Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 2
Garður í Aðaldal — bær Matthildar Halldórsdóttur. Að höndla litbrigði náttúrunnar Úr Aðaldalshrauni tilStokkhóimsvatna „Sá, sem elskar liti, getur hvar- vetna í náttúrunni fundið gleði og hugsvölun.“ Svo komst húsfreyja norður í Þingeyjarsýslu að orði fyrir mörgum árum: „Hver árstíð hefur sína sérstöku fegurð að bjóða og hver staður, hversu hrjóstrugur og óviðfelldinn sem hann kann að virð- ast í fljótu bragði. Jafnvel leirflög og sandskriður hafa sína litafegurð. Urðir og klettar eiga máske einnig ^itthvað fallegt í fórum sínum, ef vel er að leitað. Þar finnast fagur- lega litar skófir og mosajafninn mjúk ur sem flos og að sama skapi lit- mjúkur.“ Þessi kona gat gilt úr flokki talað um liti — kunnáttusamasta kona samtíðar sinnar um jurtalitun: Matt- hildur Halldórsdóttir í Garði í Aðal- dal, alin upp við litadýrð Mývatns- sveitar. Vissulega hafa íslendingar lengi kunnað að nota jurtir til þess að lita band og flíkur, en glögg og ná- kvæm þekking á því hefur sjálfsagt sjaldnast verið almenningi tilkvæm. Og þegar litarefni tóku að fást í búðum við tiltölulega vægu verði, dvínaði óðum sá siður að nota jurtir til litunar. En fyrst keyrði um þver- bak, .þegar tóvinna lagðist að mestu niður og heimaunnar flíkur gerðust næsta fáséðar. Matthildur hefur sjálf sagt, að sig hafi snemma langað til þess að höndla hina fögru liti náttúrunnar og flytja þá inn í híbýli sín. Hug- ur hennar stóð til þess að verða málari, en slíkri þrá var ungri stúlku næsta torvelt að fullnægja á þeim árum, er hún var að alast upp. En þegar hún tók ung að árum að fást við útsaum, þótti henni oft sem hana vantaði þá liti, er hafa þurfti. Móðir hennar fékkst nokkuð við júrtalitun, helzt úr birkiberki, mosa og sortulyngi. Og sú stur.d rann upp, að Matthildur komst að raun um, að fleiri jurtir mátti nota til litun- ar og ná hinum fjölbreytilegustu og æskilegustu litbrigðum, mildum og mjúkum. Það mun hafa verið í kringum 1915 að hún tók að safna jurtum til muna í þessu skyni. Og þá hófst langvinnt tilraunastarf, tafsamt og torsótt við lök starfsskilyrði. En smám saman lærði hún, hvaða jurta skyldi aflað og hversu með skyldi fara. Æskudraumur hennar rætti:t Hún gat handsamað litskrúð náttúr- unnar og borið það inn til sín og annarra. Þótt henni- auðnaðist ekki að gerast málari, tileinkaði hún sér aðra kunnáttu og kannski fágætari og varð þar fremst íslendinga, er henni voru samtíða. Það var hljótt um þetta sérkenni- lega starf sveitakonunnar þingeysku fyrstu árin. Sjálf hefur hún líka sagt, að sér hafi verið þetta eins konar leikur framan af. En þar kom, að hún hafði náð tökum á viðfangsefn- inu, og á almennri heimilisiðnaðar- sýningu, sem haldin var árið 1921, beindist athygli margra að bandi, sem spunnið var á heimili hennar og litað með jurtum, sem uxu 1 landareign hennar. Þegar fram liðu stundir, varð Matt- hildur þjóðkunn af jurtalitun sinni, enda færðist hún í aukana, lét gera sér sérstakan litunarklefa og tók að efna til jurtalitunarnámskeiða, þar sem allmargar stúlkur kynntust vinnubrögðum hennar. Loks samdi hún dálitla kennslubók þeim til stuðn ings, sem vildu hagnýta sér reynslu hennar í þessu efni. Nú kann einhver að spyrja, hvort jurtalitun sé ekki með öllu úrelt starfsaðferð, er heyri fortiðinni til, þar sem völ sé á nægum litarefn- um, sem búin eru til í verksmiðjum. Vissulega er völ margvíslegra, góðra litarefna. Þó er það svo, að tæpast verður náð jafnfögrum blæbrigðum, og sjálfsagt er kunnátta við jurta- litun og meðferð annarra náttúrlegra lita ein af forsendum þess, að hér dafni listiðnaður, sem byggist á notkun bands. Svo er það í ná- grannalöndum okkar, þar sem list- vefnaður er stundaður, að jafnhliða er lögð mikil áherzla á notkun nátt- úrlegra lita. Listvefarar hafa sam- vinnu við litara, sem láta þeim í té þá liti, sem að er keppt. Þar í löndum eru einnig menn, sem al- kunnir eru sökum leikni sinnar við jurtalitun, rétt eins og Matthildur í Garði varð kunn hér á landi. Henni er engin hneisa gerð, þótt í framhaldi af því, senr hér hefur verið sagt, sé vikið að sænskum lit- ara, Gunnari Beck, og þó að hon- um hafi verið falið að lita band í hin dýrustu listaverk, svo sem mynd- klæði og .glitvefi, sem skreyta eiga sænsk ráðhús, þá má hann líka senni- lega vel við una að vera nefndur í sömu andránni og þessi dóttir Mý- vatnssveitar, sem þreifaði sig áfram af sjálfsdáðum til mikillar kunnáttu. Matthildur stundaði litunarstarf sitt við jaðar Aðaldalshrauns, ekki víðs fjarri Skjálfandafljóti — Gunn- ar Beck hefur aðsetur sitt á sefi grónum bökkum Magelungsvatns í Stokkhólmi. Rjúpan í hrauninu og endurnar í kjarri vöxnu nágrenni þingeysku ánna hafa sennilega verið fuglar Matthildar, en á vatni Gunn- ars Becks synda tamdir svanir. Hann hefur koparpotta sína undir berum himni á vatnsbakkanum á sumrin. Hann sýður gulbrúna liti úr möðru- rótum, brúna liti úr skófum, gráa, græna og gulgræna liti úr lyngi. Sumt, sem hann notar, er komið úr fjarlægum álfum: Skarlatslús frá Mexíkó — það er blaðlús, sem lifir á sumum tegundum kaktusa —. indigó frá Jövu. Og álún og vín- stein, járnvítríól og kopar- vítriól notar hann til undir- búnings. í koparpottunum hans hnappast saman allur blámi Ind- landshafs og gullið glit sólar í nor- rænu landi. 338 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.