Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 16
Munlr i þjóðminjasafni — Voltakross í svartrl silkisnúru og gigtarbelti úr kop- arhlekkjum og viS þaS fest lítið, bláleitt glas með Ijósleitu dufti í. Ljósmynd: Kári Jónasson. reglustjórinn í Berlín hafi látiS gera upptæka alla Voltakrossa og Volta stjörnur þar í borg og kært þá fyrir svik, er slíkt seldu. Og áður en árið er úti, er jafnvel Lárus hómópati Pálsson kominn i flokk þeirra, sem fordæma bæði Voltakross og lífsvekj ara. Saga hans er sú, að allir þeir, sem þetta hafi reynt og hann hafi átt tal við, segi einum rómi, að það sé einskis verður hégómi, sem hvorki hafi gert gott né illt. Vitnar hann sérstaklega til konu á Vesturlandi, sem tæmdi níu glös af lífsvekjara og gekk árlangt með Voltakross milli brjóstanna. „En árangurinn var sam- ur: Sem sé alls enginh.“ Voltakrossar voru þó enn allvíða i metum hafðir sumarið 1899, er al- þingismenn tóku að ræða um toll á kynjalyfin. Var það ráðagerð þeirra. er það mál hófu, að Voltakrossarn ir yrðu tollaðir eins og elixírarnir Þessu var þó breytt í meðförunum, og var aldrei reynt að bægja þeim frá landinu með slíkum hætti. Eigi að síður virðist saia þeirra hafa tregðazt fljótlega, trúin á ágæti þeirra hefur ekki orðið langæ. Nokkrum sinnum hafa þó svipuð heilsubótartæki skotið hér upp koll- inum og átt gengi að fagna um stund. Árið 1914 var tekið að selja hér raf- magnslækningaáhald, sem nefnd ist reformbeltið norska. En siglinga tregða, sem heimsstyrjöldin hafði för með sér, varð þrándur í götu þess, þótt kaupendur hafi ef til vili ekki brostið. Fyrir tveimur eða þrem ur árum tókst enn áköf sala jap- anskra segularmbanda, og nú fyrir fá um vikum opinberaði íslenzkur mað- ur þann sannleika í einu af dagblöð- um höfuðstaðarins, að hann hefði fundið upp keimlíkt lækningatæki grundvallað á vísindum kjarnorku aldar — eins konar spennubreyti handa mannslíkamanum, þegar vel- líðanin fer niður fyrir strikið. XXIII Hér verður látið staðar numið og saga kynjalyfjanna á íslandi ekki rakin frekar. Þetta er éinungis frem- ur lauslegt yfirlit, og mætti vafalaust tína til margt fleira, ef grannt vseri að hugað. Úr gömlum verzlunarbók- um mætti grafa upp vitneskju um það, hve mikil kynjalyfjakaup manna voru, og í kunningjabréfum ýmsum er vafalaust folgin margvísleg vitn- eskja um trú manna á þau og þær efasemdir, sem á bryddi öðrum þræði. Slíkar heimildir verða kann- aðar, þegar saga kynjalyfjanna verð- ur skráð til fullrar hlítar. Og það verður einhvern tíma gert, því að hún er merk og kann að varpa ljósi á fleiri eigindir í fari þjóðarinnar og sitthvað, er í loftinu lá, ef svo má segja, á þeim tíma, er hún gerð- ist. Ef til vill erum við ekki enn svo mjög vaxin frá þeim hugsunarhætti, sem greiddi götu kynjalyfjanna um landið þvert og endilangt um marga áratugi, og kann hans að gæta á ýmsum sviðum. Að minnsta kosti heilla skjótfengin höpp og léttkeypt- ur ávinningur huga margra. Vart þarf að velta vöngum yfir því, að þeir menn, sem bjuggu kynja- lyfin til og seldu þau, voru svikarar af ráðnum huga. Það eitt hefur skipt þá máli, hversu mikið fé þeir gátu dregið saman. Þeir studdust ■ við gervidoktora og falsprófessora, skört- uðu með nöfnum manna, sem aldrei höfðu verið til, keyptu við fé með- mæli ófyrirlátssamra náunga, er ef til vill höfðu einhverjum lærdóms- stigum náð, stálu nöfnum lifandi og dauðra manna í fjarlægum löndum. Óvissa er um uppruna heilsu- bótavottorða útlends fólks, er hér voru notuð í auglýsingar, og er þar allt til, að þau hafi verið keypt, föls- uð eða fengin með ögn skárra móti hjá hrekklausu fólki, sem skrumið hafði blindað. Aftur á móti mun það sannast sagna um langflest íslenzku vottorð- in, að þau hafa verið nokkurn veg- inn ófölsuð, þótt vafalaust hafi þeir, sem eftir þeim sóttust, oft og iðulega ráðið orðalaginu. Þau hafa verið lát- in í té í hrekkleysi og einlægni af fólki, sem sjálft hélt, að kynjalyfin hefðu bætt heilsu þess, án þess að nokkur hugnun hafi komið þar fyrir, enda hefur íslenzku alþýðufólki ver- ið ólagið til þessa dags að selja smá- munina, þegar útlendingar vildu hafa af því not. Ekki er þó ólíklegt, að sum vottorð karlmannanna séu látin í té í kaupstaðarferðum, er menn voru iðulega lítt gáðir á þeim árum. En í heild eru þessi íslenzku vottorð áreiðanlega nokkurn veginn trú speg- ilmynd þess, sem þetta fólk ætlaði satt vera. Og ekki skulum við kasta þungum steini á það fyrir auðtryggn- ina, svo undarlegra ráða leiðast sjúk- ir og sorgmæddir menn enn til að leita á stundum. Framhald á 430. s|3u. 424 itlHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.