Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 6
var, blönduðKst nú sundurleitustu tilfinningar og mynduðu allar sam- an hið furðulegasta tilfinningavið- horf. Ég var innan um alian óhug- inn þakkiátur draugnum fyi’ir vægi- legt gervi og hlæjandi í huganum af glettninni, sem það bar vott um. Draugurinn hafði tekið á sig gervi ungrar stúlku þar á bænum. Auð- vitað rankaði ekki að mér, að það væri stúlkan, ég hefði ekki fyrirfram, mér sjálfum algerlega á óvart, orð- ið bæði magnstola og mállaus, hefði hér ekki verið um raunverulegan draug að ræða. Þegar draugsi er með þessari óskaplegu líðandi hægð kom- inn svo sem alin inn á gólfið, fer hann að líða aftur á bak, unz hurð- in er fallin í stafi. í sömu svipan féllu töfrarnir af mér. Og ég fer að reyna að telja sjálfum mér trú um, að ég hafi fengið martröð. í sömu svifum hafi hundarnir komið við hurðina og af því hafi sprottið þessi „draumur.“ Er minnst varir, er hurð- in þá farin að mjakast upp í annað sinn, en nú var ég viðbúinn og grenjaði umsvifalaust: „Komdu!“ en meinti: „Farðu!" Auk þess var ég að vona, að til mín heyrðist inn í baðstofu og einhver kæmi mér til bjargar. Því var nú samt ekki að heilsa, en hurðin var með dularfull- um hætti þegar fast að stöfum. Enn fer ég að þylja yfir mér endileysuna um martröð og draum. Þá veit ég ekki fyrr til en hvíslað er fast við vinstra eyrað á mér í garalega glettnisfullum karlmannsrómi: „Hvar heldur þú, að ég sé nú?“ Ég þóttist nú sjá fram á, að þörf væri einhverra úrræða, ætti ég að fá svefnfrið og kveikti á olíulampanum og sofnaði því næst tafarlaust, því að ég var ekki smeykur við draug, sem virtist gamansemin og góðlyndið uppmálað. Það logaði á lampanum, er ég vakn- aði um morguninn' og bar það því vitni, að ekki hefði draugagangurinn verið neinar draumfarir. Ég hef einu sinni talað við dáinn kunningja minn um hábjartan dag á mótum Miklubrautar og Löngu- hlíðar — líklega, þegar hann var ný- skilinn við, ég vissi ekki til, að hann lægi sjúkur og því síður, að hann væri dáinn. Einn, sem ég hef jarð- að, gekk sjálfur með í líkfylgdinni. Og einu sinni sá ég í afgreiðslusal pósthússins hérna mann, sem ég vissi, að var dáinn. Ekkja hans var þar stödd, en ekki virtist hinn fram- liðni gefa henni neinn gaum. Ann- ars er ég gersneyddur ófreskigáfum. En einu sinni, er ég var að skrifa húskveðju nóttina fyrir jarðarför í stofu heimilis hins framliðna, sem hafði verið mikils virt vinnukona þriggja kynslóða sama heimilis, við- hafði ég ummæli af tagi, sem ég annars aldrei kom nálægt f útfarar- ræðum mínum. Ég gat þess, að mér kæmi það ekki á óvart, þó að þetta áhugaríka dyggðahjú væri ekki enn með öllu búið að yfirgefa heimilið. Er ég hafði lokið setningunni, kvað tafarlaust við bylmingshnefahögg í borðið, sem ég var að skrifa við. Ég tók það sem staðfestingu um- mæla minna og hélt áfram hinn ánægðasti. — Þú minntist áðan á, að þú haf- ir alltaf verið trúaður. Þú hefur ver- ið ungur að aldri, þegar fór að bera á þeirri tilhneigingu? — Ég var snemma trúaður. Þegar ég var átta ára að aldri, var ég mesti áflogakragi og kom oft seinna heim á kvöldin en móðir mín vildi og þá ósjaldan með einhverjar skemmdir fata. Var móðir mín orð- in háifráðalaus með mig og tekin að beita mig hörðu í hvert skipti, er svo bar undir. Svo rak að því, að ég kom enn seinna heim en nokkru sinni fyrr, og auk þess voru fataskemmdir með versta móti. Kveið ég nú fyrir heimkomunni og tók það til ráðs að biðja guð að láta mömmu taka mér vel. Mamma átti til ákaflega mikla og fagra ástúð. Hennar fékk ég að njóta í ríkum mæli í þetta sinn. Síðan hef ég öðru hverju þreifað á álíka ótvíræðri bæn- heyrslu og haft öruggar sagnir um hið sama hjá öðrum, að ekki sé far- ið út í bænir stærri í sniðum og reynsluna af þeim. Mér hefur verið gefið svo mikið um dagana, að ég mætti telja mig mjög mikinn gæfu- mann, ef ekki hallaði svo ískyggi- lega á mig í viðskiptunum. — Nú hefur þú fengizt við athug- anir á uppruna íslendinga. Að hvaða niðurstöðu hefur þú komizt um það efni? • — Þegar ég vorið 1960 hafði les- ið bók Barða Guðmundssonar, Upp- runa íslendinga, var kviknaður í mér óslökkvandi þorsti að fá að vita meira um það efni. Barði hafði með rannsóknum íslenzkra heimilda leitt það í ljós, að landnámsmenn höfðu í Noregi haft menningarlega og þjóð- ernislega sérstöðu, og varla verður annað sagt, en að Sigurður Nordal gefi óbeint þeirri skoðun byr í segl- in með framsetningu sinni í fslenzkri menningu. Síðan hef ég varið svo að segja öllum frístundum mínum — en þær hafa verið margar — til að lesa bækur og ritgerðir um norræna og samgermanska fornfræði í þeirri von að hafa sína ögnina úr hverri til samsetningar kerfis, er sýndi feril forfeðra landnámsmanna. Að sjálfsögðu byrjaði ég á því að reyna að kynna mér, hvort Norð- menn sjálfir segðu eitthvað um, að á suður- og vesturströndum Noregs hefði verið fjölmenni með menning- arlega og þjóðemislega sérstöðu, seinna innflutt til Noregs en ánn- að fólk þar. Og auðvitað bj'rjaði ég á Shetelig, sérfræðingnum í forn- leifafræði þessara svæða Noregs, fræg asta fornleifafræðingi Norðmanna. Það kom í ljós, að allsherjarniður- staða hans af rannsóknum sínum var sú, að frá því á ofanverðri fjórðu öld fram á sjöttu öld hefði orðið mikill fólksflutningur úr suðlægara og menningarmeira landi til þessara svæða Noregs, og hefði það fólk ráð- ið þar ríkjum allt fram á daga Haralds hárfagra, en beðið endan- legan ósigur fyrir honum í Ilafurs- fjarðarorrustu. Sýnilegt þótti mér, að Shetelig héldi fólk þetta komið úr Danmörku og vera af þjóðerni Engla, en hvergi segir hann þetta berum orðum. Ýmsir af mikilvirtustu fornleifa- fræðingum og sagnfræðingum Norð- manna hafa tekið meira og minna undir þetta með Shetelig og stutt það sjálfstæðum rannsóknum, og einnig hafa kenningar þessar hlotið beinan og óbeinan stuðning fræði- manna í hinum Norðurlöndunum, og hefur rúnafræðingurinn frægi, von Friesen, lagt þar einna mest bein- línis til málanna, en kunnasti forn- leifafræðingur Dana, núlifandi, Jó- hannes Bröndsted, hefur raunar með óbeinum hætti stutt þessa kenningu ekki síður. Andmæli hefur þessi kenning ekki hlotið með neinum rökum, er ég geti séð, að séu þungvæg. Og hef ég ekki getað varizt því að finnast það skína í gegn, að þau andmæli séu einkum af þjóðernismetnaðarrótum runnin. En sem kunnugt er, gætir mjög slíkra hvata í ritum sagnfræðinga og ann- arra fræðimanna. Það eru margir tugir — ef til vill yfir hundrað — bækur og rit- gerðir, sem ég hef kynnt mér á þess- um vegum. Og ég hef komizt að niðurstöðu: Þetta innflutta fólk, sem norsku fornfræðingarnir tala um, hefur sama sem allt komið úr Dan- mörku — um sömu mundir (og litlu seinna) og margir fluttu úr Dan- mörku til Englands — Englarnir. Flest þessara innflytjenda til Noregs voru Englar úr Danmörku. Hins veg- ar var forystulið þess af öðru þjóð- erni. Það er nokkurn veginn samróma álit fornfræðinga, að á fyrstu öldun- um eftir Krists burð hafi fólk af þjóð þeirri, sem Erúlar eða Herúlar voru nefndir í grískum og Iatnesk- um ritum þeirra tíma, átt heimaiand í Danmörku og ráðið það ríkjum. Er- úlar (Herúlar) hinna klassísku (og haTfklassísku) rita voru ein af þjóð- flutningaþjóðunum, sú þeirra, er iang bezt hélt við germanskri hefð og allramest orð gat sér fyrir her- mennsku. Þeir birtast fyrst á himnj sögunnar líkt og halastjarna árið 267 og eru þá orðnir svo öflugt víkinga- veldi á Svartahafi, Grikklandshafi og norðausturhluta Miðjarðarhafs, að TÍtMNN - STWMinr»/\GSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.