Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 14
sem Biillner var, sáu þeir, að ekki mátti minna vera en þeir birtu ævi- sögu hans. Þar með fylgdi forkunn- argóð mynd af kempunni, skrýddri nokkrum heiðursmerkjum. Þetta var ekki gert út í biáinn, því að ævisagan var lærdómsrík. Hún sýndi íslend- ingum. „hvernig einstakir menn með framkvæmdasemi og hagsýni geta komizt áfram, þótt með litlum efnum sé í fyrstu.“ Auk þess spillti það ekki, að „herra Mansfeld- Búllner" var „maður allkunnugur á Islandi af bitterefni því, brama-lífs- elixír, sem hann síðustu árin hefur selt þar.“ Glögg grein var gerð fyrir nafni þessara kjörveiga: „Brama er æðsti guð Inda, skapari heims ins og lífgjafi, og nafnið þýðir þvi lífgjafarans lífdrykkur." Svo harl hafði Búllner lagt að sér, þegai hann hóf bramasuðuna, að hann dró „jafn vel við sjálfan sig til þess að geta haft vöru sína góða.“ Og að sjálf sögðu var þess getið, að bæjarfógeta dóttirin, kona Finns Magnússonar, ,hefði verið frænka Búllners, og loks var að því vikið, að hann væri skáld og hefði enda gefið út ijóðabók. Ekki ^auðnaðist Heimdalli þó að styðja við bakið á BúIIner til lang- frama. Útgáfa ritsins féll niður. En til síðustu stundar var Heimdallur bramanum trúr. VI. Allar voru auglýsingai þær, sem Búllner birti í Heimdalli og blöðum þeim, er gefin voru út á íslandi, voru með föðurlegum heilræðablæ. En Nissen, sem einfaldlega var nefndur „kaupmaður nokkur í Kaupmanna- höfn,“ fékk heldur siæma einkunn. Honum var borið á brýn, að mark mið hans væri ekki annað en leita sér ávinnings og hefði hann í því' skyni gripið til þess óþokkabragðs að líkja eftir lífselixírnum Lýsti BúIIner, sem kvaðst einn búa til „inn ekta, verðlaunaða brama-lífs- elixír,“ heiðurspeningana á flöskum Nissens falspeninga, essensinn fals- vökva og leiðarvísinn ,,að efni eftir rit af okkar Ieiðarvísi.“ Það var ekki tiltökumál, þótt Búllner notaði tækifærið til þess að hrósa hinum margreynda elixír sín um að makleikum, minna á heiðurs- peningana; er hann hafði verið sæmd ur, ófalsaða með öllu, og tefla fram „vísindalegum ritlingum dr. med. Alex Groyens,“ sem hann lofaði, að framvegis skyldu fylgja hverju glasi — ókeypis meira að segja. Og að lokum kastaði hann út mörsiðrinu. hinni ægilegustu storkun í garð Nis- sens og bramans hans: „Bragðið þessa eftirlíkingu, og þá munu menn sjálfir þegar komast að raun um, að 'hún er ekki bramabitt- er og getur ekki haft þá ágætu eig inleika, sem gert hafa vöru vora svo fræga.“ C.A. Nissen lét þennan herra ekki eiga inni hjá sér. Hann sigldi full- um seglum yfir síður blaðanna í kjölfar óvinar síns: „Ég hef orðið þess vís, að Mans- feld-Búllner og Lassen hafa sent ís- lendingum aðvörun í fimmta tölu- blaði myndablaðsins Heimdalls og leyft sér að reyna að vekja van- traust hjá þeim á hinum eina ekta bramalífsessens, að líkindum í von um, að ég mundi ei fá vitneskju um það; . . . Það er eins og herra Búllner sé það áskapað að fara með missagnir. Hvort hann vantar vit eða vilja til þess að finna sannleikann, skal ég láta ósagt. Þar sem hann minnist á mig sem „kaupmann nokkurn í Kaup mannahöfn,“ þá skal ég gefa hon- um þá upplýsingu, að min borgara- Iega staða er efnafræðilegur fabrik- ant ... Það er alkunnugt, að maðurinn hefur fimin skilningarvit. En hversu mörg þeir Mansfeld-Búllnei og Las- sen kunna að luma á, veit ég ekki. Manntetrin hljóta að hafa annað- hvort fleiri eða færri en aðrir menn. Að öðrum kosti fæ ég ekki skilið, hvernig þeir hafa getað komizt að þeirri niðurstöðu, að minn brama- lífsessens sé eftirlíking bitters þeirra. Full sönnun þess, að því er eigi svo varið, er það, að flöskur þær, sem ég brúka, bera nafn mitt upphleyptu letri á hliðinni, til þess að þeim verði eigi ruglað saman við vöru þeirra félags. Auk þess eru þeir svo djarfir að segja í draumórum sínum, að ég stæli miða þeirra. Eins og fólk geti eigi séð muninn á mínum miða með tveimur goðamyndum, sem eiga að tákna heilsufar og hraust- leika, og bláu Ijónunum og gullnu hönunum hans Búllners. Það þarf þó meira en meðalillgirni til að láta sér sýnast Herkúles líkjast haria eða heilbrigðisgyðjan bláu ljóni.“ Loks bar Nissen það á fjendur sína, að þeir okruðu á íslendingum — seldu þeim elixírinn fimmtán aur um dýrara hvert glas en Dönum. Það þótti honum Ijót fjárplógsstarf- semi: „Hvaða ástæða er til þess, að íslendingar borgi meira en aðrir?“ Þannig héldu blöðin áfram aö berg mála sannleiksraust hinna efnafræði- legu fabrikanta í Kaupmannahöfn Seint á engjaslætti 1884 fluttu land póstarnir bændum og búaliði nýja ádrepu, er stefnt var gegn Nissen. Var þar allmjög um það dylgjað, að hann þætti ekki slíkur garpur við Eyrarsund sem hann lézt vera úti á Islandi: „Skyldu ekki einhverjir menn, 'er viðskipti eiga við menn í Kaupmanna höfn, spyrja sig fyrir um bitterbúð- ina hans Nissens? Oss þætti gaman að því, ef þeir kynnu að geta spurt hana uppi. Fyrir oss og öllum mönn- um hér hefur honum tekizt að halda huliðshjálmi yfir henni og efnafræði- legu fabrikkunni sinni hingað til. Þar þykir oss herra Nissen hafa orðið mislagðar hendur og tekizt slysalega til, er hann hefur klínt á þennan nýja tilbúning sinn læknis- vottorði frá einhverjum hómópata Jensen, sem 8. maí 1876 er gefið um Parísarbitterinn hans, sem hann þá bjó til í Randers, úr því að hann nú, 1884, stendur fast á því, að brama-lífs-essens sinn með þessu Parísarvottorði ekki sé Parísarbitt- er. Oss finnst þetta benda á, að herra Nissen sé ekki svo sýtinn, þótt smá- vegis sé ekki sem nákvæmast, ef lipurt er sagt frá. Það væri annars ekki ófróðlegt að vita, hvaða gaman herra Nissen hef- ur af því að vera að krota þessa fjóra óekta heiðurspeninga á miðana sína. En það fer oss fjarri að vilja vera eltast eður eyða orðum við mann, sem oft þarf að bregða sér bæjarleið frá braut sannleikans. " Við vitum óglöggt, hvaða ba-jar- leiðir C.A. Nissen kann að hafa þurft að bregða sér um þessar mund- ir. Efnafræðilegur fabrikant í Kaup- mannahöfn hefur án efa haft í mörg horn að Iíta. En einhvern veginn atvikaðist það svo, að hann slíðraði sverð sitt, þessi óskmögur sjálfs Her- kúlesar, og Búllner hrósaði sigri með hana sinn og ljón. Og sú sveit lét kné fylgja kviði. Mánuð eftir mán- uð birtust auglýsingarnar, Nissen og essensinum hans til niðrunar. Eink- um var þar mjög beitt vottorði læknisins Melchiors, sem bar sig svo mannalega, að íslendingar gátu tæp lega fengið sig til þess að skipa hon- um á bekk með hómópatanum Jen- sen. Melchior þessi sagði það hisp- urslaust, að hann hefði rannsakað bramalífsessensinn og fundið hann léttvægan, „óekta“ og ólíkan elixír. „Þar eð ég um mörg ár hef haft tækifæri til að sjá áhrif ýmissa bitt- era, en jafnan komizt að raun um, að brama-lífs-elixír frá Mansfeld- Búllner & Lessen er kostabeztur," sagði Melchior, „get ég eigi nógsam- lega mælt fram með honum einum.“ Þetta voru mikilvæg orð af munni annars eins manns. En ekki hrundu þó múrarnir um Teríkó eftirlíking- anna til grunna á einum degi fyrir lúðrum Melchiors og gali gullna han- ans. Það er jafnvel ástæða til þess að ætla, að eitthvað af íslendingum hafi í Iaumi haldið áfram að leita halds og trausts hjá Herkúlesi eða öðrum falsguðum, því að veturinn 1885 sá Búllner enn ástæðu til þess að birta í íslenzku blöðunum yfir- lýsingu, undirritaða af fjölda manna í einhverju dönsku þorpi, þar sem mælt var með elixírnum „sem sann- arlega heilsusamlegum bitter,“ en varað jafn sterklega við öðrum lífs- vekjurum: „Við undirskrifaðir álítum það 35r 1ÍMINN- SUNNUDAGSBLAÐ,

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.