Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 11
ur eru frjóastar. Og í hvert skipti hélt hún, að nú hefði hún haft heppn- ina með sér, en alltaf kom hún aftur í næsta mánuði. Ég hefði getað sent hana aftur heim tiKföður hennar, ef ég hefði viljað, og heimtað af honum geiturnar, sem hann fékk fyr- ir hana. Því að hún var óbyrja. En þá sá ég, að ég gat ekki gert henni meiri smán. Ykkur, þessum ungling- um, finnst ekki gott að sofa á stein- gólfi. En sái sem hefur hefnd að rækja, nýtur þar að lokum mikillar gleði — meiri heldur en þótt hann fengi vilja sinn í hrekkleysi. Ég fór að spara. Kona mín kom með maís og baunir og kartöflur handa mér, svo að ég átti launin mín óskert. Og ég • fór (:il móðurbróður mins, sem ekki átti neinn son, og keypti í laumi af honum shamba á öðrum stað í þorpinu. Og svo valdi ég mér nýja konu — hún var þá barn. Ég var far- inn að inna brúðarverðið af hendi löngu áður en hún hafði séð ungl- ið í fyrsta skipti. Ég var ekkert smátækur —, ég fór með tíu geitur til föður hennar. Hann var fátækur, og þess vegna voru honum tengd- irnar ljúfar. Gamla kerlingin mín — hún varð vitlaus að lyktum: Hún hætti að sjá tunglið, og þá hélt hún, að hún væri loks orðin ólétt. En hún varð til athlægis í þorpinu, þegar hún sagði kvenfólkinu þetta. En tunglið, sem hvarf — það birtist ekki aftur að níu mánuðum liðníim eins og hún hafði búizt við, því að það hafði gengið undir fyrir fullt og allt. Þá var kominn tími til þess að krýna telpuna heiðri .sínum og leiða hana fyrir gömlu konuna. Hún fól andlit sitt eins og það hefði verið kveðinn upp yfir henni dauðadómur, svo inni- lega skammaðist hún sín, gamla kon- an mín. „Var þetta ekki of hörð refsing fyr- ir eitt augnatillit?" sagði Wachira. „Nú er þetta augnatillit loks þurrk- að út,“ sagði Kobbi. „Nú lítur hún ekki framar upp á nokkurn mann,“ hvæsti hann. „Hvað varð um manninn?" „Það var annar brúðgumi, sem drap hann. Þannig fer fyrir þessum rauðeygðu óþokkum. Og sá, sem varð honum að bana, var hengdur. Ungu mennirnir kunna ekki að hefna sín. Þið steypið ykkur í glötun. En ég Framhald á 358. síðu. Tf M I N N — SUNNUOAGSBLAÐ 347

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.