Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 5
Séra Björn O. Björnsson. — Ljósmynd: K.J. hafði í menntaskólanum legið í tveim Úr svæsnum stórsóttum. Er ég hafði legið stundarkorn í rúminu, var ég orðinn alveg von- laus um að halda lífinu — og það, sem verra var: þó að mér gengi vel á eðlisfræði- og efnafræðiprófinu, þá hafði ég ekki haldið betur á spilun- um í lífinu en það, að ég, sem alltaf hafði verið trúaður, var nú jafnvonlaus um hæfileika minn til að lifa í öðrum heimi sem getu mína til að lifa í þessum. Ég beið þess í myrkri ró að deyja að fullu og öllu. Allt í einu var sem elding upp- Ijómaði huga minn. í sömu svipan var mér ljóst, að ég ætti ekkert með að deyja — ég væri skyldugur til áð lifa — að minnsta kosti þótt ekki Væri nema mömmu vegna, þótt ban- væn væri talin, og tólf ára bróður mins, sem með okkur var. Jafnskjótt skildi ég, að þá myndi guð þess fús- ástur að láta mig lifa. Eg bað hann þá örfáum orðum, að mamma væri ékki með neinn krabba, og að sjálf- Ur mætti ég frískast, en hét því að gerast prestur. Ég var í engum efa um, að bæn mín væri veitt og sofn- aði þegar. Þegar ég vaknaði undir morgun, fannst mér ég vera álíka miklu frískari út um allan skrokk en venjulegri vellíðan nemur, og ég hafði um miðnættið verið langt fyrir neðan hana. Ég reyndist nú samt með hita, en hann fór fljótt lir mér. Svona liggur í þvi, að ég hætti við náttúru- og landafræði en gerðist prestúr. — Hvar byrjaðir þú svo þinn prestskap? — Þegar ég hafði lokið guðfræði- prófinu, skrapp ég austur í Skafta- fellssýslu að líta á prestakall. Það, skar úr um afstöðu mína, að ég rakst á stúlku, sem mér leizt svo vel á, að mér varð á sú ógáfulega hugsun að undrast það, að svo falleg stúlka skyldi framleiðast í svo fámennri sveit. En ég dreif mig austur, og þessi stóri lax beit á hjá mér. Við höfum eignazt fimm börn saman, þrjár dætur og tvo syni, sem öll eru okkur hvert öðru betra. Það vantaði minnst á, að ég gæti haldið afkvæmasýningu, þegar ég varð sjö- tugur í vetur, en það hafði verið metnaður minn að halda þannig upp á sjötugsafmælið. — hjá ljósmynd- ara nefnilega. Austur í Skaftafellssýslu var ég í ellefu ár, og kom auðvitað sitt af þverju fyrir mig, sem mér þótti merki legt. Merkilegust þótti mér einveru- stund rétt fyrir jól árið 1927. Var það nokkurs konar. framhaldsfundur frá uppljómunarstundinni, er ég lá banvænn úti í Kaupmannahöfn. Til framhaldsfundarins á útgáfustarf- semi mín rót sína að rekja: tíma- ritið Jörð, fyrri flokkurinn, er út kom á árunum 1931—1935 og ég skrifaði nærri því einn, og bókin Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hennar, Merkilegt þótti mér einnig til dæmis, að Snorri heitinn Halldórs- son, héraðslæknir austur þar, kenndi mér sjálfssefjun til að losna við svæsna og þráláta lærtaugargigt, — jú, og svo margt og margt annað, sem fyrir mig kom. En ég ætla ekki að segja þér neitt af því að sinni, heldur af ómerkilegu atviki, sem þó óneitanlega var mjög skritið. Ég var að húsvitja, sem minn var vandi, að haustlagi og gisti á bæ nokkrum. Ég var látinn sofa í stofu, sem var yzt við langan gang, er gekk inn í eldhús, hinum megin við eld- húsið var baðstofan, þar sem heim- ilisfólkið svaf. Á ganginum lágu tveir eða þrír hundar. Allt í einu er ég glaðvaknaður; tilefnislaust, af föst- um svefni. Eg var að furða mig á, hvað ég væri skyndilega giaðvakandi og leit á klukkuna. Hún var tvö. Bjart var í herberginu af tunglskini. Allt í einu verð ég þess var, að hurðin er að smámjakast inn í her- bergið. Ég stari á þetta stéinhissa, en átta mig fljótt á, að þetta muni vera reimleiki nokkur, og ætla að hreyfa mig og segja eitthvað. Ég get þá hvorki hrært legg né lið né heldur komið upp neinu hljóði. Og getur hver, sem ekki brestur ímynd- unarafl, getið þess nærri, hvernig mér var innanbrjósts, er ég beið draugs- ins gersamlega varnarlaus. Ég hafði ekki einu sinni rænu á að biðja fyrir mér, enda var nú tekið að örla á draugnum sjálfum, og tók ég þá þeg- ar að undrast. En fáir hafa ímynd- unarafl til að gera sér grein fyrir hugarástandi mínu, er mér var að fullu ljóst orðið útlit draugsins. Sam- an við það hugarástand, sem fyrir T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 341

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.