Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Page 2
GUÐJÓN JÓNSSOH i ÁS1:
Ekki uppi dagamir
Hjá foreldrum mínum, Jóni Eii-
rikssyni og Guðrúnu Filippusdótt-
ur í Bjóluhjáleigu, voru tvær syst
ur lengi vinnukonur, Málfríður
Ólafsdóttir, móð'ir Friðriks Frið-
rikssonar, kaupmanns í Miðkoti
í Þykkvabæ, og Sesselja Ólafs-
dóttir, kona Sigurðar Ólafssonar
í Hábæ í Þykkvabæ.
Á veturna voru þær sína vik-
una hvor í fjósinu, en hina vikuna
tóku þær til í bænurn, sópuðu,
þvoðu gól'f og allan þvott. Að sjálf-
sögðu unnu þær líka ag allri tó-
vinnu, eftir því sem tfcni var til,
því að mikið kapp var lagt á að
nota tímann vel og afkasta sem
mestu, jafnt vetur sem sumar. Það
kostaði mikla ástundun og vand-
virkni a^ vinna vel og koma í flík
öllum fatnaði á fjölmennum heim-
ilum.
Snemma í apríl 1884, á sólbjört-
um degi, var Málfríður að þvo
þvott. Þá voru ekki rafmagns-
þvottavél'arnar til þæginda og
vinnuléttis á heimilunum. Allur
ullarþvottur var þveginn úr þvæli,
keytu, en léreftsþvottur úr sápu
og sódavatni. Allur þvottur var
skolaður, þegar það var hnnt, í
Ytri-Rangá, sem er tær bergvatnsá
og rennur skammt sunnan við bæ-
inn.
Málfríður var búin að láta þvott-
inn í stóran bala, sem Hannes
bróðir minn; hann var tveimur
árum eldri en ég, átti að draga á
smásleða, er við krakkarnir átt-
um, fram að ánni. Hann átti og
að klappa þvottinn hjá Málfríði,
svo að hún yrði fljótari að skola
hann.
Að klappa þvott er að hverfa
eða horfið úr notkun og af at-
hafnasviði nútímans. Klapp var
eitt af sjálfsögðum heimilisáhöld-
um á hverju heimili. Þau voru,
eins og allt annað, nokkuð mis-
munandi að gerð og lögun, þótt
þau gegndu alls staðár sama hlut-
verki. Sumar konur sættu sig við
spýtu, sívala í annan enda en
breiðari í hinn. Aðrar, og þær
voru miklu fleiri, áttu snotur og
vel smíðuð klöpp. Þau voru nálægt
20—22 þumlungar að lengd, með
sívölu handfangi, 5—6 þumlunga
löngu, og hnúð á endanum —
klappið sjálft, 12—14 þumlunga
langt, 4 þumlunga breitt og 3
þumlunga þykkt, ofurlítið kúpt að
neðan. Ajy ofan var oft skorið
fangamark eiganda, ártal og ann-
að útflúr. Með klappinu var þvott-
urinn barinn, þegar verið var að
skola hann. Þajf gerðu unglingar
— það flýtti fyrir.
Ég var að spígspora hjá Mál-
fríði og Hannesi, þegar þau ætl-
uðu af stað með sleðann, og vildi
fara með þeim. Málfríður spyr
mig, hvort hún móðir mín hafi
leyft mér a^ fara með þeim. Ég
fái ekki að fara, nema hún leyfi
mér það. Ég hleyp inn, rek kollinn
inn fyrir baðstofuhurðina og bið
um leyfið. Ég fæ það, og ætla að
þjóta út. Þá kallar móðir mín:
„Ætlarðu ekki að kyssa mig,
áður en þú ferð?“
Það stóð ekki á því, en kossinn
var í stytzta lagi, því ég var hrædd
ur um, að ég missti af samfylgd-
inni.
Svo er haldið af stað. Með okk-
ur var Filippus Ámundason frá
Bjólu. Hann var tveimur árum
eldri en ég.
Rangá hafði verið á þykkum
ísi og var nýbúin að ryðja sig.
Víða voru skarir við ána. Á móts
við Bjólubæ var breið skör og
djúpt við hana. Þar fór Málfríður
að skola þvottinn og Hannes að
klappa hjá henni, en við FUippus
lékum okkur á íshellunni.
Hér verð ég að skjóta inn í dá-
lítilli skýringu.
í Heklugosinu 1846 hálffylltist
Ytri-Rangá af brunnum vikri og
hitnaði svo, að allur silungur
drapst í henni. Faðir minn var þá
sextán ára hjá foreldrum sínum
á Helluvaði. Unglingarnir þar
tíndu hálfsoðna silungana úr vik-
urhrönninni, sem barst upp á ár-
bakkana. Lengi eftir þetta flaut
vikur í ánni. Sum vikurkolin voru
eins og stærsti mannshnefi að
stærð, og þau mátti tálga eins og
krökkunum tilvalið smíðaefni í
leikföng, menn og dýr, og í smá-
báta, stærstu kolin.
Þar sem ég var a^ leika mér
þarna, sé ég stórt vikurkol fljóta
fram með ísskörinni. Ég hlamma
mér á hrammana og ætla að grípa
það ,en gætti þess ekki, að það
var brestur í skörinni, svo ajs hún
brotnaði, og steyptist ég þá á höf-
uðið ofan í hylinn.
Þegar þau hin sjá, hvað skeð
hefur, bregður þeim, og Málfríður
biður guð að hjálpa sér. Þau
horfa þangað, sem ég hvarf sjón-
um þeirra. Eftir skamma stund
sjá þau þó, að ég hef haft enda-
skipti og skaut upp kollinum. Þá
leggst Hannes á skararbarminn,
Filippus heldur í fæturna á hon-
uim og Málfríður í hann. Mér
skaut upp í annað sinn, en Hann-
es náði ekki i mig, og hvarf ég svo
í hylinn. Skömmu síðar skaut mér
upp í þriðja sinn. Þá náði Hannes
í hárlubbann á mér og svo í axl-
irnar og dró mig upp úr. Eitthvað
gusaðist upp úr mér, á meðan ég
stóð á skörinni, og mesta vat'nið
hripaði úr fötum mínum. Svo var
ég leiddur heim, háttaður og
þurrkaður með snörpu handklæði
og látinn í gott sængurrúm.
Égg sofnaði vært eftir baðið og
vaknaði hress og endurnærður
eftir alllangan dúr.
Ég hef oft minnzt þess með
sjál'fum mér, hvað mér leijy vel i
vatninu. Ég fann ekki til ótta eða
hræðslu. Það var einhver höfga-
ró og vellíðan yfir mér. Einu sinni
fálmaði ég upp yfir mig og fann
þá, afí ég snerti eitthvað kalt, sem
hreyfðist og sleppti því þá aftur.
Ég hafði fálmað í ísjaka, sem
flaut með skörinni, sögðu þau,
sem á horfðu. Aldrei hafði ég
fálmað í föstu skörina.
Líka hef ég hugsað um það,
hvernig á því stóð, að mér skaul
alltaf upp ú sama stað, þar sem
ég féll í ána, er varð til þess, að
mér var bjargað frá drukknun.
Mig undrar, að ég skyldi ekki
berast með straumnum eins og
dauðu munirnir, vikurkolið og
jakinn, er ég greip í, og húfupott-
lokið, sem ég hafði á höfðinu, sem
flaut niður ána, og hundur, sem
með okkur var, elti drjúgan spöl.
Ég hef ekki fengig og mun ekki
fá skýringu á því, af hverju ég
flaut ekki með slraumnum.
Var það tilviljun? Voru það for-
lög?
Svo líða nú árin. Ég stálpast, en
stækka heldur seint — er að því
fram undir tvítugsaldur. Ég er lát-
inn smala, fara sendiferðir og
snúast fyrir fullorðna fólkið.
í febrúar, veturinn 1893, var það
dag einn, að úti var norðan frost-
bylur engin stórhríð. Ég fór ekki
út til gegninga, sem ég gerði þó,
Framhald á 94. síSu.
*
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAfl
74