Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Síða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Síða 7
armanns. Og er hann hér með úr sogunni. En íslendingar voru ekki jafnaf- huga námunum og Arnór hélt. Þeir tóku til, þar sem frá var hrofið, þeg- ar stórviðri kosningasennunnar voru gengin niður og uppkastínu hnekkt. Og nú var það Mosfellssveitargullið, sem freistaði manna, því líklegt var talið, að þar væri betri aðstaða. Hannes S. Hansson kaupmaður og Finnur Ólafsson, umboðsmaður í Leith, urðu fljótastir að átta sig. Þeir festu kaup á Miðdal á þrjátíu og sex þúsund krónur með því fororði, að námagröftur þar yrði talinn svara kostnaði, en að öðrum kosti skyldi þau ganga til baka. Hefur Finnur sennilega ætlað að ná samningum við enska iðjuhölda um gullvinnslu í Miðdal. Ekki hafði öllum guillöndum verið ráðstafað, þó að þessi kvöð væri lögð á Miðdal: „Það er ætlun manna, að gulluppgripin séu engin minní í Þormóðsdalslandareign en liðdals megin.“ Sigurður Jósúa Björnsson hafði reynzt þolinmóðari en Arnór Árnason og beðið af sér kosninga- hriðina. Nú gekkst hann fyrir stofn- un fjölmenns félags, sem átti „að rannsaka rækilega þessa Þormóðsdals námu.“ Það nefndist Námafélag ís- lands, og í það gengu hinir gömlu forkólfar Málms — Sturlungar, Björn Kristjánsson, Tryggvi Gunnars son, Sighvatur bankastjóri Bjarnason og margir fleiri: Þar voru og kaup- endur Miðdals og sjálfur Einar Guð- mundsson í Miðdal. Námafélag íslands var þó ekki svo CHR. B. EYJÓL'FSSON — ferðaSlst um landið tll þess að kaupa námaréttlndi og festa jarðeignir, þar sem hann bjóst við, að málmar eða önnur verðmæti leyndust. rembilátt, að það liti einungis við gulli. Það var ekki frábitið því að sinna kolum, enda hafði Sigurður Jósúa einkum hug á þeim. í ársbyrj- un 1909 var byrjað kolanám vestur í Dufansdal við Arnarfjörð, þar sem aðstaða var hæg til útskipunar og vagnar gátu runnið á streng niður í lendingu. Hafði þá þegar verið grafið þar nokkuð í allmyndarlegt surtarbrandslag og talsvert selt af þessu eldsneyti, sem hlaut fremur góða dóma. Námafélag íslands fór ekki óefnilega af stað. X. Hlutabréfið Málmur veslaðist upp. Það varð gjaldþrota árið 1910. Ein- ungis fjórðungur þess hlutafjár, sem það átti að hafa til umráða, hafði innheimzt, og mun þó mörgum hafa þótt nóg um tap sitt. Tuttugu og fimm þúsund krónur voru ekki lítið fé, þegar fimmtíu aurar voru greidd- ir fyrir að kverka og salta síld í tunnu og pundið af grænni olíu- sápu númer eitt kostaði fjórtán aura. En þessi tuttugu og fimm þús- und hrukku ekki einu sinni til — félagið gat ekki borgað bæjarsjóði fjögur hundruð króna skuld, og ís- landsbanki hafði lánað tuttugu og sex þúsund krónur út á verðlitlar eignir þess. Og þar sem ekkert gull var í vændum, varð ólánið ekki um- flúið. Námafélag íslands hjarði aftur á móti. Það hafði keypt námaréttinn í Miðdal á átján þúsund krónur, en skorti fé til viðhlítandi rannsókna. Var lengi leitað hófanna erlendis rneðal peningamanna, að þeir legðu það fram, er til þurfti, svo að geng- ið yrði úr skugga um það, hvort vinnsla borgaði sig. í ársbyrjun 1911 tókust loks þeir samningar við náma- félag í Lundúnum, að það skyldi fá réttindin fyrir hundrað og fimmtíu þúsund krónur, gegn því að það borgaði sjö hundruð sterlingspund það ár og verði tuttugu þúsund pund- um til rannsókna. Þetta námafélag sendi hingað námfræðing, Nichols að nafni, er dvaldist í Miðdal í tvær vikur við áttunda mann. Það virtist vera að komast skriður á málið. En nú höfðu líka fleiri brugðið blundi. íslendingur einn, sem allengi hafði dvalizt erlendis og nefndi sig Chr. B. Eyjólfsson, ljósmyndari að iðn, hafði komið til landsins sumar- ið 1910 á vegum enskra iðjuhölda og haft með sér tvo enska sérfræðinga. Erindið var að sjálfsögðu að leita að nýjum námum, og höfðu þeir fé- lagar með sér utan ýmis sýníshorn, er rannsökuð voru í Englandi. Vet- urinn 1911 kom Chr. B. Eyjólfsson á ný og átti erindi upp að Drag- eyri í Skorradal. Hann hafði feng- ið þaðan sýnishorn úr hinni gömlu kolanámu Þórðar á Leirá, og kvað nú komið upp úr kafinu, að í bik- ARNÓR ÁRNASON — kom tvisvar vestan um haf til þess að forvitnast um Öskjuhiiðargullið og trúði því enda, að gullbreiða væri und- ir höfuðstað landsins. steininum væri kopar að þrjálíu tíl fjörutíu hundraðshlutum og auk þess nokkuð af silfri. Brá Chr. B. Eyjólfs- son sér upp í Skorradal og festi kaup á Merkigili og nokkurri landspildu þar í grennd. Og brátt spurðist það í höfuðstaðnum, að hér var ekki um neina smámuni að ræða: Æöin var að minnsta kosti fjörutíu feta þykk og sums staðar nálega fimmtíu fet og náði frá Skorradalsvathí í gegn- um Skarðsheiði þvera. Þetta var álit- legt, þegar þess var líka gætt, að oft var kopar vinnandi, þótt ekki væru nema 2-3% af honum í berginu. Og nú varð ekki hlé á stórtíðind- um: Útlendingar höfðu fest kaup á námaréttíndum í Rauðukömbum. Námuréttindi í landi Elliðavatns voru seld á sextíu þúsund krónur, Grafar í Mosfellssveit á fimmtíu þúsund, Reykja á hundrað og fimmtíu þús- und. Fleii'i svipaðir samningar munu hafa verið gerðir. Þessi kaup fóru þó fram með þeim hætti, að engin greiðsla var innt af höndum í bráð, og skyldu samningarnir falla sjálf- krafa úr gildi eftir tvö ár, ef kaup- verðið var ekki greitt innan þess tíma, Með þessu voru útlendir menn að tryggja sér námaréttihdi hér, ef svo skyldi fara, að auðugar námur fyndust á hinum næstu misserum, en bjuggu þó svo um hnútana, að litlu var til kostað og unnt að hætta við kaupin, en námavonirnar brygðust. Nokkuð virðast jarðir þær, sem eft- ir var sótzt, hafa verið valdar af handahófi, enda kann að vera, að sumum umboðsmannanna hafi verið Framhald á bls. 957. T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÖ 943

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.