Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 13
Sjálfur höfuðpaurinn, Mansfeld-Biillner, var skreyttur heiðursmerkjum, rétt eins og bramaflöskurnar hans. Yfirskegg sitt sneri hann vandlega að hætti fyrirmanna á þeirri tjð. Atlir gátu séð, að þetta var ekki dáðlaus kuklari. og löðuðu þá að sér. Fólk með melt- ingartruflanir taldi í sig dropana á kvöldin, og Gunna á Hóli og Árni á Brekku sögðu kunningjunum það, hve undurgott sér yrði af þejm. Þannig vann braminn sinn fyrsta sig- ur til líknar þessari þjóð. En bramaævintýrið á íslandi er lítilf jörlegt 'í samanburði við stór- merkin utan lands. Hver þjóðin af annarri hneig að þessari heilsulind, og í kringum 1880 keypti Mansfeld- Bullner hluta félaga síns í fyrirtæk- inu á fjörutíu og fimm þúsund krón- ur. Nokkrum árum síðar voru árs- tekjur hans orðnar hundrað þúsund krónur. í Danmörku var braminn á hvers manns vörum í orði og athöfn, og Biillner orti eða fékk menn til þess að yrkja um hann gleðivísur og fagnaðarsöngva, sem skotið var — gegn hæfilegu gjaldi — inn milli þátta, þegar skemmtileikir voru sýndir í Kaupmannahöfn og öðrum dönskum borgum. V. Bullner auðnaðist þó ekki að lifa í náðum. Svo var mál með vexti, að ekki svo fáir menn í Danmörku höfðu tekið að sinna þeirri háleitu köllun að bæta heilsufar þjóðanna. Einn þeirra hét C.A.Nissen og var ekki af verri endanum. Sjálfur kvaðst hann hafa hafið feril sinn sem endurlausnari heilsuveilla manna árið 1872. Segir þó fátt af því, hvaða ávexti góður vilji hans bar fyrstu árin. En árið 1876 var Nissen þessi orðinn hvorki meira né minna en efnafræðilegur fabrikant á Jótlandi, og streymdi þaðan frá honum heilsudrykkur sá, er nefnd- ist Parísarbitter, og fylgdi vottorð doktors eins, Jensens að nafni, um ágæti hans. Var heilsulyf þetta svo úr garði gert, að það mátti drekka óblandað, og kostaði potturinn hálfa aðra krónu. Máttu það heita reyfara- kaup á bitter, sem kenndur var við sjálfa París. Nú vill það löngum við brenna, að nokkur eljurígur verði milli manna, sem hafa verið til þess hlut- skiptis kallaðir að bjarga löndum og þjóðum, einkum ef þröngsetin eru beitilöndin. Og svo fór einnig hér. Biillner og aðrir handhafar elix- íra litu hinn efnafræðilega fabrik- ant illu auga, og svo báglega tókst til að Parísarbitterinn, svo góður sem hann hefur vafalaust verið, náði ekki hylli fólks. En C.A. Nissen var eng- inn veifiskati. Hann flutti sig um set til Kaupmannahafnar og hófst handa um að sjóða nýjan lífsvekj- ara. Hann nefndist bramalífsessens. Var hann miklum mun sterkari en Parísarbitterinn og skyldi blandaður og þynntur til mikilla muna, áður en hans væri neytt. r í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ C.A.Nissen fékk sér þessu næst litlar flöskur undir þennan kjarn- mikla vökva, harla líkar bramaflösk- um Bullners, límdi á þær fallegan miða með fjórum verðlaunapening- um og tveimur goðbornum verum, Herkúlesi og gyðjunni Hygeiu. Loks var verkið kórónað með því að setja grænt lákk á stútana: Nýr brami var kominn til sögunnar. og kostaði flaskan eina krónur og þrjátíu og fimm aura — fimmtán aurum minna en flaskan af bramalífs-elixírnum Fylgdi hverri flösku nákvæmur leið- arvísir, þar sem beim er essensins neyttu, var heitið mikilli sæld, þegar á sínum jarðlífsdögum. Þessu til stað festu var meðal annars vottorð dokt- oi's Jensens um Parísarbitter- inn, undanfara bramalífsessensins. En það lagði Nissen mönnum ríkt á minni að varast eftirlíkingar. Það var sem sé á þessu sviði sem öðrum, að fjandinn gat brugðið í skínandi skrúða englanna. Þessi nýi brami rataði fljótlega leiðina til íslands. Það var engu lík- ara en hann ætlaði að leggja undir sig heiminn. En Mansfeld-Biillner er var ekki þannig skapi farinn, að hann léti orrustulaust af hendi þau lönd, sem braminn hans hafði sigrað. Hann haslaði sér völl á síðum íslenx.ku blaðanna, sem vitanlega voru honum ekki síður liðsinnandi en leikhús- mennirnir dönsku. Svo stóð á, að um þetta leyti hafði íslenzkur lögfi'æðingur í Kaupmanna- höfn, Björn. Bjarnarson, stofnað bókmenntatímarit, sem hann nefndi Heimdall. Það átti að rýðja nýjum og betri bókmenntasmekk brautina, og ungir stúdentar birtu i því kvæði sín, skrifuðu í það sögur og þýddu handa því sögur ýmissa höfuðskálda álfunnar. Það hafði komið út nokkrum sinnum, er Biiliner lagði til atlögu við Nissen, og eft il vill hefur útgefandi verið kominn í nokkrar -fjárkröggur. Og nú gerðu þeir eins konar bandalag með sér, iðjuhöldurinn, sem lét svo annt um heilsufar íslendinga, og ungu menn- irnir, sem vildu hi’essa upp á sálina. Fyrstu tvær bramaauglýsingarnar, sem Biillner birti í Heimdalli vor- mánuðina 1884, létu ekki mikið yfir sér. En síðan hljóp í þær vöxtur: Þetta urðu heilsíðuauglýsingar. Og þegar ungu mennirnir höfðu áttað sig nægjanlega á því, hversu fágæt- um manni þeir höfðu kynnzt, þar ■J49

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.