Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 10
lykt af gúminu í hitapokunum í rekkjunum og leðrinu í skamm- b.vssuhylkjunum. Og þar var líka eitt- hvert bergmál af þeim röddum, sem ævinlega sögðu sömu orðin dag eft ir dag: Það er líka nokkurs virði — villimennirnir troða allt undir fót- um sér — við deyjum án þess að lifa það, sem nokkurs er vert — við fáum okkur ofurlitla kvöldhressingu: Þú ættir að drekka tvö staup, Jósep — þú fékkst þér ekki neina hress- ingu í morgun, og þú vaktir líka svo lengi fram eftir í gærkvöldi. Hlýddu nú gömlu Dollu þinni, sem þekkir orðið í þér magann eins og sjálfri sér. — Þú hefur gætt að því, hvort skammbyssan mín er spennt, því að guð má vita . . . Það er ekki lengur borin nein virðing fyrir eignum og mannslífum . . . Hann leit út um svefnherbergis- glugga gömlu frúarinnar. Hann sneri út að garðinum, þar sem húsbænd- urnir voru á rambi — námu staðar við annað hvert fótmál og bentu í allar áttir. Við gosbrunninn voru litl- ar finkur á flögri, rósrauðar á bringu og mórauðar á baki. Þær voru ekki stærri en þumalfingurnir á Wamb- úru. „Þessir litlu fuglar okkar eru eins og gimsteinar," sagði Memsab. Og í hæfilegri fjarlægð var Kobbi — sveigði greinar, svo að hjónin kæmust leiðar sinnar hindrunarlaust eða gætu séð rós, sem sprungið hafði út bak við limið. Wachira horfði á sjálfan sig í spegl inum og brosti, í senn hógvær og hróðugur: Það var satt, sem Wamb- úra sagði —hann var fallegur mað- ur. Það var líka nokkurs virði í sjálfu sér og þó gagnslaust: Kæra Memsab, elsku Bwana! Gefið mér verð fimm geita og lofið mér að fara heim til stúlkunnar minnar! En það er ekki jafnauðvelt að segja þetta við gömul einstæðingshjón, sem hafa lagt þriðjung geitarverðs undir tebauk og brauðhníf til þess að freista herbergisþjónsins síns. Hann lét sinn seðilinn undir hvora skammbyssu og fór svo niður í eld húsið til þess að búa til hádegis- teið. (Það voru margar geitur, sem Kobbi hafði grætt á þessum heiðar- leikaprófum . . .) Hann fór upp og tók peningaseðlana, því að honum datt í hug, að gömlu hjónin kynnu að telja það ógnun af hálfu Mau-Mau- hreyfingarinnar, ef þau fyndu þá undir skammbyssunum. Þeir gerðu honum órótt innan brjósts, þessir pappírssneplar. Nú lét hann annan undir tekönnuna og hinn undir syk- urkerið. Síðan skálmaði'hann út með bakkann. Memsab roðnaði dálítið, og sjálf- ur gat hann ekki að því g®*t, að 1 ’óðið steig honum til höfuðs. Hann 1 trð biksvartur í framan. Hún hló vandræðalega og sagði: „Hvað sé ég, Wachira? Þú berð okkur peninga með teinu.“ Og til þess að sleppa úr þessari klípu, tók hún seðlana og rétti Kobba annan en Wachira hinn. „Viljið þið ekki fá sinn seðilinn hvor — þetta er svo fallegur dagur?“ Kobbi tók við seðlinum, sem hon- um var réttur, en Wachira hristi höfuðið. Það kom svo mikill sárindahljóm- ur í hlátur gömlu frúarinnar, að Bwana varð að skerast í leikinn og taka upp hanzkann fyrir hana: „What cheek!“ sagði hann byrstur — „hvers konar ósvífni er. þetta?“ Hann bandaði frá sér hendinni til merkis um, að pilturfinn ætti að hypja sig burt. Wachira hlýddi. Hann heyrði krymta í gömlu frúnni fyrir aftan sig, hún sótti í sig veðrið á ný og fékk Kobba hinn seðilinn líka „Really — hvar værum við stödd án þín Kobbi?“ Kobbi — hann var seigur og slunginn — kænska í augnaráðinu. Hann átti heima í garðinum eins og klippurnar, rekan, hjólbörurnar og vatnsslangan. Hann þvoði og fágaði verkfærin í tómstundum sínum, rétt eins og þau væru neglur elskaðrar konu. Hvernig skyldi hann hafa ver- ið, þegar hann var ungur? Kobbi gaut augunum til Wachira og hrósaði happi, að hann skyldi vera vaxinn úr því að gera sig hlægi- legan. Kobbi kunni orðið tökin á líf- inu, og hann leit niður á þessa drengi, sem aldrei myndu koma ár sinni fyrir borð eins og hann hafði gert. Hann gat hælzt um, hann gat leyft sér að hristast af hljóðvana hlátri. Hann vissi, eftir hverju kven- fólkið slægðist, þó að fæstir karlmenn virtust átta sig á því: „Jörð, búpeningur, kona — á þessu þrennu véltur allt. En þegar þú hefur kynnzt konunni, kemst þú að raun um, að þetta þrennt þarf þín ekki við — þú ert eins og hver annar aukabesefi. Þú átt að koma með bú- fénaðinn, svo að konan sleppi frá föður sínum. Jörðina tekur hún frá þér, og hún er ánægð, ef þú gerir henni einungis nógu mörg börn. Síðan getur þú farið. Elskar hún? í leynum elskar hún einhvern annan. Aldrei þann, sem hefur keypt hana og lagt henni allt upp í hendurnar, heldur ævinlega einhvern annan. Þegar ég var á þinum aldri, ætlaði ég að kvænast. Ég þrælaði og sparaði, og þá voru laun garðyrkjupilta lág í samanburði við það, sem nú er. Það liðu mörg ár, áður en ég hafði dregið saman brúðarverðið. En þetta var nytsamur biðtími, því að ég komst að raun um, hvers konar manneskju ég var að draga mig eft- ir. Kona getur ekki beðið brúðguma síns. Hún varð önug og styrfin, þeg- ar fram í sótti. Og ég komst að sann- leikanum, áður en ég gekk að eiga hana. Við vorum á leið til móður minnar, og þá mættum við manni, sem ég þekkti, óþokkamenni af þeirri gerð, sem kvenfólkið sækist eftir í leyni — einum af því taginu, sem ekki þarf að afla sér brúðar- verðs eða gefa þeim shamba til þess að fá vilja sinn. Þessir menn eru sjálfir nægjanlegt keppikefli — kon- an er föl án gjalds, ef þeir eru nógu auvirðilegir. Ég kastaði á hann kveðju og beið þess, að hún heilsaði honum. En hún stóð þegjandi fyrir aftan mig, og þá sneri ég mér við og sá, að hún starði á hann — beint í rauð augu hans. Þetta var mesta stund lífs míns. Þá dó ég frá mínum fyrra manni eins og sagt er í kirkj- unum. Ég skildi, hvað fólst í þessu augnaráði, þó að hún hefði aldrei litið svona á mig. Maður sem ekki þekkti konur og augnaráð þeirra, hefði kannski sagt, að þau hefðu ein- ungis gengið hvort fram hjá öðru og tæpast numið staðar. En ég sá allt sem ég þurfti að sjá, á einu andartaki. Og hún sannaði mér þetta á skammarlegan hátt með því að breiða faðminn á móti mér til þess að blekkja mig og dylja mig þess, hve henni varð hverft við. Ég tók hana í fang mér, en hjartað var eins og steinn í brjósti mér. Fyrst datt mér í hug að deyða sjálfan mig, seinna hvarflaði að mér að drepa hana. En það var lítilfjörleg hefnd —hvort tveggja tók of fljótt af. Svo datt mér ráð í hug. Ég sáði fræi hefndarinnar í myrka jörð ókominna ára. Og nú hefur það borið ávöxt. Ég hrósaði sigri. Ég er ánægður með líf mitt. Við hófum húskapinn, hún fór heim til móður minnar, og ég lét hana erja jörðina. Ég hafði ætlað mér að setjast að heima, áður en ég sá hvernig hún horfði á manninn — rétt eins og þú ætlar að setjast að heima, þegar þú getur keypt geiturn- ar — eða hvað? Þú heldur sjálfsagt, að stúlkan þín vilji einmitt þig. En ég sá við henni. Ég hugsaði sem svo, að hún skyldi ekki fá það, sem hún vildi, úr því að hún vildi ekki lúta mér skilyrðislaust. Á mínum bernskudögum voru unglingar agaðir — við vorum aldir upp. En þið, þessir drengir núna, getið ekki séð stúlku, án þess að hún verði ólétt. Við gömlu mennirnir erum húsbænd- ur yfir sjálfum okkur.“ Hláturinn sauð niðri í honum, þyrlaðist þar eins og sandur í roki. „Og hún hefur aldrei skilið, hvers vegna hún varð ekki ólétt. En hún varð mér auðsveip, þegar fram í sótti, get ég sagt þér. Það tekur hálfan dag að ganga hingað irá sérlendunni — þorpinu, sem hún er í. Hún kom hingað í hverjum mánuði og var hér nokkra daga — þann tíma, sem kon- 346 T I II I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.