Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 4
/ Séra Björn O. Björnsson hefur fengizt við það nokkur undanfarin ár að rannsaka uppruna íslendinga og komizt þar að allnýstárlegri nið- urstöðu. Hér segir séra Björn frá þeim athugunum sínum ásamt ýmsu fleira. Við biðjum séra Björn að segja fyrst eitthvað frá ætt sinni og upp- runa. - Ég er fæddur 1 Kaupmanna höfn, en fluttist með foreldrum mín- um til Akureyrar, þegar ég var á sjöunda ári. Þau voru bæði Hún- vetningar. Á leiðinni þangað komum við snöggvast við á Seyðisfirði Ann- ar þeirra, sem reru okkur milli skips og lands, var Guðbrandur Magnússon, þá prentiðnarnemi hjá Skafta Jósepssyni. Síðan hefur alltaf verið góður kunningsskapur með okk ur. Ég var töluvert herskár á þeim árum, en taiaði stundum spaugilega íslenzku. Ein af minningum mínum frá fyrstu vikunum á Akureyri er sú, að ég óð fram og aftur milli stráka og hákyrjaði í sífellu: „Viltu koma í lemjastríð. lemjastríð. lemja stríð?“ Ég fluttist fimmtán ára frá Akur- eyri til að fara í fjórða bekk mennta- skólans i Reykjavík. Þegar ég var nýlega orðinn fjórtán ára, ummynd- aðist ein jafnaldra mín fyrir augun- uro á mér og tók að Ijóma eins og sól. Það er hið eftirminnilegasta, sem fyrir mig kom seinni ár mín í þeirri Akureyrardvöl. — Hvað er þér minnisstæðast í.á námsárum þínum? — Ég varð stúdent átján ára og fluttist á sama ári til Kaupmanna- hafnar og las náttúrufræði og ianda- fræði við háskólann þar og bjó á Garði. Næsta sumar, 1914. fór ég á norrænt stúdentamót í Finnlandi, einn íslenzkra stúdenta, og fékk heim boð víðs vegar frá, og varð það til þess, að ég lenti þar í byrjun fyrri heimsstyrjaldar. Var ég þá að því kominn að reyna að ganga norður allt Finnland til Svíþjóðar, því að járnbrautirnar voru nokkra daga ein- okaðar af rússneska hernum. Fór ég því á járnbrautarstöðina aftur til að skoða vegakortið, svo sem hálftíma eftir að mér hafði verið sagt þar, að ekkert væri vitað um, hvenær næsta ferð yrði fyrir almenning. Nú var þar biðröð út á götu. Ég setti mig aftan í hana, en mundi þá eftir, , að ferðataskan mín var í gistihús- inu, en lestin átti að leggja af stað undir eins og farmiðarnir væru seld- ir. Ég sendi strák eftir töskunni og greiddi honum fyrirfram. Hann kom ekki aftur. Þá varð ég að sleppa stað mínum í röðinni og fara sjálf- ur. Eftir tíu mínútur var ég kom- inn aftur og varð þá að gera mér að góðu að vera svo sem tvö hundruð mönnum aftar en ég hafði verið. Ég var einhver sá síðasti, er farmiða fékk. En þegar ég hafði verið dá- litla stund á ferðinni, varð ég þess var, áð hvarvetna í vagninum, sem var einn salur, voru menn að segja: „Njet — njet — -njet — njet — njet!“ Ég varð gagntekinn af ótta um, ao ég væri á leiðinni til Rúss- lands, en það kom upp úr kafinu. að einhvers staðar norður af Heis- ingfors mundu leiðir skiljast Rússar færu þá til austsuðausturs, en við hin- ir til norðvesturs. Á þeirri leið komst ég í tvö mjög ónotaleg ævintýri, annað auk þess mjög sérkennilegt. Spölurinn yfir Iandamærin lá yfir ófær mýrarfen á hundrað eða tvö hundruð metra brúarskrifli, sem skalf og nötraði undan gangandi fólki. Seinni hluta dagsins, er við fórum sjóleiðis til næstu járnbraut- arstöðvar í Svíþjóð, komst ég í þriðja ónotaiega ævintýrið og það fjórða í Sundsvall (ef ég man rétt). Eftir það fór ég á tveimur sólarhringuni eftir endilangri Svíþjóð. Næsta vetur stóð ég í ströngu að stofna deild meðal Hafnarstúdenta í Norræna stúdentasambandinu. Eftir töluverð átök í gamla stúdentafélag- inu var stofnað nýtt. sem gerðist deild í sambandinu. Meðal virkrg félagsmanna voru Sigfús Blöndal orðabókarhöfundur og Sigurður Nor- dal, sem báðir voru í stjórninni. Meðal annarra helztu áhugamanna félagsins mætti telja Helga Hermann Eiríksson og Steinþór Guðmundsson, er stofnaði skömmu síðar sambands- deild i Reykjavík. Enn fremur Svein Jónsson skálda, sem Þórbergur Þórð- arson helgar sérstakan kapítula i íslenzkum aðli. Félag þetta reyndist mjög lífríkt þau ár, sem ég var því samtíða. Norræna stúdentasambandið hafði verið stofnað á mótinu í Finnlandi, og hafði íslendingum ekki verið ætl- uð sjálfstæð þátttaka, en ég féki því með góðra manna hjálp tii veg- ar komið, að íslenzkum stúdentum var í lögum sambandsins ætluð sams konar sjálfstæð hlutdeild og stúdent- um annarra Norðurlanda. Sænsku Finnlendingarnir voru allir með okk- ur — þeir finnsku áttu enga hlut- deild. Hinar þjóðirnar voru allar skiptar. Bezti stuðningsmaður okkar var aðalleiðtogi dönsku stúdent- anna, Christian Lambæk. Hins vegar var Ole Björn Kraft á móti okkur þá, en gerðist stuðningsmaður okkar í handritamálinu, er hann var orð- inn utanríkismálaráðherra. Ég tók fyrra hluta „skólaembættis- prófs" í náttúrufræði, með öðrum orðum skólakennarapróf í eðlisfræði og efnafræði, en hætti skömmu síðar náminu og sneri mér að guðfræði. — Hver voru tildrög þess, að þú lagðir náttúrufræðina á hilluna og fórst að gefa þig að guðfræði? — Ári áður hafði ég legið á berkla spítala í mánuð til rannsóknar — var víst með byrjandi berklabólgu 1 lunga. Móðir mín kom því lil Kaup- mannahafnar til að hugsa um mig, en ég fluttist út af Garði. Ákaflega kært var með okkur móður minni. í lok vorsins sagði mér læknir nokk- ur afdráttarlaust, að hún væri með magakrabba. Það var mér þungt áfall. Þegar mamma var komin á spítala til nánari rannsóknar, of- kældist ég í steypibaði utan heimilis, og komst ekki inn, er heim kom, hafði gleymt skelliláslyklinum inni. Það var ekki fyrr en undir nótt, að ég komst inn og þá með aðstoð lög- reglunnar. Þá var ég, að mér fannst, orðinn fárveikur. Eg bar nokkuð gott skynbragð á þetta, þvi að ég 340 X I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.