Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 17
Vér kynnumst kvenstyrk og göfgi hjá konu frá Goddastöðum, og nafnið Vigdís mun lengi lýsa frá letri á fornum blöðum. Vér heillumst af Melkorku hætti, er hógstolt tungunnar gætti — konungsdóttur í kofungsflíkum, konu í stórbrotnum mætti. „Þá riðu hetjur um héruð", Höskuldur, Ólafur pái, slík glæsimenni að orku og anda ei voru á hverju strái. — Þung er raun þeim, er reynir, rangmæli uppskeru leynir, fósturbræðurnir, Bolli og Kjartan, böl sitt til fulls vissu eirrir. Vér hittum Geirmund á götu, garpinn á búandferðum, sem herkóngur fór með fylktu liði froklega að óþekktum gerðum, hann tölti með tygi átta trausta til vígs — og sátta á yfirreið millum eigin búa — aldrei skorti þar vátta. Vort heimahérað var Snorra, Heimskringlu muna allir, minnisvarði um mikinn snilling, meiri en konungahallir. Um Sturlunga margs er að minnast, að miklu þeir allír kynnast, hver Sturlungaöld á sín styrjarboðorð, í stórra huga þau tvinnast. Áfram aldirnar líða. — Enn skal dalbyggja minnast: Að Búðardal sýslumanns-bóndi ríkir, er búandans þörf vill kynnast. Þótt margur á Magnúsar dögum moldaðíst vonleysisbrögum, sem leiðandi bóndi í leit og starfi hann lýsti að bjartari högum. Enn skal afreksdreng muna: Að Ólafsdal T&r'j kemur — á afdalakofi — er ekkert taldist — hann einstætt kraftaverk fremur. Kennarinn, leiðtoginn, krefur. Karlmennið aldrei tefur. Hugsjón lýsir um heit og efndir — hollustan uppskeru gefur. Þótt nöfn séu nefnd að sinni, nafnleysið geymir hið mesta. Traustustu arfleifð íslenzkrar þjóðar má óskráðum nöfnum festa. Þ a r finnum vér fólginn þann kjarna, er Frónbúinn á til varna, þótt sundin lokist. — Hann iifir, erjar. Hún lýsir, búandans stjarna. Vér hyggjum til horfinna alda. Heyr mig, nútímans drengur: Hvort hlustar þú nokkuð á sögunnar söngva í svellandi huga lengur? Er fortíðin aska hins farna? Á framtíð þar engan kjarna? Á nútíðin aðeins augnablikshyggju til arfleifðar sinna barna? Vér lærum af reynslu hins liðna. Lognbrá mun engum kenna. Sigrar og töp eru vígsla til vinnings og vald þeim, er kyndlana brenna. Ef feðranna fórnum þú týnir, þú flöktir við áttlausar sýnir, sé stofninn rótlaus, hann fúnar, fellur, þá fölna blómlaukar þínir. Frá sögunnar síungu lindum sýnirnar óhindrað streyma. Formæður vorar og feður i stríði vor frjálsa menning skal geyma. Að vegsemd hverri er vandi og vancfi að frænda bandi. — Ættlerans nafngift skal enn hin sama og áður í Frónbúans landi. TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ ■953

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.