Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 19
ströndinni. Vindinn hafði lægt og regninu slotað að mestu. Á strönd- inni voru samankomnir áreiðanlega þúsund hvítklæddir menn, sem horfðu forvitnir á skip okkar. Marg- ir bátar voru bundnir í fjörunni, en enginn kom til okkar. Reyndar var mikið brim, en með því að draga bátana svolítið eftir ströndinni hefðu þeir komizt út til okkar. Þegar við höfðum komið skipsbátnum út og sett föt okkar í hann, borðuðum við morgunverð með góðri lyst, því að við höfðum unnið mikið og erfitt starf. Ég má ekki gleyma að minn- ast á hugrekki konunnar, sem var aðdáunarvert við þessar ískyggilegu aðstæður. Allt frá því skipið tók niðri, fór hún sjálf og tók til föt sín og hughreysti mann sinn, sem var niðurbrotinn, bæði yfir að missa skipið og þó líklega mest af hræðslu um konu sína. Um klukkan ellefu komumst við heilu og höldnu í land, og landsmenn fylgdu okkur til eins af höfðingum sínum eða manda- rínum. Við gátum auðvitað ekki tal- að við þetta fólk, en við réðum af bendingum þess, að við ættum að búa um okkur. Við þessu var ekkert að gera, en við rerum aftur til skips tókum þar vatn og vistir og ákváð- um síðan að leita á bátum okkar til næsta evrópska staðar (þar sem leyfð er verzlun við Evrópu), sem skip- stjóri sagði vera fimmtán mílur í burtu, hinum megin við sundið. Klukkan var þrjú, þegar við yfir- gáfum Hamillu í annað sinn. Stórbát- urinn, sem skipstjórinn og kona hans voru í, var dreginn af tveimur minni bátum, en það hvessti meira og meira, svo að við rétt þokuðumst áfram yfir að hinni ströndinni, þar sem við höfðum hugsað okkur að leita skjóls yfir nóttina, því að útlit var fyrir storm. Þegar sást frá landi, hve illa við vorum staddir, gáfu menn okkur merki um að snúa við, og þeir hrundu fram seglbáti til að leiðbeina okkur. Það glaðnaði yfir okkur, því að útlitið var annað en glæsilegt. Um leið og við komum í land, voru bátarnir dregnir upp í fjöruna. Lögregluþjónar, eða hvað ég á að kalla þá, röðuðu þessum furðu- legu, hvítklæddu verum, sem störðu á okkur í undrun og forvitni, í tvær raðir, svo að við gátum gengið á milli þeirra upp að iitlu húsi, sem okkur var fengið til dvalar, og þang- að átti að flytja föt okkar. Þegar einhver landsmanna fór af sínum stað í röðinni og í veg fyrir okkur, fékk hann þegar í stað svipuhögg frá eft- irlitsmönnunum. Skipstjórinn, kona hans og stýrimennirnir fengu eitt herbergi, en við hinir annað. Það var svo lítið, að þar var aðeins rúm fyr- ir fimm, en við vorum tólf. En það voru ekki fleiri herbergi í húsinu, eða réttara sagt kofanum, og við urðum að bjargast sem bezt við gát- um. Kofinn var úr leir, grjóti og strái. Ðyrnar líktust öllu heldur glugga, enda gegndu þær sHku lilutverki. Þær voru um það bil eina alin frá jörð, hálf önnur alin á hæð og voru gerðar úr ramma með list- um langs og þvers, en í glers stað voru pappírsrúður. Hér sváfum við um nóttina. Morguninn eftir kom mandaríninn til okkar. Hann gerði skrá um öll föt okkar og lét okkur skilja, að hann ætlaði að skrifa til hærri staða og vita, hvernig ætti að fara með okkur. Hann fór annars mjög vel með okkur. Á hverjum degi sendi hann hrísgrjón, grasker og eldi- við og auk þess alltaf svolítinn kjöt- bita handa skipstjóranum og kon- unni. Hann lét líka reisa svolitla girðingu kringum kofann, svo að ekki yrði átroðningur af forvitnu fólki. Sjálfur var hann reyndar Hka forvitinn. Mörgum landsmanna var refsað fyrir að hafa stolið smáhlutum frá okkur. Refsiaðferð þeirra er mjög áhrifarík. Tekið er í hártopp- inn á sökudólgnum (hár þeirra er nefnilega greitt upp í einn topp á miðju höfðinu) honum er fleygt lil jarðar, brækurnar dregnar af hon- um og síðan fær hann högg á bak- T t M I N N — SIUVNfinÁGSBLAÐ 355

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.