Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Síða 4
i Svíþjóð. Um það vitnar líka hinn kunni byggðarsöngur Vermlands, sem nýtur sömu vinsælda í sveit- um Svíaríkis og byggðarsöngur Sig- urðar á Arnarvatni: „Blessuð sértu sveitin mín“, hér heima á Fróni: „Ack, Vármeland, du sköna, , du hárliga land, du krona bland Svea rikes ! lánder.“ - Hinn mikli og sívaxandi ferða- mannastraumur ber einnig vitni um fegurð og frægð héraðsins. En þar koma líka einnig til greina ýmsir sögufrægir staðir, sem marga fýsir að sjá og kynnast, og siðar verðu^ getið hér að nokkru. Kunnur Vermlendingur sagði við mig eitthvað á þessa leið: „Verm- land er eins og smækkuð mynd af Svíþjcð. Ekkert af héruðum lands- ins sameinar svo mörg einkenni í sænslcri náttúru og þjóðlífi. Nú- tíma tækni og atvinnulíf Svía yfir- leitt á Vermlandi mikið að þakka, og fá héruð sameina betur og geta glöggar sýnt gróna bændamenningu og sænska, nútíma stóriðju. — Sænsk tónlist og skáidskapur eiga líka, — ekki sízt — ýmsar dýpstu rætur sinar i Vermlandi. Þess vegna getum við, Vermlendingar, sagt með góðri samvizku við ykkur út- lendingana, sem langar til að kynn- ast landi okkar: Komið hingað og kynnizt Vermlandi, — þ.á þekkið þið Svíþjóð, — fjölbreytilega nátt- úru hennar, blómstrandi atvinnulíf og heillandi skáldskap: sagnir, ljóð og söngva. En svo vill til, að sum merkustu skáld Svía eru einmitt fædd í Vermlandi og hafa skráð mörg verk sín þar. Sigurður Gunnarsson kennari: FERDAÞÁTTUR FRÁ VERMLANDI Ég átti því láni að fagna í sumar að fá tækifæri til að skjót- ast til Svíþjóðar, um tíu daga skeið, og dvelja í einu fégursta og söguríkasta héraði hennar, Vermlandi. Þótt ég hefði áður ferðazt nokkuð um Svíþjóð og tafið þar um tíma á vissum stöð- um, hreifst ég á ýmsan hátt meira af mörgu, sem ég sá þar og heyrði en annars staðar í því ágæta landi. Ég fell því fyrir þeirri freistni að taka mér penna í hönd og segja með nokkrum orðum frá ýmsu því, sem fyrir augu og eyru bar, meðan ég dvaldi í þessu fagra héraði. Flatarmál Vermlands er rúmlega átján þúsund ferkilómetrar og íbú- ar þess um 330 þúsund. Um það bil einn þriðji hluti þeirra býr i borg- um og bæjum. Miðað við ísland er því mikið þéttbýli í þessu héraði, enda mun margur fús á að una þar ævi sinni. Náttúrufegurð héraðsins er víðfræg, og munu flestir sam- mála um, að hún sé hvergi meirt Það hefur verið sagt með sanni um „hjarta" Vermlands, Fryksdal- inn, að hann sé eina sænska sveit- in, sem hægt sé að fara um með skáldsögu sem ferðahandbók. Frægt skáldverk hefur hafið nafn þessar- ar sveitar yfir aðrar sænskar byggð- ir, og nafn hennar hefur flogið um víða veröld. Lýsing Selmu Lag- erlöf á þessum fagra dai er undur- samlegur óður um náttúrufegurð Vermlands. Þótt sumt af því, sem ég hef hér vitnað til, beri keim af skoðun hins hreykna héraðsbúa, fullyrði ég, á jrundvelli töluverðra kynna, að 76 IMINN - SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.