Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 14
að gera, heldur sem velviljaður vin- ur allra þeirra, sem ekki geta unnið fyrir lífi sínu vegna þrauta af gigt, taugaslekju, óreglu meltingarfær- anna og fleiri sjúkdóma, í von um, að slíkt belti geti verið þeim eins og mér ótrúlegt heilsumeðal." Það má nærri geta, að margur gamall og gróinn bramatrúarmaður af fslandi hafi lesið lífsreynslusögu Jóns Óiafssonar með athygli, enda var hún birt hvað eftir annað um langt skeið með mynd af gamla manninum alskeggjuðum. En þó að flest væri betra í Amer- íku en gömlu löndunum austan At- lantshafsins, þá gerðist þó sama sag an þar sem annars staðar. Dr. Owen í Chicago átti við svipaða óvini að stríða og Mansfeld-Biillner og Valdi mar Petersen í Friðrikshöfn: Þegar rómur komst á rafmagnsbeltin, komu svikahrappar fram á sjónarsviðið með einskis nýtar eftirlíkingar. Þess vegna varð að birta tíðar viðvaran- ir með vottorði Brúarbónda: „Aftur gægjast nóg beltafélög fram í blöðunum og selja belti, sem þau kalla númer fjögur og númer þrjú, ódýrari en vor belti . . . Finnst mönnum þetta eiga skylt við húm- búkk? Það er enginn styrkur, sem þjáðum mönnum sé gefinn á þess- um hörðu tímum, heldur gildra.“ XIX Það má láta sig gruna, að Vestur- fslendingar hafi ekki verið því alveg frábitnir að hjálpa íslendingum, sem ekki fengust tii þess að flytjast til hins nýja Kanaanslands, um raf- magnsbelti Owens, svo að þeir gætu að minnsta kosti lifað við bærilega heilsu. Þetta var þeim mun þægilegra viðfangs, að ekki þurfti að leggja í stórmikinn auglýsingakostnað, þar eð Vesturheimsblöðin voru send reglulega á fjölda heimila á íslandi, oft á kostnað stjórnarvalda vestra. Það var einn þátturinn í því að örva vesturfarirnar Samt varð að offra Reykjavíkur blaði auglýsingu, svo að menn heima á gamla Fróni vissu, hvernig þeir gætu orðið séi úti um Owensbelti Þjóðólfur varð fyrir valinu. Maður sá, sem gekk fram fyrir skjöldu, var Magnús Bjarnason frá Hnappavöll um, búsettur í Mountáin í Dakóta, örkumlamaður sem hafði ofan fyrir sér með bóksölu og barnakennslu og fór með lækningar. Svo skjótf brá hann við, að hann hafði komið hing- að sýnishornum rúmu misseri eftir að regla koms' á magann í Jóni Ólafs syni og gigt og taugaslekja sögðu skilið við hanr eftir langa sambúð Fékk hann u<'aa kaupmann Helga son fyrir um' ’ oiann hérlendis. Owensbeltir. oru harla dýr. Þau kostuðu tuttn'o ,,0 tvær til fimmtíu og fimm krðn; „g þaðan af meira. allt eftir því, hve mikið var í þau borið: „Hin ódýrari eru kraftminni." En sú reynsla var komin á þau með- al Vestur-íslendinga, að Magnús taldi ekki áhorfsmál að mæla með þeim, þótt hann gerði það hófsam- lega miðað við aðra þá, sem stund- uðu verzlun af þessu tagi — hann gat fullyrt, að þau áttu að minnsta kosti vel við þjóðflokkinn: „Rafmagnsbelti þessi hafa oft ver- ið keypt af íslendingum hér vestra og orðið þeim að góðu, þótt önnur meðul hafi ekki getað hjálpað." En hér hittist illa á. Það kom á daginn, að ísland stóð Ameríku ekki að baki á sviði læknislistarinnar. Kostulegur lækningakrosp hafði meira að segja verið hér á boðstólum nokkur ár, er Jón Brúarbóndi lækn aði sig með Owensbeltinu. Þetta var Voltakrossinn, gerður eftir uppgötv- un ítalsks verkfræðings á 18. öld og við hann tcenndur. Owensbeltin komu því ekki að ónumdu landi. Það var á útmónuðum árið 1890. að Islendingum opinberaðist sann leikurinn um Voltakrossinn, „sem hver maður ætti að bera á sér frá vöggunni til grafarinnar sakir hinna dásamlegu læknandi verkana, sem honum fylgja.“ Hann var þó „aðeins ekta, þegar hver kross er mótaður með Voltasúlu.“ En ef ekkert var athugavert við Voltasúluna, læknaði hann líka margt: Gigt, hjartslátt, mjaðmagigt, brjóstveiki, svefnleysi, heyrnardeyfu, ímyndunarveiki, mátt- leysi, krampa, tannverk, taugaveikl- un og fluggigt. Að sjálfsögðu fylgdi þessu tæki heilsubótarvottorð — meira að segja frá íslenzkum manni á Friðriksbergi í Danmörku. Það nefndist „þakkar- orð til þess, sem fundið hefur upp hinn eina ekta Voltakross": „í meira en eitt ár hef ég undir- ritaður þjáðzt af húðsjúkdómi, út- brotum og hringormum, sem þrátt fyrir læknishjálp, breiddist smátt og smátt út og loks um andlitið og hálsinn, hendur og fætur. Eftir að ég hafði lesið í ýmsum blöðum um hið mikla, læknandi afl hins eina ekta Voltakross, afréð ég að kaupa einn þeirra í aðalútsölustaðnum, Rosen boi^ggade númer 6. Mér til mikillar undrunar og gleði fann ég talsverð- an bata dag frá degi og er nú, eftir hálfsmánaðartíma, alheill. Það er sannfæring mín, að hinn eini ekta Voltakross hafi í raun og veru til að bera segulafl það mikla, sem er nauðsynlegt til lækningar á sjúkdómi þeim ,sem ég hef þjáðzt af. Bernstorffsvegi númer 16. Th. Thorstensen.“ XX (V:: líða nokkur ár, og er hljótt um Veltakross og Owensbelti. hvérn ig sem því víkur við. En árið 1897 dregur til tíðinda. Þess hefur áður verið getið, að það ár gaf Jakob stórkaupmaður Gunn- laugsson löndum sínum kost á að njóta lífsvekjara Sybillu og handsáp- unnar Austurlandablómsins. En hann hafði fleira á boðstólum, og þar á meðal var bæði Voltakrossinn og „elektromotorisk tannhálsbönd," sem börn áttu að hafa um hálsinn til þess að firra þau tanntökuverkj- um. Nú var sem sé sá dagur runn- inn, að mennirnir skyldu frelsast frá fæðingarhríðum og vaxtarverkjum. Allt var þetta upprunnið í verksmiðju einni á Friðriksbergi, búið til við umsjá Ileskiers nokkurs „prófessors." Auglýsingar um þessa læknisdóma voru birtar í blöðum og meðmæli prentuð á sérstök myndskreytt blöð. sem kaupendum voru látin í té. Nú var þess rækilega getið, hvers eðlis læknismáttur ,,hins stóra, keis- aralega, konunglega, einkaleyfða Voltakross“ var: Ilann hle.vpti af stað rafmagnsstraumi í líkamanum, og þessi rafstraumur hafði „mjög góðar verkanir á hina sjúku parta og fullkomlega iæknandi áhrif á þá parta, sem þjást af gigtveiki, sina- dráttum, krampa og taugaveiklun." Rafstraumurinn var sem sé „miðaður við hinn mannlega líkama" og fékk „blóðið og taugakerfið til þess að starfa á reglulegan hátt.“ Enn var þess ekki að dyljast, að heyrnarlaus- ir menn eða heyrnardaufir höfðu fengið heyrnina aftur,„svo að þeir hafa notið góðs af khkjuferðum." Nær tveir tugir vottorða sönnuðu ágæti Voltakrossins, og voru þó fyr- irsagnir sumra þeirra orðaðar af miklu lítillæti. Eitt þeirra hét til dæmis Ofurlítið kraftaverk. Þar var guði raunar gefin dýrðin, en hvorki Volta verkfræðingi né Heskier pró- fessor, enda_ sést það á ýmsu, að þetta hefur verið hin guðræknasta verk- smiðja: „Af guðs náð hefur mér loksins hlotnazt að fá blessunarríkt meðal: Það er Voltakrossinn, sem, þegar ég hafði brúkað hann í tæpan klukku- tíma, fyllti mig innilegri gleði. Ég var frelsuð, hugguð og heilbrigð. Ég hef þolað miklar kvalir og þjániug- ar i hinum þrálátu veikindum mín- um og finn skyldu mína til að láta í Ijósi hjartanlegustu þakkir mínar. Theresa Krelzschmar." „Hinn gamli prestur., A. van de Vinckel, í St. Josse-ten-Noode“ hafði líka læknazt af fjölda kvilla, þar á meðal krampa og hjartslætti lystar- leysi og óbragði í munni. Annað var það að nokkuð var vandfarið með þennan stóra, keisara- lega, einkaleyfða kross Hann átti til dæmis að bera í silkibandi um háls- inn og „hann á ætíð að liggia á brióst tIminn — shnntjdagsih.ah 422

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.