Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Síða 14
á Örlygsstöðum, og Gissur Þorvalds- son og Kolbeinn ungi taka undir sig ríki Sturlunga allt nema á Vesturlandi. Snorri, Órækja, sonur hans, og Þor- leifuv dveljast í Niðarósi veturinn 1233 —1239 hjá Skúla jarli, sem konungur hafði þá gefið hertoganafn. Þá um haustið spyr konungur þau tíðindi af íslandi, að fallnir séu erindrekar hans. Sturla og Sighvatur. Um vetur- inn sendir hann Skúla þau skilaboð, að þeir íslendingar, er með honum dvelj- ist, fari ekld út. Skúli veitir þeim útfararleyfi eigi að síður, enda hafði hann þá hafið undirróður gegn kon- ungi og var tekinn að undirbúa upp- reisn gegn honum. Er konungur frétt- ir þ?ð, bannar hann þeim að fara. Dr. Jón Jóhannesson segir um það bann i íslendingasögu sinni: ..sendi hann bréf t.il Niðaróss og bannaði þeim að fara Til þess hafði hann rétt um Snorra. sem var honum hand- genginn, og líklegt er, að sama máli hafi gegnt um hina, þótt þess sé hvergi getið. En þeir Snorn fóru eigi að síður með leyfi hertoga Er til íslands kemur, sezt Þorleifur þegar að Görðum og tekur við goðorði sínu. En þremur árum síðar kemur út Þórður kakali Sighvatsson, hirðmaður konungs, og kemst skjótt til valda norðanlands og vestan. Virðist hafa tektzt allsæmileg vinátta með honum og Þorleifi í Görðum, þó að Þorleifur hefði verið lítill vinur sturlu, bróður hans. Arið 1246 heldur Þórður kakali utan, en kemur til íslands aftur að rúmu árl liðnu, og tók hann þá „riki I>orIeifs í Görðum undir sig af konungs valdi, af því að Þorleifur hafði farið út í banni konungs 1239,“ segir í fs- lendinga sögu dr. Jóns Jóhannessonar. Og dr. Jón Jóhannesson segir enn fremur: „Var riki Þorleifs því fyrsta eignin, sem konungur náði undir sig að nafninu til hér á landi, svo að víst sé.‘‘ Slík urðu örlög þeirrar helftar Lundarmannagoðorðs, sem Þórður prestur f Görðum hélt eftir, er hann gaf Snorra, frænda sínum, hlut i riki sínu. AB vísu biðu íslands alls sömu örlög, en þó var það ekki fyrr en 17 árum síðar, að öll goðorð á fslandi höfðu játazt undir yfirráð þess sama kóngs, Hákonar gamla Hákonarsonar. Þorleifur Þórðarson í Görðum lifði ekki þá tíð,, að landið allt lyti hans herra, Hákoni gamla. Hann lézt árið 1257. Aldrei fór hapn utan, eftir heim- för sína í banni konungs 1239, og þó boðaðl konungur hann á sinn fund oftar en einu sinni. En saga hans og ríkis hans, fyrstu eignar Noregskon- ungs á íslandi, er þó eins og smækk- uð örlagasaga þjóðar hans á þessum tíma. Hann hefur gerzt handgenginn erlendum þjóðhöfðingja, hann er einn f þeim flokkinum, sem dr. Jón Jóhannesson nefnir „hirð Hákonar gamla á fslandi", drottinhollusta hans er hollusta og hlýðni við erlendan kóng, en ekki við land og þjóð. Og þótt af ýmsum viðbrögðum hans, eink- um í skiptum við Þorgils skarða, megi ráða, að honum hafi verið konungs- hollustan óljúf, skortir hann skapfestu og styrk til að rísa eindregið gegn valdakröfum konungs. Svo var þeim mörgum farið á þeirri öld. Löngum mun hafa verið prestsetur í Görðum, og hefur margur öndvegis- klerkurinn þjónað Garðaprestakalli. Paðir Böðvars i Görðum, sem áður hefur verið sagt frá, Þórður Skúlason, er þar prestur á öndverðri 12. öld. Hafa afkomendur hans, mann fram af manni, búið l Görðum hátt á aðra öld, en Þórður prestur var langafi Þorleifs þess, er ég hef mest um rætt í spjalli þessu. Annars skortir mjö.g heimildir um Garðapresta fyrir siðaskipti. Ýmislegt bendir þó til, að þá þegar hafi presta- kallið verið talið eftirsóknarvert. Vitað er, að einn Garðaprestur 1 kaþólsku sat ekki í Görðum, heldur í Heynesi, sem er gamall kirkju- og þingstaður skammt fyrir innan Garða. Var það Halldór Loftsson, prófastur, höfðingi mikill og auðmaður, eyfirzkur að ætt og fyrr ráðsmaður Hóiastóls. Halldór er uppi á ofanverðri 14. öld, og benda ýmsar líkur til, að hann hafi látizt í svartadauða 1402. Eftir siðaskipti sátu prestar 1 Görðum til 1886, að undanskildum séra Hann- esi Stephensen, sem þjónaði Garða- prestakalli 1825 til 1856 og sat á Ytra- Hólmi. Brauðið virðist hafa verið eft- irsótt, og sitja þrir biskupsbræður í Görðum með alllöngu millibili þó: Jón Einarsson yngri, bróðir Gizurar bisk- ups Einarssonar, 1559 til 1569, Jón Jónsson, bróðir Steins Hólabiskups, 1684 til 1718. og loks Ólafur Brynjólfs- son, bróðir Halldórs Hólabiskups Brynjólfssonar, 1745 til 1782. Gjöf frá þeim síðastnefnda og konu hans, Guð- rúnu Gisladóttur, eru altarisstjakar tveir, sem á er grafið fangamark þeirra hjóna og ártalið 1749, varðveittir í byggðasafninu í Görðum og standa á altari síðustu kirkjunnar, sem þar stóð. Yfirleitt virðist Garðaprestum hafa búnazt vel, jafnvel á hinum erfiðustu tímum. Þó er þar undantekning frá reglu: Eyjólfur Arnþórsson, sem prest- ur er í Görðum 1598 til 1628 eða 1630, fer þaðan, að því er virðist, örsnauður maður. 16. maí 1630 skipar Oddur bisk- up Einarsson hann á framfæri staðanna vegna „elli, veikleika og fátæktar". Deyr séra Eyjólfur í Skálholti 1635 og hefur verið prestur í Görðum í 38 ár að minnsta kosti. Nú eru bráðum tvær aldir síðan systkin tvö vöppuðu um bæjarhólinn í Görðum á fiferum sumarkvöldum sem þessu. Annað þeirra systkina átti eftir að ala við brjóst sitt eitt öndvegis- skáld 19. aldar á íslandi. Það var hús- freyjan á Bessastöðum, Ingibjörg Jóns- dóttir . Grímssonar, prests í Görðum. Má vera, að henni hafi í elli, er Grímur sonur hennar, var hvað mestur von- arpeningur í augum ráðsettra manna á íslandi, verið tíðlitið yfir sundin til Akrafjalls, þar sem æskuvor hennar hafði liðið í skugga móðuharðindanna. Ef til vill hafa Akrafjall og Skarðs- heiði verið tákn drauma og vona gömlu konunnar á Bessastöðum, draumanna um frama sonarins, sem margir álitu, að fengi vart fótað sig á hálum braut- um Hafnar og yrði aldrei brot úr manni Og víst hafa draumar húsfreyj- unnar gömlu á Bessastöðum rætzt. Um það bil þrem áratugum eftir að þau systkinin, Ingibjörg og Grímur Jónsson, síðar amtmaður, leika bernsku leiki sína í Görðum, slitur þar barns- skónum sá maður, er síðar átti eftir að -verða einn af feðrum íslenzkrar blaðaútgáfu og einn ákveðnasti stuðn- ingsmaður Jóns Sigurðssonar, Svein- björn Hallgrímsson, síðar stofnandi Blýantsteikning af Teigakoti — síðasta torfbænum á Skipaskaga. Hann var riflnn 1943. Meðal síðustu íbúanna í þessum bæ — eða jafnvel síðastlr allra — voru þau Einar Sigurðsson, góður hagyrðingur, og Rósa Ólafsdóttir, kona hans. 86 TfHlNN - SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.