Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 3
Gunnar Beck dregur hespur upp úr litabaðinu í koparpotti sínum fylgjast með árangrinum- gömul og lífsreynd álft hefur gengið á land til þess að Meðal listvefara þeirra, sem fá lit á bandið sitt hjá Gunnari Beck, er Hjördís Jansson — eiginkonan. Sjálf- ur hefur hann líka lært vefnað, enda telur hann nauðsynlegt, að lit- arinn kunni að minnsta kosti nokk- ur skil á meðhöndlun bandsins, eftir að það féT frá honum. Annars var hann farmaður á æskuárum og flækt- ist þá víða um heim. Og líkt og lit- irnir í Mývatnssveit heilluðu Matt- hildi í Garði, þegar hún var telpa heima á Kálfaströnd, er það birtumis- munurinn á blæbrigðum Ijóssins í þeim löndum, er hann hefur komið í, sem honum er minnisstæðastur irá ferðum sínum. Enn harmar hann, gð hann skyldi aldrei koma til Jövu, Balí og Tælands, þar sem mestu litunarmeistarar heims ala aldur sinn. Því að þar býst hann við, að birtan sé gædd dásamlegu eðli, sem hafi orkað á fólkið og knúð snill- ingana- til hinnar mestu fullkomn- unar. Það er margt, sem góður litari verður að vita. Hann þarf ekki ein- ungis að vita, hvaða jurtir hann á að nota og hversu lengi skal sjóða þær. Hann verður líka helzt að vita, hvaðan þær eru og á hvaða tíma árs þær eru teknar. Litarefnin í þeim eru ekki ævinlega jafnmikil: Jþess vegna þarf mismikið af þeim, ef litarlnn ætlar sér að hafa fullt vald á lit og blæbrigðum. Jarðveg- urinn og birtan orkar líka á litar- efnin. Þó er því aðeins nauðsynlegt fyrir litarann að þekkja þetta til fullnustu, að ekki megi neinu skeika um blæbrigðin. Og raunar er það fágætt, að nákvæmnin sé slík, að litarinn hafi fullkomið vald á litn- um. Náttúran er of ráðrík til þess. Annað atriði varðar líka miklu: Vatnið. Eiginieikar vatns eru mjög mismunandi. Sumt vatn er mjúkt sumt er mengað járni, í öðru er mikið af kalki. Uppsprettuvatn úr djúpum jarðar, vatn, sem runnið hefur um skóglendi, staðið vatn í vötnum og tjörnum — það er ekki hið sama. Og vatn á misjafnlega vel við liti og litarefni. Gunnar Beck segir, að kalkauðugt vatn úr fjalla- lækjum sé heppilegt, þegar litarefn- ið er skarlatslúsin mexíkóska. en það er örðugt að sækja vatn í allar áttir. Þess vegna verður sá, sem lit- ar, að kjósa sér vatn, kynnast því til hlítar og læra að nota þá mögu- leika, sem í því eru fólgnir. Annars segist Gunnar Beck eink- um hafa gerzt litari af uppreisnar- hneigð. Hann vildi ekki beygja sig undir ok verksmiðjulitanna, og hann vildi ekki láta spilla gamalli kunn- áttu. Jurtalitun er mjög í tízku víða um lönd, en þegar margir fást við hana, er ekki kunna tökin nægjan- lega vel, er hætta á ferðum. Jurta- litunin getur goldið þess, fengið á sig óorð, sem hún á ekki skilið, og þess vegna verða einhverjir að sökkva sér niður í verkefnið. Skeiki engu, er unnt að fá dýpri liti og auðugri en með nokkrum öðrum hætti, þótt oft geti verksmiðjulitirn- ir mjög nálgast jurtalitina. í stöku tilvikum telur Gunnar jafnvel, að verksmiðjulitir geti haft yfirburði og tilfærir þá helzt hreingulan lit. Að kalla fram liti, segir Gunnar Beck, er list, og þar er mjótt mund- angshófið. Þetta er eins og að finna óskasteininn: Eitt andartak gefst þeim, sem höndla vill hin þráðu blæ- brigði. Hitti hann á þetta andartak, hrósar hann sigri — sé hann of fljótur á sér eða kannski mínútu of seinn, hefur hann misst af því, sem hann var kominn í seilingarfæri við. Það er eins og óskasteinninn, sem flýtur uppi litla stund. Jafnvel svart er ekki alltaf eins. Blærinn getur verið með ýmsu móti, orkað misjafnlega á skyggnt auga. En sá, sem vinnur ár eftir ár við koparpottinn, getur lifað í þeirri dýru von, að einhvern tíma standi heilladísin við hlið hans og láti hann lyfta úr litabaðinu hespum, sem feng -ið hafa hinn dýpsta og fegursta lit og mýksta og auðugasta blæ, sem veitast mátti. r í JYl I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 339

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.