Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 20
hlutann, mörg eða fá, allt eftir stærð afbrotsins. Svo var það dag nokkurn kom mandaríninn og gaf í skyn, að við ættum að flytja föt okkar um borð í stóran, kínverskan bát, sem væri bund inn niðri við ströndina. Við héldum, að nú ætti að reka okkur burt, og við urðum í senn hryggir og glaðir. Við höfðum þegar eytt mörgum dög- um í landi án þess, að nokkur breyt- ing yrði á högum okkar, og við vihlum því gjarnan komast burt frá Kínverjunum, sem ekki var aA treysta og höfðu ekki gott orð á sé'r. Við urðum hryggir af því, að í ijós kom, að báturinn hriplak. Ekki reyndist það tilgangur mandarínans að láta okkur sigla okkar sjó, heldur áttum við að búa í bátnum, sem lá við stjóra skammt undan landi. Við komum okkur eins vel fyrir og hægt var um borð. Yfir siglutréð, sem lá eftir bátnum endilöngum og hvíldi á stoðum, var breitt afturseglið af Hamillu og þakið með mottum, svo að þarna var nokkurn veginn vatns- helt tjald. Við fengum motturnar hjá Kóreubúum, sem ég kalla ekki lengur Kínverja, því að þessar þjóð- ir eru afarólíkir. Kóreumenn eru elskulegt fólk, en Kínverjar eru óþjóðalýður. Skipstjórinn og kona hans höfðu afturhluta bátsins, sem skilinn var frá með tjaldi. Hér eydd- um við mörgum dögum og leið vel. Við fengum daglega mat, og mat- sveinninn mallaði í skipsbátnum, sem var bundinn aftan í. Hamilla var enn á sama stað, full af sjó, en í heilu lagi. Við fórum daglega um borð og sóttum ýmislegt, einkum nýja segl- dúka, sem við saumuðum okkur bux- ur úr. Sjötta og sjöunda september var hvass álandsvindur, og þá var mikið brim í flóanum. Á tveimur dögum brotnaði Hamilla í spón, svo að ekki var tangur né tetur eftir af henni. Áttunda september var aftur komið gott veður. Við skemmtum okkur eins og við gátum við að róa árabátunum, synda í sjónum og sauma buxur. Þessi dagur var merki- legur fyrir það, að kona skipstjór- ans eignaðist dóttur. Það gekk allt svo hljótt, að við höfðum varla hug- mynd um neitt, fyrr en skipstjór- inn sagði okkur tíðindin og við drukkum saman eitt glas til að, árna nýfædda barninu heilla. Níundi og tíundi voru eins og aðrir dagar, þar til undir kvöld hinn tíunda, sem var sunnudagur, að fór að hvessa af landi með hellirigningu. Böndin, sem héldu skipinu, fóru að slitna. Lands- menn færðu okkur ný bönd (þau eru úr strái og því ekki sterk) og buðust til að flytja okkur í land, en skipstjórinn vildi það ekki. Hann hefur ekki talið hættuna svo mikla, að nauðsynlegt væri að leggja slíka ferð á konuna og barnið. Seglagerð- armaðurinn, piltur að nafni Júlíus, og ég vorum við gæzlu á síðustu strengjunum, slökuðu og tókum í á víxl eftir þörfum. Við vorum svo önnum kafnir, að við tókum ekki strax eftir, að allt var orðið hljótt í kringum okkur. Þegar við gættum að, voru allir hinir komnir í skips- bátinn. „Eru allir þér?“ heyrði ég spurt þar. „Nei, bíðið, það eru þrír eftir," kallaði ég. Ég hljóp og kall- aði til hinna, en um leið og við kom- um aftur í, slitnaði fangalínan frá skipsbátnum. „Hjálp, hjálp," hrópuð- um við, og nú sáu þeir okkur, en það var útilokað að koma okkur til hjálpar í þessu brimi. Við sáum strax, að engan tíma mátti missa og hófumst þegar handa. Tveir losuðu seglið, en hinn þriðji fór að ausa. Við fleygðum öllu lauslegu fyrir borð, kistum, kössum og krúsum, til að létta bátinn Við jusum alla nótt- ina og gerðum aldrei meira en fimm mínútna hlé á og gátum þannig með naumindum haldið dallinum á floti. Enginn okkar gleymir nokkru sinni þessari nótt. Það var engin von um hjálp, hvorki frá skipsbátnum né úr landi, þar sem heimamenn höfðu kveikt bál, svo að neistaflugið lagði yfir höfuð okkar. Umhverfis bálið voru mörg hundruð hvítklæddra vera, sem horfðu til okkar, hrópuðu og blésu í lúðra. Skipsbáturinn hvarf smátt og smátt, bálin slokknuðu, all- ir kaðlar voru löngu slitnir og far- kost okkar rak á haf út. Undir morg- un skánaði veðrið, en hvað gátum við gert? Við vorum langt frá landi, höfðum hvorki árar, segl, siglutré né stýri, því að siglutréð, sem lá eftir endilöngu skipinu, var of þungt fyrir okkur. Við fundum eitthvað til að þétta bátinn með, svo að nóg var að ausa aðra hverja klukkustund, meira að segja þurftum við ekki að ausa nema t.visvar á dag síðustu dag- ana. Við töldum víst, að þeir, sem á skipsbátnum voru, myndu leita okkar og skimuðum í allar átt- ir eftir honum, en sáum ekkert. Við töldum því víst, að hann hefði far- izt í ofviðrinu. Okkur fór að langa í eitthvað að borða og drekka, en sá- um okkur til skelfingar, að við höfð um kastað heilum kassa af víni fyrir borð. Matarbirgðirnar voru tveir pokar af brauði, ein krús með svo- litlum kandís, tíu eða tólf flöskur af þurrmjólk, ein lítil krús af hind- berjamauki og fjórði hluti úr flösku af Rínarvíni. Þegar við vorum bún- ir að borða, ákváðum við að reyna að búa til nokkrar árar. Við bjuggum til þrjár og rerum með þeim í fjóra tíma, en þungur og klunnalegur far- kosturinn hreyfðist varla úr stað, svo að við gáfumst upp. Efst í reiðann höfðum við sett fána, svo að skip sæju betur til okkar. Fyrir hádeg- ið á þriðjudag sáum við tvo smábáta, sem sigldu svo nærri okkur, að kasta hefði mátt steini á milli, en okkur var ekki bjargað, þrátt fyrir bænir okkar. Þetta urðu mikil vonbrigði. Margir dagar liðu, ótti og von skipt ist á. Stundum vorum við svo nærri ströndinni, að við höfðum von um, að okkur ræki í land, en það brást alltaf. Við kvöldumst af þorsta, en höfðum ekkert að drekká nema salt vatn, sem við blöndpðum með svo litlum sykri. Ég veiddi einu sinni tvo sroáfiska á gaffal, sem ég batt á prik, og við átum þá strax hráa. Sunnudaginn eftir að okkur rak frá landi, fengum við heilan bolla af regnvatni hver. Það bragðaðist dá- samlega, en var því miður of lítið fyrir skrælþurra góma okkar. Sykur- inn var búinn, og við blönduðum saltvatnið með þurrmjólk, en bragð- ið var verra við það, ef það gat þá versnað. Við drukkum eins lítið og við gátum, en þó vorum við stundum svo illa haldnir af þorsta, að við gleyptum óhemju af saltvatni, sem hafði í för með sér ofsaleg uppköst. Við Júlíus skemmtum okkur með- an kraftar entust við að synda í sjónum, og við töluðum oft um, að ættum við eftir að farast, þá yrði það að vera að degi til, svo að við gætum horft hvor á annan synda, Við óttuðumst alls ekki dauðann. Ég fann oft löngun til að stökkva út- byrðis og synda innan um alla smá- fiskana, sem sveimuðu kringum bát- inn. Þegar við höfðum synt, snyrtum við okkur reglulega vel. Við vorum orðnir hégómlegir um útlit okkar vegna þess, að við höfðum ekkert annað við tímann að gera. Við greiddum okkur, burstuðum tenn- urnar og spegluðum okkur í áttkönt- uðu gleri. Þegar því var lokið, lögð- umst við niður hlið við hlið og skröf- uðum saman, mest um félaga okkar og um ástvini okkar heima, og við töluðum líka oft um, hve mikið við skyldum drekka af öli, mjólk og víni, þegar við kæmum heim, og bjugg- um til í huganum hinar furðuleg- ustu samsetningar af drykkjum, sem við töldum, að hlytu að bragðast framúrskarandi vel. Seglagerðamað- urinn var kjarklausari, hann tók ekki þátt í samræðum okkar og synti ekki með okkur. Síðustu dagana urðum við að láta okkur nægja að ausa vatni hver yfir annan, því að við höfðum ekki orku til að synda. Húðin á okkur varð þurr við þessi síendurteknu böð, en við smurðum okkur með olíu, sem við fundum í skipinu, og það gerði okkur gott Við höfðum klukku skipstjórans til þess að vita, hvað tímanum leið, og við borðuðum máltiðir á ákveðnum tímum. Fyrir og eftir hverja máltíð lásum við kafla úr Nýja testamentinu, og það hughreysti okkur og hressti, og ég 356 T f M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.