Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 22
apamanni, sem hefur haft stærra
heilabú en nokkur mannapa-
tegund, sem nú er til. Þessi vera
hefur að öllum líkindum gengið upp-
rétt. Hún hefur verið nefnd Pithe-
' canthropus erectus, hinn gangandi
apamaður. Þessi fáu bein eru hið
eina, sem ímyndunaraflið getur haft
sér til stuðnings við að skapa mynd
þess, sem bjó til eólítana.
Það er ekki fyrr en komið er að
sandlagi, um það bil 250.000 ára
gömlu, sem finnast merki um verur.
sem eru að nálgast það að geta kall-
azt menn. Það finnst fjöldi af til-
höggnum steinum, og þeir eru stöð-
ugt betur gerðir, eftir því sem nær
dregur nútímanum. Það eru ekki
lengur klunnalegir eólítar, heldur
fagurlega mótuð áhöld, greinilega
gerð af talsverðri hæfni. Þessir hlutir
eru miklu stærri en samsvarandi
hlutir, sem raunverulegir menn gerðu
síðar.
f malargryfju við Heidelberg rák-
ust menn á merkilegar leifar. Það
var neðri kjálki af veru, sem líkzt
hefur manni. Höku vantaði alveg,
og kjálkinn var allur miklu stór-
skornari en á mönnum. Svo þröngt
virðist hafa verið um tunguna, að
hún getur varla hafa haft svigrúm
til að mynda skiljanlegt tal. Eftir
þessum kjálka hafa vísindamenn
ályktað, að vera sú, sem hann er
úr, svonefndur Heidelberg-maður,
hafi verið stórvaxin ófreskja, hér um
bil í mannslíki, með geysistóra út-
limi og ef til vill kafloðin. Þessi
kjálki er sá hlutur, sem hvað mest
hefur örvað fýsn manna eftir nán-
ari vitneskju um forfeður mannsins.
Að hafa þetta bein fyrir augum er
því líkast að horfa inn í fortíðina
um glugga, sem hulinn er móðu og
Baldvin skáldi —
Framhald af 411 síSu.
Skammavísa.
Satan er í sóknum snar,
sjá við honum færri,
þegar Grímur getinn var,
guð var hvergi rraerri.
Ort á árum síðari heimstyrjaldarinn-
ar.
Öl) í villu veður öld,
vond er spilling gróða
Undir hillir ævikvöld
ýmsra snilliþjóða.
Heiman — heim.
Græt ég aldrei gull né seim
gæfusnauður maður.
Bráðum fer ég heiman heim
hryggur bæði og glaður.
sjá eitt andartak þokukennda leiftur-
myud af þessari veru: Sjá hana reika
um gróðurlausa eyðimörkina, flýja
undan sverðkettinum og sitja um
ullhærða nashyrninga í skógunum..
En áður en tekizt hefur að fá skýra
mynd af verunni, er hún horfin. Á
jörðinni finnast víða haglega gerð
áhöld hennar, sem tímans tönn hef-
ur ekki einu sinni getað afmáð.
Enn dularfyllri og skemmtilegri
eru leifar, fundnar við Piltdown í
Sussex, í lagi, sem gæti verið 100
til 150 milljón ára. Sumir fræði
menn telja þó þessar leifar enn eldri
en kjálkann frá Heidelberg. Þetta
eru leifar af þykkri höfuðskel frá
því fyrir daga mannsins, miklu stærri
en úr nokkrum mannapa, og neðri
kjálki, sem minnir á sjimpansa. Einn
ig var þarna keilulaga, vandlega unn
inn hlutur úr fílsköggli, og virðast
hafa verið boruð á hann göt. Loks
var þar lærleggur úr hirti með ein-
hverjum táknum á, ekki ósvipuðum
reikningsmerkjum. Þetta er allt og
sumt. Hvers konar vera var þetta,
sem fékkst við að bora göt í bein?
Vísindamenn hafa nefnt hana Eóant-
hrophus, mann dögunarinnar. Hann
er algerlega sérstæður, ólíkur Heidel-
bergmanninum og öllum tegundum
mannapa. Það hafa engar leifar fund
izt, sem líkjast því, er hann hefur
látið eftir sig. En malardyngjur og
jarðlög frá síðustu hundrað þúsund
árum hafa að geyma fjölda áhalda
úr tinnu og svipuðum steintegund-
um, og nú eru það ekki lengur eólít-
ar. Fornleifafræðingar skipta þeim
í sköfur og bora, hnífa, kastspjót,
kaststeina og handaxir.
En vísindamenn telja hvorki Heid-
elbergmanninn né Eóanthropus
beina forfeður mannsins, aðeins ætt-
ingja.
Voltakross og Owensbelti —
Framhald af 424. síðu.
Starsýnt hlýtur þeim að verða á
kynj alyf j aauglýsingarnar, er fletta
vikublöðunum íslenzku á þessu
skeiði. Og vissulega metum við þá
meira, er fordæmdu slíka tekjulind
Þorstein Erlingsson og Tryggva
Gunnarsson, en hina, sem að henni
lutu. En einnig hér skulum við vera
varkár i dómum. Vera kann að því
skjóti upp í huga okkar, að einmitt
þessa síðustu mánuði hafa iðulega
birzt í blöðunum sígarettuauglýsing-
ar, prentaðar í ávinningsskyni til
þess að laða fólk til reykinga, þegar
vísindamenn heimsins eru orðnir á
einu máli um það, að slíkt hafi í
för með sér banvæna og stundum
kvalafulla sjúkdóma.
Heimur versnandi fer, segir mál
tækið. Það er eflaust rangt. En hann
hraðbatnar ekki heldur, að minnsta
kosti ekki í sumum greinum Hitt
væri sanni nær að segja hann sjálf
um sér líkan Og þegar kannaðai
verða heimildir um hætti okkar og
hugarfar síðar meir, mun marg!
koma þar upp, er lagt verður ti!
jafns við kynjalyfjafaraldurinn, sem
hér hefur verið dvalizt við um hríð
Helztu heimildir: Norðri, ís
lendingur, Þjóðólfur, ísafold, Fjall
konan. Bjarki. Austri. Suðri, Dag
Lausn
14. krossgátu
skrá, Nýja öldin, Stefnir, ísland,
Sunnanfari Heimdallur, Óðinn,
Lögberg, Alþýðublaðið, Brama-lífs-
elixír eftir Alexander Groyen, dr.
med., Leyndarlyf eða áríðandi skýr
ingar fyrir almenning, eftir P.H.J.
Hansen lyfsala, Alþingistíðindi,
smáprent og auglýsingablöð ýmis
konar, Almanak Ólafs Þorgeirsson-
ar, Þorsteinn á Skipalóni eftir
Kristmund Bjarnason, Kynjalyf og
kynjatæki eftir Sigurjón Jónsson
lækni (Samtíð og saga IV).
Leiðrétting.
í fjórðu greininni um kynjalyfin
er ranglega sagt, að Þorleifur í Hól-
um hafi beitt sér fyrir tolli á
þau við umræður í efrideild alþing-
is. Það var Þorleifur Jónsson póst-
meistari, þá bóndi á Sólheimum og
alþingismaður Húnvetninga
Bgj I laam A g :r 6\ I ;
íþ F II Itii. J'. s W\
I T\ T & 'M I
MN; % I '» IV» MÍÓÍRíímÐ)
430
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ