Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 19
möðru, svo og frjókorna af súruætt, hundasúru og túnsúru, þótt hvor tveggja hafi vaxið hér fyrir landnám. Af illgresi, sem hefur líklega bor- izt hingað til lands með manninum þegar á landnámsöld, í moði, með korni, fræi eða með öðrum farangri, má nefna veg- og haugarfa af hjarta- grasætt, og hlaðarfa (blöðkujurtir af súruætt), enda ber allmikið á frjó- kornum jurta af þessum ættum eftir landnám. Af öðru iUgresi, sem lítið eða ekki gætir í frjólínuritunum, en borizt hefur hingað snemma, mætti nefna hjartaarfa, skurfu og netlu. Eitt frjókora af njóla fannst í Skál- holti frá 18. öld, en líkiega hefur njólinn þó verið kominn hingað fyrr. Frjókorna af sóleyjarætt gætir alla jafna meir fyrir landnám en eftir, enda mun brenaisóley hafa þrifizt vel í skjóli birkiskóganna. í sumum frjólínuritum er þessu þó nokkuð á annan veg farið, svo sem að Berg- þórshvoli, þar sem sóleyjarfrjó nema á sögulegum tíma 20—30% allra frjó- korna. Frjókorna af garðabrúðu gætir víða eftir landnámið, þótt í smáum stíl sé. Hvort þessi blómprúða jurt hafi borizt hingað af tilviljun líkt og sumt af illgresinu eða verið ræktuð til skrauts af „fornkonum*', er erfitt að fullyrða. Vel má það vera, að sama gildi um íslenzku rósirnar, glitrós og þyrnirós, sem vaxa nú villtar á ör- fáum slöðum. Gott dæmi um ræktunarviðleitni á fyrstu öldum íslandsbyggðar er þekkt frá Noregi. Samkvæmt frjórannsókn- um norska grasafræðingsins Knud Fægri má ætla, að beykiskógurinn við Alversund við sunnanverðan Lygrufjörð á Norður-Hörðalandi, norðan Björgvinjan, hafi verið gróð- ursettur á síðari hluta 9. eða á 10. öld. Beykiskógurinn við Alversund er stærsti beykilundur í Vestur-Noregi. Aðrir beyki- og grenilundir vestan- fjalls eru gróðursettir á sfðari öld- um. Greni og beyki komust aldrei af eigin rammleik fyrir Líðandines til Vestur-Noregs. Beykiskógurinn er um 3 km. fyrir utan Seim, Sæheim, en þar var eitt af búum Haralds kon- ungs hárfagra. Þess er getið í Heims- kringlu, að Haraldur hafi setið í Sæ- heimi, er Hákon hinn góði fæddist á hellunni, sem hann lézt á síðar (Há- konarhellu). Hákon var heygður að Sæheimi. Haraldur hárfagri var upp- runninn frá Vestfold við Víkina, mesta beykiskógasvæði Noregs. Knud Fægri telur, að Haraldur eða niðjar hans eða hirðmenn hafi flutt með sér beyki úr heimkynnunum og gróður- sett við Sæheim til skrauts eða nytja. Hérlendis þekkjast engin dæmi skóg- ræktartilrauna að fornu. Frjórannsóknir og saga. Hér að framan hafa verið gerð nokkur skil þeirri sögu, sem frjó- regnið hefur skráð í íslenzkar mó- mýrar öldum og árþúsundum saman. Einkum hefur verið stuðzt við frjó- línurit frá Skálholti og lúr Borgar- mýri við Reykjavík. Skal nú reynt að tengja þessa náttúrufræðilegu sögu hinni almennu sögu þessara tveggja staða. Öskulagið G eða VII a og þ er látið ráða mörkum landnámsins í frjólínu ritunum), en það er myndað við gos á Torfajökulssvæðinu. Rannsóknir Sigurðar Þórarinssonar (1944) sýndu, að öskulagið lá undir rústum eyðibýl- anna í Þjórsárdal, sem fóru í eyði við Heklugosið 1104. Frjórannsóknir Sig- urðar leiddu í Ijós, að lagið Iá rétt neðan við gróðurfarsbreytingar land- námsins. Sigurður ályktaði, að ösku- lagið hefði fallið, áður en byggð hófst í Þjórsárdal, liklega fyrir landnám. Að sömu niðurstöðu komst ég einnig (Þorleifur Einarsson 1961), en síðar hafa verið gerðar nákvæmar frjórann- sóknir á þrem stöðum á dreifingar- svæði öskulagsins G, um suðvestan- vert landið. Þær benda til þess, að gróðursfarsbreyting landnámsins ger- ist á tveim stöðum, í Gufunesi og Borgarmýri, strax ofan lagsins, en á einum stað, í Skálholti, er farið að örla á áhrifum landnámsins undir öskulaginu G. Af þessu mætti álykta, að Skálholt hafi byggzt fyrr en Þjórs- árdalur, Gufunes eða bærinn við Borg- armýri, og einnig að öskulagið G hafi fallið eftir að land tók að byggjast. Landnáma segir, að er Ketilbjörn gamli kom út til íslands, var landið víða byggt við sjó. Ketilbjörn bjó að Mosfelli og nam Grímsnes frá Ilösk- uldslæk, hjá Stóruborg, og Laugardal allan og Biskupstungu upp til Stakks- ár, þ.e. tunguna milli Brúarár og Tungufljóts allt til Neðradals. Teitur hét sonur Ketilbjarnar gamla. Elzta heimildin, Hungurvaka Biskupasögur, Khh. 1858) segir, að hann var sá gæfumaður, að hann byggði þann bæ fyrstur, er í Skála- holti heitir. Landnáma og yngri heim- ildir telja, að Teitur hafi búið í Ilöfða (um 960). Kristnisaga, sem er ung heimild, telur Gizur hvíta son Teits, búa í Höfða, áður en hann gerði bæ í Skálaholti og færði þangað bú sitt. Sonur Gizurar og þriðju konu hans, Þórdísar, systur Skafta lögsögu- manns Þóroddssonar á Hjallá í Ölf- usi, var ísleifur, síðar biskup, fæddur ,um 1006. Gera má ráð fyrir, að Gizur hviti hafi verið á sextugsaldri, er ís- leifur fæddist, og hann sé því fæddur um -miðja 10. öld. Ketilbjörn gamli kom víst seint út. Teitur var elztur barna hans, líklega fæddur 900—915. Sbr. Páll Lýðsson: Upphaf Mosfell- ingagoðorðs, Saga III, 321—27 (1961). Eins og áður segir, benda niður- Blégreslsfrjó, sem varSvtltzt hefur f jörðu i mörg hundruð ir. T t M t N N — SUNNUDAGSBLAÐ 907

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.