Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Qupperneq 24
TYRKJARÁNIÐ er einn eftirminnilcgasti atburður ís-
landssögunnar. Sjórœningjar fri Ncrður-Afríku taka
land, ræna byggðirnar — Grindavík. Vestmannaeyjar,
Berufjörð, Hálsþinghá, Breiðdal — drepa fólk og hafa
á brott með sér á fjórða hundrað manns, sem þeir
hneppa í þrældóm í heimalandl sínu. Fanganna bíða
margvísleg örlög. Margir deyja fljótlega, nokkrir öðlast
frelsi innan skamms, fáeinir hefjast til metorða og
Ioks er dáíítill hópur keyptur úr ánauð að tíu árum
liðnum. Þessi saga öll er rakin í þessari bók, og jafn-
framt er lögð alúð við að gera í stuttu máli grein fyrir
aldarfari og hugsunarhætti fólks á þessum tímum. Hér
er brugðið upp mörgum eftirminnilegum myndum. —
Höfundur þessarar bókar, Jón Helgason ritstjóri, er
þegar landskunnur fyrir bækur sinar svo sem „Öidina
átjándu" og „íslenzkt mannlíf“. Ilalldór Pétursson hef-
„r „Tyrkjaránið".
SETBERG
Tvær merkar bækur
DE GAULL
Saga DE GAULLES er saga Frakklands á þessari öld,
þegar örlagaríkustu atburðir nennar hafa gerzt. Við
fylgjumst með de Gaulle i sífeúdri baráttu hans fyrir
verndun franskra réttinda, og við fylgjumst með honum
á mestu gleðistund lífs hans, signrhátiðinni eftir frelsun
Parísar. Síðan hverfur hann í tólf ár til heimilis síns
í þorpinu Colomey, utangarðs í frönskum stjórnniálum.
En Frakkland þarfnaðist hans a'lur, þegar neyðin var
stærst, — og síðan stendur hann sem stórmenni og for-
ustumaður hinnar nýju Evrópu. — Ævisaga de Gaulles
segir frá miklu hruni, ráðleysi, örvæntingu og glæsileg-
um sigri, viðreisn til valds og virðingar. Hún segir líka
frá sál og tilfinningum hins undariega manns, sem
stundum hefur verið kallaður ráðgátan de Gaulle. Og hér
koma við sögu heimskunnir menn. Stalin, Churehill,
Roosevelt, Krústjoff, Eisenhower, Petain, Laval, Aden-
auer og fjölmargir aðrir. — Hötundur þessarar bókar,
Þorsteinn Thorarensen fréttastjéri, er þekktur fyrir
hinar fjölmörgu greinar sínar af erlendum vettvangi. —
Bókina prýða um 50 Ijósmyndir. Ævisaga de GauIIe er
stórbrotin saga mikilmennis
TYRKJARÁNID
SETBERfí