Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 9
S. P. AMARASINGAM: TVÆR RÚPlUR Sísúa var Navalakona. Og Navala- fólkið mátti enginn snerta: Það var saurugt. Fyrr á tímum höfðu þetta verið þrælar og ambáttir, sem erj- uðu jörðina — þý, sem drógu fram lífið á safa pálmaviðarins. Nú mæltu lögin svo fyrir, að þetta fólk skyldi njóta sama frelsis og aðrir. En það beið samt óræðrar framtíðar, að það öðlaðist jafnrétti í þjóðfélaginu. Eiginmaður Sísúu var verkamaður í sveitaþorpi. Kaup hans nægði ekki til þess að framfleyta þeim. Þess vegna varð Sísúa að selja ávexti á markaðstorginu. Hún bjó líka til sykur úr pálmasafa. Lífið var ekki neinn leikur. Sár- ast var þó, að þau áttu ekki nein börn. Sísúa var ekki óbyrja. En börn- in, sem hún ól, lifðu aðeins stund úr degi. Þannig hafði farið fjórum sinnum, og nú var hún örvæntingu nær. í hvert skipti, sem hún missti barn, velti hún fyrir sér, hvers vegna örlögin voru henni svona grimm. Hún leitaði á náðir gamals manns, sem vissi lengra en nef hans náði, og maður hennar hafði leitað ráða hjá mörgum kunnáttumönnum. Ein- hver þeirra sagði honum, að stjörn- urnar væru Sísúu reiðar vegna mis- gerða hennar. Annar tjáði honum, að lífsstjarna hennar hefði mjög óhaganlega stöðu. Hinn þriðji sagði að hún ætti óvini, sem væru að steypa þeim í glötun með kukli og særingum. En ráð þeirra allra var eitt og hið sama: Þeir urðu að grípa til kunnáttu sinnar og særa burt hin illu öfl, sem veittu þeim svo þung- ar búsifjar. Þegar Sísúa átti von í fimmta sinn, gekk hún manna á meðal og spurði, til hvaða ráða hún skyldi grípa. Svörin voru margvísleg. „Þetta er örlagarásin," sagði fólk. „Það kemst enginn fyrir forlög sín. Mannskepnan er nú einu sinni dauð- leg, og hún stendur magnþrota and- spænis því, sem verða vill. En þú getur beðizt fyrir — þú skalt biðja guðina að láta barnið þitt lifa í þetta sinn.“ Ponna lagði henni ráð, sem eng- um öðrum datt í hug: „Farðu í sjúkrahúsið, þegar þú átt von á barninu,“ sagði hún. Ponna var dóttir eins granna henn ar. Hún var gift manni, sem vann í raforkuverinu í Jafna. Hún kom til þorpsins til þess að heimsækja gamla kunningja, og Sísúa hafði spurt hana ráða eins og aðra. „í sjúkrahúsið?" sagði Sisúa for- viða. „Já — auðvitað," svaraði Ponna með ákefð. Hún átti heima í stórri borg, og henni þótti gaman að koma þorps- búum á óvænt með alls konar ný- mæli. Hún hafði kynnzt svo mörgu nýju, sem þeir vissu ekki einu sinni, að var til. „í sjúkrahúsið til þess að ala barn? Nægir ekki, að ljósmóðir okkar hérna í þorpinu sé hjá mér? Það er þó leitun á konu með aðrar eins líknarhendur". „Það getur vel verið, að hún sé lagin. En þeir í sjúkrahúsinu standa henni þó áreiðanlega framar." „Framar henni? Heldurðu, að Ijós- móðirin okkar geri ekki allt, sem þarf að gera?“ „Það er nú samt farið öðru vísi að þessu í sjúkrahúsinu. Þar eru konurnar látnar figgja á hvítu líni. Og þar morar af ljósmæðrum, hjúkr- unarkonum og læknum, og þetta fólk er allt í hvítum fötum. Og allt, sem notað er — það er soðið í vatni.“ „Hvað á það að þýða? Verður ekki þessi hvíti fatnaður undir eins óhreinn? Ljósmæðurnar okkar fara ævinlega í gömul og óhrein föt, þeg- ar þær hjálpa konum.“ „Eg veit ekki, hvers vegna þetta er haft svona. Nema þeir segja, að það komi sjúkdómar úr óhreinum fatnaði. Það er kannski rétt. Ég átti tvö síðustu börnin mín í sjúkrahúsi, og ég fékk ekki einu sinni neinn hita.“ „Ekki neinn hita?“ „Nei — ekki nokkurn vott.“ „Það var undarlegt. Ég hef aldrei heyrt annars getið en konur fái hita eftir barnsburð. Hvernig getur kona verið heilbrigð eftir fæðingu?" „Það veit ég ekki. En þær fá ekki neinn hita í sjúkrahúsinu, og meira að segja er það sjaldgæft, að börnin deyi þar.“ „Ertu að segja satt? Getur það ver- ið, að börnin lifi oftast?“ „Já — þau lifa langoftast. Ég á sjálf heima rétt hjá sjúkrahúsinu, og kunningi mannsins míns er þar dyra- vörður. Ég veit, hvað ég er að segja.“ „Þessu á ég bágt með að trúa. Börn deyja oftast nýfædd. Þau lifa sjaldnast nema stuttan tíma. Móðir mín átti sextán börn — eða voru þau kannski seytján? Það lifðu að minnsta kosti ekki nema þrjú. Og þannig er það alls staðar. Svoleiðis er lífið.“ „En nú er ég búin að segja þér það, kona, að þetta er allt öðru vísi í sjúkrahúsinu." Við þessi orð sló þögn á Sísúu. Hún þagði drykklanga stund og sagði svo: „Það er auðvitað hræðilega dýrt að vera í þessum sjúkrahúsum?" „Nei. Fátækt fólk þarf ekki að borga neitt í sjúkrahúsum ríkisins. Það er náttúrlega hlynnt betur að ríka fólkinu — það borgar fyrir sig. En það þarf ekki að fara svo illa um okkur, sem ekki getum borgað. Það er ekki annað en koma sér í kunningsskap við einhvern, sem vinn ur í sjúkrahúsinu að gefa honum smágjöf — þá fær maður allt, sem nauðsynlegt er. Ég get hjálpað þér.“ Ponna var frá sér numin yfir því að hafa loks hitt í gamla þorpinu sínu konu, sem vildi hlusta á frá- sagnir hennar af furðunum í borg- inni. Og Sísúa réð það við sig, að hún skyldi ala barnið í sjúkrahúsinu. En það var enginn hægðarleikur að sannfæra manninn hennar um, að vit væri í því ráðslagi. Ljósmóðir þorpsins var móðursystir hans, og hann var hreykinn af frændseminni við hana. En Sísúa var þrá, og loks lét maður hennar undan. Hann hét því, að hann skyldi fara með hana í sjúkrahúsið í borginni. Það spurðist fljótlega í þorpinu, hvað Sísúa ætlaðist fyrir. Og það var margt skrafað um uppátæki hennar. Sarvathanam Ponniah Amarasingam er fimmtugur að aldri, rithöfundur og blaðamaður á Ceyíon. Hann hefur skrifað eina skáldsögu og margt smásagna. Þessi saga hans fjallar um baráttuna við bamadauðann og fáfrœði sveita- fólksins i landi hans. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 417

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.