Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 15
GRETAR FELLS: Þeir segja... Þeir segja, að aðeins einu sinni gist hafi guð vorn gamta heim. En þér ég segi, að þú skait eigi taka í mál að trúa þeim. Guð hefur alltaf, alltaf verið, heimsins ásýnd, heimsins sál, birzt sem fegurð, birzt sem máttur, talað vizkunnar tungumál. Hann er allra heima sjóli. Hann þvi einan hylla skalt. Hann er ei frá heimi greindur. Hann er Lífið — Hann er Allt! Hann er mildin, mjúk sem blómið. Hann er viljans harða stál. Hann er djúpið dularfulla Hann er þögnin í þinni sál. i skyldu vora að biiðja almenning að gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eftirlíkingum á brama-lífs- elixír herranna Mansfeld-Bullner og Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaup- manna hefur á boðstólum . . .“ Þarna kvöddu sér sýnilega hljóðs hugsandi menn með rika ábyrgðar- tilfinningu og sanna umhyggju fyr- ir meðborgurum sínum. Biillner efndi líka það, sem hann hafði heitið, að láta vísindarit sín um bramann fylgja hverju glasi. Bæk- lingur var þýddur og prentaður á íslenzku: „Brama-lífs-elixír, visinda- lega dæmt af dr. med. Alex Groyen.“ Þessi bæklingur var svo litskrúðug- ur, að annað eins hafði tæplega sézt á fslandi í þann tíð — augnayndi að sinu leyti eins og glasamiðarnir. Mest var þó vert um efni hans. Dr. med. Alex Groyen var ekki myrkur í máli um bramann: „Sæll er sá maður, sem gripur í tíma til þessa læknismeðals." Lýsti hann ræki lega margvíslegum sjúkdómum, sem hrjá mannskepnuna, skelfilegum af- leiðingum þeirra og dásamlegum áhrifum bramans, sem væri „í raun réttri einhver hin stórkostlegasta upp fundning á seinni tímum.“ Hann var hvorki meira né minna en „höfuðlyf, sem mannkynið um ókomnar aldir mun eftir sækjast, og þúsund hjörtu . . fyllast þakklæti við það fyrir endurfengna heilsu." Hugsazt gat. að einhverjum þætti djúpt tekið árinni. En við lestur bæklingsins hlutu þeir þó að komast ,að raun um annað. Þar voru tiJ dæmis meðal margs annars þessar setningar: „Það má fremur öllum öðrum lyfjum koma í veg fyrir jómfrúgulu og gagns- leysi á karlmönnum . . . Við nautn þess eykst öllum líkamanum styrk- leiki og stinnleikur, sálargáfunar verða fjörugri og næmari, og pvi fylgir og glaðværði hugdirfð og starf- fýst.“ Á eftir þessum visindaiega dómí dr. med. Groyens komu svo „visinda- leg, læknisfræðileg vottorð og viður- kenningar." Eitt þeirra undirritaði „dr. Jóhannes Múller heilbrigðisráð í Berlín, riddari af hinni hertoga- legu, saxnesku Ernestínuorðu, sæmd- ur medalíum fyrir vísindalegan dugn að af konungunum í Wurtemberg og i Hannóver, hertoganum af Anhalt- Sonderhausen, félagsmaður i átján vísinda- og lærðum félögum í Evrópu." Annar, sem mjög kom þarna við sögu, var Melchior sá, sem áður er getið. Eftir þetta þurftu íslendingar sannarlega ekki að efast. I'eim hafði ekki skjátlazt, er þeir veittu bram- anum viðtöku, bæði greitt íg þakk- samlega. r 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 351

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.