Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 3
þess að gefa hinum tækifæri tii að botna, en kom svo með botninn, ef á stóð. Eitt sinn mætti hann Matthíasi Joehumssyni á Akureyrargötu —- að sögn — og sagði: Syngja fagurt sumarlag svanir á bláum tjörnum. Ekki þóttist þjóðskáldið of gott til þess að taka þátt í leiknum og botn- aði samstundis: Guð er að bjóða góðan dag grátnum jarðarbörnum. Ein bók kom út eftir Baldvin. Það var skáldsaga, Sveitalítið, 72 blaðsíð- ur, gefin út á Akureyri árið 1891 Allmikið skráði hann líka af þjóð- sögum og er sumar þeirra að finna í bjóðsagnaritinu Grímu Grrnaður var hann um að drýgja þjóðsögur sínar með s.káldskap frá eigin brjósti En hver vill lá honum það eftir at- vikum? Þarna gafst skáldhneigð hans tækifæri til útrásar. Eordæmi eru ófá í þeim efnum. Þjóðsögumar, sem Baldvin skráði. þóttu liðlega sagðar og læsilegar Baldvin var síðustu æviár sín á Haildórsstöðum i Laxárdal og t’ór þar ve! um hann Hann andaðist 28 október 1944 og varð bví '4 ár. gamall. Haustið 1939 heimsóttí hann mig á ITúsavík. Kvartaði hann þá um það við mig, að sig vantaði yrkisefni til að dunda við Ég stakk upp á því við hann. að hann segði ævisögu sína í rímum. Litlu seinna fékk ég frá honum bréf, sem hér fer á eftir. Gefur bréfið nokkra hugmynd um manninn Þess ber auðvitað að gæta. að hann var oríinn 79 ára og því farinn að þreki til þess að takast á við yrkisefnið, hegar ti) kastanna kom og gerði sér sjálfur grein fyrir því Ég hvatti hann auðvitað ekki. þegar þetta var í ljós komið Bréfið er svohljóðandi: „Elskaði vinur, ætíð sæll! T tilefni af samtali okkar síðast, er "g fann þig. bæði heima hjá þér að Vallholti og á „kontór“ þínum í Garðar, og við vorum báðii glaðir og >æifir og þú fórst fram á það við mif? að ég setti kafla úr ævisögu minni í bundið mál. helzt stökur. vildi ég gjarnan sýna lit á því og byrjaði á því erindaverki Er kom- inn aðeins að uppeldisárunum. bú inn með fyrstu „rímu “ En nú er þetta margfalt erfiðara viðfangs en að rita kafla í óbundnu máli og er alveg ómögulegt að halda sama brag arhætti í fyrstu rímunni, svo efnið eigi raskist eða frásögnin fari ekki út um þúfur. Nú vil ég leyfa mér að vera svo vogaður að lofa þér að sjá fyrstu vísurnar sem uppkast, en þori ei að senda þér meira fyrr en þú segir um það, hvort ég á að þreyta svo erfiðan gang til Hnitbjarga, eins and- lega haltur og ég er orðinn. Ég byrjaði svona: Átján hundruð og sextiu, einnig hinzta september, brátt við móður beztu hlýju beindi guð til ljóssins mér. Skælandi ég skauzt í heiminn, skýr voru fyrstu andtökin. Við alla veröld alls ófeiminn, eins og sjálfur kóngurinn. Að mér þá ei öldin hæddist, engla prýddur var ég gervi. Af beztu ættum barn ég fæddist á Bergsstöðum í Skriðuhverfi Dýrðar var ég drottni skírður dag fjórtánda í október Af presti vígður, vatni ýrður. veglegt nafnið gefið mér Þessar fjórar vísur geri ég að senda þér, vinur minn, meðal annars til að sýna þér fram á, að þeir hljóti að verða með ýmsum bragarháttum. svona kaflar Einnig vil ég minnast á, að ég vildi eigi og gæti eigi feng- ið af mér að draga upp svo l.ióta mynd af uppeldi mínu og annarra munaðarlausra barna, eins og það í raun og veru var Eða hvað segir þú um það? Ég bið þig við fyrsta tækifæri að senda mér Iínu um þetta efni Guð blessi þig og þína. Þinn Baldvin Jónatansson." Hér fer á eftir kvæði eftir Bald- vin, sem hann nefndi Bakkusarvisur: Gleymdi ég iöngum guði og tíð gjálífis í straumi. Hræðilegt með hugarstríð hrökk svo upp af draumi Bakkus, þú ert bölvað tál böli þungu veldur Drykkjumannsins særir sá) samvizkunnar eldur Oft þú skerðir æru manns, e'-"' ’ nttins boT: Ert í höndum heimskingjans hræðilegur voði Loks iæt eg fylgja iínum þess, nokkrar lausavísur eftir Baldvin, ort- ar á ýmsum tímum og við ýmis tæki færi. Sláttuvísa Grundu á ég geri slá gljúfrið háa viður. Fagurbláum fyrir ljá falla stráin niður. Kvöldvísa. Degi hallar, dýrlegt er daggarfall á túnum. Smalar allir hóa hér hátt í fjallabrúnum. Reiðvísa. Hófagandur hlýða má hraustum brandanjóti, yfir sand og ísagljá á Skjálfandafljóti. Hesthús tekið traustataki. Hugsa ég um hestinn minn, honum má ei gleyma Ég stakk honum hérna áðan inn, eins og ég væri heima Við slátt í hvössum vindi Syngur lindin svö! oe hlá, sumaryndi lofar. Fyrir vindi fýkur strá fjallatindum ofar Morgunvísa Veðurlæti heyrast hér, himinn græt.ur stúrinn. Mál á fætu>- okkur er eftir næt'i-dúrinn {■harðindum á útmánu^um. Hrönnin huidrar. þe ovær þrátt á unnargrjóti Fönnin kuldahlátri hlær himinssunnu móti Við ástvinamissi. Fyri- n?" okke-t sem út kann böli rýr-a. Allt er lífið orðið m eins og koldimm g-ima. Fótbrotinn og fjörgamail Nú er ég með hogi* >k, brotinn fót og ma-inn Eftir lítið andartak allur ve-ð ó» farinn. átt t'yrir þ-öngan skó Þótt ég beri þráfalt hér þröngan skó á fæti enginn tak’- má frá nér mína eðliskæti Gamanvísa. Þegar heimi fei eg frá. fyrir mörgu ljóðin krönsum fögrum krvnir þá kistu mína. bjóðin Kveðið i orðastað annars manns. Hundaþúfu heimsins á Hef ég setið tíðum Mig vill engin meyja sjá munaraugum hlíðum Framhald á 430. síóu I f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 41

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.