Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 21
er viss um, að án þess hefðum vlð misst kjarkinn. Það dró af okkur smátt og smátt, og við höfðum varla afl til að lyfta vatnsílátunum út fyr- ir borðstokkinn, þegar við jusum á okkur vatninu, og varirnar voru sprungnar af þurrki. Á morgnana flýttum við okkur að áttavitanum til að sleikja döggina af glerinu. Einn síðustu dagana fundum við lítinn poka með grjónum, og við höfðum eldspýtur, járnplötu og kaffikönnu, í stuttu máli allt, sem þarf til að elda ágætis saltan vatnsgraut, sem við. gát- um komið niður, meðan hann var volgur. Loks fór að rigna föstudag- inn tuttugasta og annan september, okkur til mikillar gleði. Með aðstoð olíujakka, regnhlífar og segldúks gát- um við safnað i nokkur ílát vatni, og ég veit ekki, hve mikið við drukkum þar fyrir utan, en það var áreiðanlega töluvert. Það hélt áfram að rigna allan laugardaginn, og um kvöldið skriðum við undir eins kon- ar milliþilfar, sem var í bátnum, breiddum öll blautu fötin yfir okkur, því að þurr höfðum við engin, og sofnuðum þétt saman. Seglagerðar- maðurinn var síðast að ausa, og Júlí- us átti að taka við. Hann var varla kominn upp, þegar hann hrópaði, að við værum fast uppi við land. Við hinir vorum fljótir upp. Reyndar vor- um við fast uppi við land, milli ótrú- legra margra skerja, og bátinn rak stöðugt nær, milli boðanna, sem braut á, þar til allt stóð fast. Við mældum dýpið, sem reyndist vera eitt fet og fórum svo strax i land. Ég get ekki lýst gleði okkar, þegar við höfðum aftur fast land undir fótum, og við byrjuðum á að þakka guði björgun okkar. Klukkan gat verið um eitt að nóttu, niða- myrkur og rigning. Þegar við gerð- um okkur Ijóst, að við gætum verið lentir á eyðieyju, sóttum við brauð- pokana okkar. Við vorum reyndar orðnir svo máttfarnir, að við loftuð- um varla pokunum, sem aðeins voru þó hálfir. í dögun fórum við lengra upp í landið og komum brátt að þorpi, þar sem okkur var tekið afar vel í fyrsta húsi, sem við komum að. Hér vorum við í þrjár vikur og náð- um nokkurn veginn fyiri kröftum okkar. Ég hef gleymt að segja, að það var Kóreuströnd, sem við vorum strandaðir á í annað sinn, en þessi staður var margar mílur frá þeim, þar sem Hamilla strandaði. Fimmtánda október komu þrír mandarínar, sem sendir voru frá konungi til að sækja okkur. Áð- ur en við lögðum af stað, var allt skrifað niður, sem við höfðum með- ferðis úr bátnum og var eign ýmissa af áhöfn Hamillu. Við vorum born- ir í burðarstólum eins og manda- rínarnir, sem voru á eftir okkur, og höfðu fylgdarlið, sem söng þeim til heiðurs. Um kvöldið var stanzað í þorpi, og við héldum, að haldið yrði áfram daginn eftir, en það varð ekki fyrr en fimmta nóvember. Við feng- um enga skýringu á þessu, en við komumst að raun um það síðar. Allan þann tíma vorum við með mandarína, sem hét Muntjangoann- adi, indælum manni, sem fór með okkur eins og bræður sína. Hann hafði gaman af að læra dönsku og kenndi okkur orð úr sínu móður- máli í staðinn, svo að við gátum bráðlega gert okkur skiljanlega. Við fengum ný föt, sem komu sér vel, því að, ef satt skal segja, vorum við því nær uppétnir af óværu, sem leggst þarna bæði á háa og lága. Við héldum ferð okkar áfram á hestum fimmta nóvember. Við fórum daglega þrjár og fjórar mílur og komum hinn nítjánda í bæ, sem var ekki fjarri höfuðstað konungsins. Hans hátign sendi okkur ný föt, sem voru eins og hin, treyja og buxur með því sniði, sem þarna tíðkaðist, og þar sem tekið var að kólna í veðri, fengum við líka síða loðfrakka og þar að auki pípur, tóbak, greiður og blævængi. Hér skildi Muntjangoann- adi við okkur. Þegar hann kvaddi, sagði hann: „Oluf O . . . ég herbergi fara, þú föður móður fara, ekki gleyma Muntjangoannadi." Ég lof- aði auðvitað að gleyma honum ekki, enda væri það ekki auðvelt, því að hann var framúrskarandi elskulegur maður, sem við áttum mikið að þakka. Eftir þetta fengum við nýjan mandarina til fvlgdar því nær fjórða hvern dag. Nú var tekið að kólna í veðri, og okkur var kalt. Hinn fimmta desember komum við til síðasta áfangastaðar í Kóreu, eftir að hafa farið eftir henni endilangri. Hér urð- um við að vera til þrettánda janúar okkur til sárra vonbrigða. Við kom- umst nú að raun um ástæðuna til þessarar tafar eins og hinnar fyrri. Konungurinn í Kóreu er skattskyld- ur keisaranum i Kína og skyldi skatt- urinn greiðast einu sinni á ári. Við áttum að fylgjast með skattinum og urðum því að bíða þar til hann var sendur af stað. Okkur leiddist auðvit- að hræðilega þennan tíma, oge ink- um voru jólin löng. En við því var ekk ert að gera. Það var elskulegt fólk. sem við vorum hjá, og brátt gát- um við talað við alla, einkum einn, sem við kölluðum „litla Danann.“ Eftir ósk mandarínans teiknaði ég heimskort á pappírsörk fyrir þá til að sýna þeim, hvar Danmörk ^væri. Þeir furðuðu sig stórlega á þvi, hve Kórea var lítil á kortinu. Daginn fvr- ir burtför okkar bauð hann okkur heim til sín og gæddi okkur á kök- um, víni og ávöxtum. Hann spurði, hvort við hefðum verið ánægð- ir þennan tíma. „Vel borða, vel drekka, vel sofa?“ spurði hann. Ég þakkaði honum fyrir dvölina hjl honum, og fyrir fötin, sem hann gaf okkur, og hann svaraði með því að óska okkur góðrar ferðar. „Litli Dan- inn“ túlkaði allt fyrir okkur. Loks kom skattheimtumaðurinn með fjöl- mennt vopnað fylgdarlið, og burtför var ákveðin næsta morgun. Eftir að hafa farið yfir ísilagða á, sem var á landamærunum, vorum við um mið- degisbil á kínversku landi, þar sem leið lá áfram um auðnina. Næsta dag komum við til kínversks bæjar, og vorum þar afhentir kínverskum yfir- völdum, sem tóku okkur allt annað en vel, Kóreumönnunum til mikillar furðu. Föt okkar voru afhent Kín- verjum í okkar viðurvist, og nú önn- uðust þeir för okkar um „hið him- neska ríki.“ Alls staðar var illa far- ið með okkur, fæði var lélegt, hús- næðið hefði helzt hæft svínum, en þó var þetta verst í bæ, sem við komum til tuttugasta og annan janúar, og urðum nauðugir viljugir að vera þar tólf daga. Þótt nóg væri til af brauði fengum við ekkert af því, heldur fengum við tvisvar á dag rauðleitan velling með nokkrum grænum bitum í. Dag nokkurn sögðu þeir okkur, að föt okkar og peningar hefðu brunnið, með öðrum orðum, þeir höfðu stolið þessu. Nú, við kærð- um okkur kollótta, ef við aðeins vor- um sjálfir óhultir. Við fórum nú að óttast um endalokin, því að hver dagurinn leið af öðrum, án þess að við heyrðum nokkuð um, hvað við okkur yrði gert. Þá kom gestgjafi okkar dag nokkurn og sagði, að tveir Englendingar væru komnir til bæjarins. Við leituðum þá strax uppi, og korn þá í ljós, að þeir voru á ferð þarna inni í land- inu sér til skemmtunar. Þeir urðu mjög undrandi við að sjá okkur, en tóku okkur strax að sér, og fimmta febrúar vfirgáfum við bæinn í fylgd með þeim. Leiðin lá nú suður á bóg- inn, og eftir að hafa farið hundrað og tuttugu enskar mílui’, komum við tíunda febrúar til Nýja-Chwang, nyrztu hafnar í Kína, þar sem Evrópumenn er að finna. Við fengum dálítið af fötum hjá íbúum bæjarins, en ræðismaðurinn vildi ekkert sinna okkur og þar sem sigl- ingar lágu niðri vegna ísa, ákváðum við Júlíus að ráða okkur á hafn- sögubát, sem við fengum atvinnu við að standsetja og reiðabúa í bili. Undir marzlok leysti ísinn og hafn- sögustörfin byrjuðu, en ég varð brátt leiður á þeim, og þriðja apríl fór ég um borð í danska briggskipið „Jo- hanne“ . .. J. Hafst. enctursagði. r 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 357

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.