
en auk þess fsnnst eitt frjókorn af
þessari jurt í landnámslaginu við
Skallakot (Sigurður Þórarinsson
1944). Alls eru fundin á annan tug
malurtarfrjóa við frjórannsóknir hér
á landi. Malurt telst til körfublóma
og vex ekki lengur hér, en telja má
víst, að hún hafi verið ræktuð hér á
landi um margra alda skeið, í Skál-
holti fannst síðasta malurtarfrjóið
milli öskulaganna frá Heklu 1693 og
Kötlu 1721.
Jarðvegssnið. Við hamarshausinn I botni gryfjunnar, eru menjar Kötlugoss fyrir
5000 árum, en við neðri hælinn Heklugoss fyrir 2800 árum. Við efri hælinn er
landnámslagið, og sjást glögg umskipti, er uppblásturinn hefst nokkru síðar. —
Dökka lagið við skófluhaldið stafar frá Heklugosi í lok 14. — /'l!->r Ijós-
myndirnar eru teknar af Þorielfi Ein arssyni.
fÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
905