Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 16
Hallgrímur frá Ljárskógum: Við sögunnar lindir Höfundur þessa kvæðis, Hallgrímur Jóns- son frá Ljárskógum í Dalasýslu, póstmeist- ari og simstjóri í Búðardal, er löngu kunn- ur fyrir kvæði sín og lausavísur. Kvæði það, er hér birtist, er nokkurra ára gam- alt, upphaflega samið tíl flutnings á bænda- hátíð Dalamanna, sem árlega er haldin í héraðinu. En þótt kvæðið sé afmarkað og staðbundið við Dalina á það eigi að síður heima hvar sem er á okkar kæru sögueyju. Haligrímur frá Ljárskógum Við sögunnar lindir. Við sögunnar síungu lindir vér sitjum að töfrandi veigum og njótum þess fulls, sem skenkt er á skálar, og skin hins liðna vér teygum. Eldar frá íslenzkum sögum, eldar frá skáldanna brögum, birta oss innsýn í aldanna geymdir og ylinn frá liðnum dögum. Við gamlaða götuslóða vér gistum með spurn í sinni, og fyrndin, aldanna fótatak, birtist — frjó eru sögunnar kynni. í hlýju frá horfnum glóðum vér hyggjum að fornum sjóðum og tengjumst kyngi í lífi og litum — þar logar í gömlum hlóðum. í Ijósi og skugga hins liðna vér leitum til mæðra og feðra og sjáum tapleik og sigur þeirra í siglingu ýmissa veðra. Harmsögur huga vorn þyngja, hetjanna sagnir oss yngja, en kærleikans hljómar um konur og ástir kliðmjúkt í vitund syngja. Við strendur og dati vér dveljum og dáum afdanna Ijóma. Við lítið garðbrot frá grónum rústum gamlar dalvísur hljóma. Og bændur og húsfreyjur bæinn byggja í dal og við sæinn, en árdagsins reykur liður um loftið og leikur við morgunblæinn. Hér amstraði ungur sem gamall á erfiðum frumbyggjans vegi við áhyggjur bóndans og uppskerugleði og útsýn að nýjum degi. Margur i bökkum barðist og í barningi lífsins marðist, en þrátt fyrir mislyndi íslenzkra átta ávallt til þrautar varðist. Og svipmyndir birtast úr sögum og sýnir frá gulnuðum blöðum, sveinar og meyjar, löngu liðin, lýsa frá fjöldans röðum. En — D a I a n n a dætur og synir, dáðríkir, kynbornir hlynir, standa oss nær en nokkuð annað — nákomnir frændur, vinir. Vér dáum djúpúðga Auði, er Dalina árla byggði og færði þrælunum frelsi og lendur og frama héraðsins tryggði — kristin í huga og hætti, höfðingi í lund og mætti. Auðar göfgi og aðall kristni er ofið úr sama þætti. Vér lítum Guðrúnu á Laugum, leiksopp á harmsins bárum. Vér hyllum í aðdáun Ólöfu ríku er afsagði fró — í tárum. Og Þorgerður kærleik — og kulda, er krafði um greiðslu skulda, vér minnumsf — og hins, að orku Egils hún átti í fylgsnum duida. 352 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.