Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 7
vlð sjálft liggur, að Rómverjar fái ekki rönd við reist. Um svipað leyti herja þeir Vestur-Evrópustrendur og lialda áfram til 500 eftir Krist. Erúl- ar voru með fjölmenna aðalsstétt, er öllu réð meðal þeirra, en almúginn yirðist hafa aðhyllzt hana með lotn- ingarblandinni hollustu. Aðalsmenn þessir virðast hafa haft virðingarnafn ið erílar, og er helzt álitið, að hin- ir klassísku höfundar hafi nefnt alla þjóðina eftir þeim, en þeir hafi komið fram fyrir hennar hönd í sínu eigin nafni. Er almennt talið, að meðal Germana hafi þjóðin heitið öðru — ef til viil kunnu — nafni. Þá er það skoðun flestra forn- fræðinga, er gefið hafa sig að þess- um málum, að Erúlar hafi verið rekn ir úr Danmörku af „Dönum“ át íma- bilinu frá þriðju öld til sjöttu ald- ar. Fyrst hafi Sjálandssvæðið verið tekið af þeim um miðja þriðju öld, og séu það hinir flúnu Sjálendingar, sem ætluðu Grikki lifandi að drepa árið 267 og næstu ár. Hins vegar hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að „Danir“ hafi ekki tekið Sjálands- svæðið fyrr en undir 400 — og því aðeins tekizt það, að þorri ungu mannanna þar var þá með meginið af vopnunum að hernaðií Suðurvegi, líkt og Haraldi hárfagra tókst því aðeins að sigra „Folkevandringsrik- et“ að þorri ungu mannanna þar var þá með meginið af vopnunum í Vesturvegi. Hinar tvær meginstéttir Erúla voru að uppruna til, að minni niðurstöðu, tvær þjóðir. Eríla-þjóðin fluttist til Danmerkur sunnan frá Svartahafi á fyrstu öld eftir Krist eða um Krists burð. Eftir hana eru líkgrafirnar glæsilegu og hálfklassísku með hin- ar kynhreinu beinagrindur, er stinga algerlega í stúf við bastarðabeina- grindur yngri steinaldar í Danmörk, en þær eru yfirleitt eins og þær eru þar enn í dag. Járnaldarbeinagrind- ur Danmerkur eru greinilega af fólki, se-m fluttist inn í landið á fyrstu öld úr eystra hluta Suður- landa, og hefur það fólk tekið völd þar í landi og farið úr því aftur. En fólkið, sem þar var fyrir, hefur brennt lík sín frá því snemma á bronsöld og haldið því áfram. Lítið eitt af þessum fólksflutningi hefur lent á Austfold, og verður á næstu Öldum dálítill dreifingur af slíku fólki, líklega bæði frá Austfold og úr Danmörku, víðs vegar um suður- Og vesturstrendur Noregs. En stór- streymi kom ekki í þann innflutn- íng fyrr en „Danir“ tóku Danmörku af Erúlum — það er að segja Eríl um og Englum. „Danir" voru hluti af sænsku þjóð- inni, en hún átti þá heima norðan Gautlands, en Gautar voru önnur þjóð, svo sem sjá má af máli Gota, er frá Gautum var runnið. Sænska Japanskut jurtapappír í gömlu , dönsku tímariti frá árinu 1878 er meðal annars stutt frásögn af pappírsgerð Japana. Pappír er eins og kunnugt er alls staðar geysimikið notaður, en ef til vill er notkun hans hvergi eins fjöl- breytt og í Japan. Þar er hann not- aður í gluggarúður, ljósker, regn- hlífar, vasaklúta og margt annað. Því þarf engan að undra, þótt Jap- anir kunni að búa til eitt hundrað og átján ólíkar tegundir pappírs, sem hver um sig á sitt sérstaka heiti og er aðeins notuð á einn veg. Ljóð eru rituð á „Shikeshi," stult skilaboð eru skrifuð á „Makimono," og venjuleg vörupöntun er skrifuð á „Hankusa," brjóstsykri er pakkað inn í „Santomeban," lyfjum í „Koge- dosa,“ vasaklútar eru gerðir úr „Shire Gami,“ regnhlífar úr „Kara- kara Gami,“ og þannig mætti lengi telja. Rétt eins og hvíta mórberjatréð er mikilvægt fyrir silkirækt Japana. er það önnur jurt af sömu ætt, Ma-Kodzu, sem leggur til mikinn hluta hráefnis til pappírsframleiðsl- unnar. Einhvern tíma seint á árinu, eftir því hvernig veðráttu er háttað, er plantað gömlum Ma-Kodzu-rótum. Þær eru skornar í þriggja þumlunga langa búta og þeir síðan settir í mold, sem ekki er mjög mikill áburð- ur í, helzt í nánd við hrísakra. Plant- an, sem vex upp af rótarstúfnum, er klippt á hverju ári, og eft- ir fimm ár er Japaninn búinn að koma sér upp þéttvöxnum runna, og úr berkinum fæst ríkulegt hrá- efni til pappírsgerðar. Greinarnar eru skornar af runn- unum og hálmreykur látinn leika um þær, þar til börkurinn losnar frá viðnum. Börkurinn er hengdur til þerris á rimla í tvo til þrjá daga. Síðan er hann bundinn í knippi af ákveðinni þyngd, venju- lega þrjátíu og tvö pund. Knippin eru látin liggja í rennandi vatni í tuttugu og fjórar klukkustundir, svo að vel blotni í þeim. Síðan eru yztu, dökku trefjarnar, sem aðeins eru notaðar í óvandaðri gerðir papp- írs, skafnar af. Innri trefjarnar eru á ný bundnar saman í knippi, þrjá tíu og tvö pund á þyngd, sem aftur er sökkt í rennandi vatn, til þess að allur plöntusafi skolist úr. Síðan er allt soðið stundarkorn til að ná úr því límkenndum efnum, sem enn geta verið eftir. Það er gert í katli, sem er tvö og einn fjórði fets í þvermál, og er hrært stöðugt í með tveimur stöfum. Til suðunnar er notað venjulegt vatn, en oft sett í það aska af bókhveitihýði. Þegar maukið er soðið, er ketillinn tekinn af eldinum. Til að hreinsa öskuna úr maukinu, sem nú kallast „Sosari," er það sett I körfur og þeim sökkt í rennandi vatn um stund. Síðan eru mótaðar stórar kúl- ur úr efninu. Þegar nota á „Sosari" til pappírs- gerðar, er það blandað með öðrum efnum, en hver þau eru, fer eftir því, hvaða árstíð er. Að vetrinum er blandað í það fínu hrísdeigi, en að sumrinu deigi úr rótum Tororo- plöntunnar. Þessi blanda er nú leyst upp í vatni og unnin í morteli, þar til úr henni er orðið seigfljótandi efni, sem tollir ekki við ílátið. Síð- an er hellt mjög þunnu lagi af því í kassa með lausum botni, og inn- an í hann er settur annar kassi, sem fyllir alveg út í hann. Þetta verður að gerast mjög fljótt, og nú flezt pappírsefnið út og vatnið rennur af því. Lausi botninn er nú tekinn úr, pappírinn vafinn fimlega utan um bambusstaf og síðan lagður til þerris út á tréfjalir. Þurrkunin gengur mis- fljótt, eftir því hvernig viðrar. f góðu veðri er pappírinn fljótur að þorna, en í votviðri er flýtt fyrir þurrkuninni með því að kynda glóð- ir undir. Síðan er pappírinn skorinn í hæfilega stórar arkir og sendur pappírssölunum. J. Ilafst. þjóðin var þá undir stjórn Ynglinga og hafði engin bein skipti við Suð- urlönd — en þeim mun meiri við Sjáland, sem þá var miðill viðskipta norðurs og suðurs, austurs og vest- urs á Norðurlöndum. Á fimmtu og sjöttu öld hverfur allt í fornleifum, sem auðkennt hafði dönsku eyjarnar — en kemur allt fram á suður- og vesturströndum Noregs. Það er ekki bara hinar hálf- klassísku líkgrafir, sem bera vitni innflutningi Eríla úr Danmörku um þessar mundir, til dæmis hverfur Rínarósa-verzlunin algerlega úr Dan- mörku til Suðvestur-Noregs. Rún- irnar eldri, sem áður áttu aðalheim- kynni í Danmörku, hverfa þaðan að fullu, en ná sínum mesta blóma í Suðvestur-Noregi og svo framvegis. í Suðvestur-Noregi urðu Erúlar (Erílar og Englar) yfirstétt lands- ins. Gæti það vel svarað til ,,hersa“ og „hölda“ hinna íslenzku hand- rita, svo og norskra heimilda. Á öðrum áratug sjötlu aldar hverf- ur aUmikil! hluti Suður-Erúla, er Framhald á 358. síðu. IlMlNN - SUNNUDAGSBLAB 343

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.