Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Page 3
I HJÖRTUR KRISTMUNDSSON: Lauga gamta Hún Lauga var bæði gömul og grett og geðprýðin eftir því. Hún stoppaði sokka og stagaði skó, er slitnuðu óðar á ný. Oftast hún bölvaði og bað fyrir sér, blessaði og skammaði um leið. En bölvaði hún aðeins, það vissi á vont, þá var hún í alvöru reið. Hún var líka trúuð á vestfirzkan hátt. Þeir Vídalín elska þar. Já, það var nú kjarkur í karli þeim og kjarnyrt „Postillan" var. Það dugir ekki annað, er dimma fer og drauganna eflist lið. Þá brúkaði Lauga hans bitrustu orð og bætti sjálf dáiitlu við. Sjö ára gamall ég sá hana fyrst, það sveitarráðstöfun var, að ég skyldi settur á sama bæ og sitja hjá rollunum þar. Sjálfum fannst mér ei setan löng og sízt of mikið um ró. Eg kindurnar elti um ása og drög, oftast með botnlausa skó. Er kvöldaði rak ég kindurnar heim, þá kynntist ég Laugu fljótt. Hún reif af mér skóna, því skapið var heitt, og skammaðist langt fram á nótt. MeS blóðrisa iljar í bólið ég skreið, hún bölvaði í jötunmóð. Eg kunni að lokum kynlega vel þeim kröftuga vögguóð. Er hallaði sumri og húmaði að, hún hafði á ýmsu gát. Þá tefldi 'ún við drauga — og djöflafans og draugarnir urðu mát. Það er að segja, hún vissi það vel, þeir voru ekki kveðnir í jörð. Hún hugsaði aðeins um herbergið sitt og hélt um það tryggan vörð. Hún kunni svo mögnuð kynjaráð, er klekkti á þeim vættafans. Hún sálma þuldi og sagði þeim að sigla til andskotans. Svo opnaði 'ún hurðina í hálfa gátt og hrækti yfrum til mín, lokaði aftur og signdi sig og seiidist í Vídalín. Mér ógnaði kyngikraftur sá, er kerlingin skerpti sig. En draugarnir hopuðu heldur skammt og hópuðust kringum mig. Þótt læsi ég fimm sinnum „Faðir vor", þeim fækkaði ekki hót. Þeir espuðust bara og yggldu sig og öskruðu í þokkabót. En svó komu jólin, sem færa oss frið, þá fagnaði Lauga og hló. Hún gladdist af fæðingu frelsarans og færði mér nýja skó. Þá fannst mér hún verða fríð og góð, ég frelsarans undraðist mátt, að geta slíkri Gilitrutt gerbreytt á þennan hátt. Hún klappaði jafnvel á kollinn á mér, þá komið var fram á nótt, og nú rak hún draugana alveg út og allt varð svo kyrrt og hljótt. Svo lokaði hún bænum og blessaði um leið en bölvaði ekki neitt. Mér leiddist kyrrðin og líka það, hve Lauga var orðin breytt. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 75

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.