Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 6
Akuryrkja. Allir kannast við fjölmörg akur- yrkjuörnefni, en þau eru mjög mörg í héruðunum kringum Faxaflóa. Að fornu hlaut Akranes nafn af akur- löndum, en síðar var skaginn kennd- ur við skip og útræði. í Akurey hef- ur Ingólfur og niðjar hans ræktað korn. Þá er Bygggarður á Seltjarnar- nesi og einnig Ráðagerði, en ráður var fornt nafn á gelti, og gerði mun oft stytting úr akurgerði. Svínarækt og akuryrkja fór saman að fornu, enda lifði íslenzki svínastofninn ekki lengi eftir að akuryrkjan lagðist nið- ur. Bæði Alftanes og Seltjarnarnes hafa verið allmiklu stærri að fornu, eins og nöfnin Seltjörn, Skógtjörn og Lambhúsatjörn bera vitni um. Þetta eru nú víkur stórar, en hafa verið tjarnir í gamla daga. Á Álfta- nesi er Sviðholt, hið sviðna holt, en menn brenndu skóga meðal annars til akuryrkju að fornu. Á nesinu hefur verið stunduð allmikil korn- rækt um miðaldir. Um þann atvinnu- veg vitna örnefnin Akrakot, Akur- gerði, Garðar (akurgarðar — þar sér enn fyrir fomum garðbrotum), Gerði og Gerðakot, Landakot (land er stytt ing úr akurlandi) og Tröð (akur- tröð). í máldaga Garðakirkju frá því um 1400 segir, að kirkjan eigi tíu sáld niður færð“ og tvo arðuruxa (plóguxa) gamla. Árið 1247 fór Þórð- ur kakali suður á Álftanes og flutti frá Bessastöðum „mölt mikil“ upp í Reykholt. Þá hefur mikil korn- rækt verið á hinu forna búi Snorra, en þaðan hafa Sturlungar fengið malt í bjórinn sinn. Kornrækt hófst að nýju á nesinu, eftir að Bessastað- ir urðu þjóðhöfðingjasetur. Á Rosmhvalanesi er byggðarnafn- ið Garður og mun dregið af akur- yrkju fornri. „Hvergi á landinu sjást víst glöggari menjar akra en í Garð- inum og á Miðnesinu, bæði gerði og akurreinar," segir Björn M. Ólsen í ritgerð „Um kornyrkju á íslandi að fornu“ í Búnaðarritinu 1910. Það er langmerkasta grein,-sem samin hefur verið til þessa um íslenzka kornyrkju. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi rannsakaði akurlönd Miðnesinga og segir, að þau hafi legið norður af Útskálum. „Sér þar enn votta fyrir að minnsta kosti átján akurreinum, fjögurra .til átta faðma breiðum, sem eru aðgreindar með þráðbein- um, jafnhliða - görðum, er norðast liggja yfir þveran Skagann, en er sunnar dregur, takmarkast þeir að vestanverðu af garði, sem þar liggur frá sjónum langsetis í suðaustur að lítilli hæð eða tóftabungu, sem er skammt frá norðvesturhorni hinna norðustu túngarða í Útskálahverfinu. Suður og austur frá langsetisgarðin- um og rústinni eru margar stærri girðingar, flestar hér um bil fer- hyrndar, og ná þær allt suður að landamerkjum Útskála og Kirkjubóls. Hafa það að líkindum verið töðu- vellir?" — „Austurhluti Sandgerðis- túnsins, sem nú er, hefur verið ak- urlendi. Sjást þess glögg merki, því að samhliða garðlög mynda þar akur- reinar, líkt og á Garðskaganum.“ — Sú sögn gengur, að bær hafi verið á Garðskaga, sem hét Skálareykir, og bendir það til jarðhita. „Hinir þéttu garðar, sem Brynjólf- ur lísir, milli akurreinanna, eru ber- sínilega skjólgarður firir kornið, meðframt líka eflaust gerði til að geta haft skepnur á þeim hluta ak- ursins, sem var látinn standa ósáinn, eða „lagður í tröð,“ sem kallað var,“ segir Björn M. Ólsen í Búnaðarritinu. Seint á 13. öld er getið um akur- land Sandgerðinga, og akurlönd eru keypt til Útskála 1340. Það er eftirtektarvert, að í málinu hafa varðveitzt nokkur orð, sem telj- ast af írskri rót og lúta að komyrkju: Korki er heiti á höfrum, sofn-hús var hús, þar sem korn var þurrkað, tarfur er naut írska: tarbh), en nautgripir fylgdu kornræktinni, og þúst, einnig súst, var áhald notað við þreskingu, og af þvi er svo dregin sögnin að þústa. Sennilega heí- ur kornyrkjutæknin forna borizt Leifar gamals garðlags hjá Útskálum. TaliS er, að þessir veggir hafi éitt sinn skýit akri og varið hann ágangi búfjár. 414 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.