Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Qupperneq 15

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Qupperneq 15
holinu: Bláa hliðin snúi að iíkaman- um. Það á að bera hann stöðugt. dag og nótt.“ Liggja átti hann fimm mínútur í volgu ediki, áður en farið var að nota hamr, nema smábörn ættu í hlut. Þá varð hann of kröft- ugur í edikinu, og skyldi í þess stað nota volgt vatn. Svipuðu máli gegndi. „þegar manni er batnað og kross inn aðeins brúkaður sem verndarmeð al.“ — Þá mátti eínungis væta hann í volgu vatni og ekki oftar en einu sinni í mánuði. Fleira bar að varast: „Það má ekki lána krossinn öðrum.“ Loks voru menn hvattir til þess aö æðrast ekki, þótt nokkur bið yrði á heilsubótinni: „Mega menn ekki hætta að brúka hann samt. Sjúkdóm- urinn getur verið þannig lagaður, að það líði margar vikur eða jafnvel mánuðir, áður en maður finnur bat- ann.“ Það var sárast, að Jakob Gunn- laugsson hafði ekki tök á að koma krossinum á alla verzlunarstaði í fyrstu lotu. Þetta árið komst hann ekki nema í þrettán verzlanir og fékkst hvergi á vegum Jakobs á öllu svæðinu frá Reykjavík til Reyðar- fjarðar og ekki annars staðar á Vest- urlandi en á ísafirði. XXI Nú er að því að víkja, hvernig landsmenn brugðust við, er gerð hafði verið slík gangskör að því að krossa þá til góðrar heilsu. Það s<»nn- ast sagna, að þar skipti mjög í tvö horn. Þegar í ársbyrjun 1897, alllöngu áður en Jakob Gunnlaugsson gerði áreiðina, hafði birzt í Bjarka á Seyð- isfirði fyrirspurn um það, hvort ekki myndi ráðlegt að nota Voltakross gegn hrossasótt. Það var ekki ólík- legt, en þá vaktist líka upp sú spurn- ing, hvar ætti að hengja hann á hið sjúka hross. Ritstjórinn, Þorsteinn Erlingsson, varð fyrir svörum. Kvaðst hann hafa heyrt þess dæmi, að danne brogsmaður hefði hengt kross sinn á hest, svo að tök áttu að vera á því að koma slíkum grip þar fyrir. Aftur á móti hafði hann daufa trú á því, að Voltakross gagnaðist við „hrossa- sótt í hestum." Þannig þaut í þeim skjá. Síðar á árinu tók Jón Ólafsson til máls í Nýju öldinni. Sagði hann, að Voltakrossinn væri ekki annað en tvær málmþynnur, önnur úr kopar. en hin úr sinki, og vot rýja á milli. Þótti honum með ólíkindum, ef mik ill læknisdómur væri fólginn í þess- um þynnum tveim. Gizkaði hann á, að hver kross kostaði fimm aura, ef mikið væri búið til af þeim í einu, en eigi að síður væru þeir seldir á eina krónu erlendis, en hálfa aðra krónu hér. Það fannst honum allmik- il álagning. Um svipað leyti kom Jónas land- læknir Jónassen til skjalanna og birti viðvörun í ísafold og fleiri blöð- um. Las hann þar lífselixírnum pist- ilinn og vék síðan máli sínu að Jakobi Gunnlaugssyni og ámælti hon- um þunglega. Fór hann hörðum orð- um um Voltakross og lífsvekjara: „Hvort tveggja er af öllum, sem vit hafa á, viðurkennt húmbúkk, sem út- lendir prangarar hafa á boðstólum. Skyldi enginn festa minnsta trúnað á vottorð þau, sem skruminu fylgja.“ Duldist ekki, að landlækninum þótti það lúalega gert af Jakobi að leit- ast við að pretta landa sína með slíku fánýti. Nokkrum dögum síðar kvaddi Tryggvi Gunnarsson sér hljóðs, tók undir orð landlæknis og bætti því við, að forráðamenn blaðanna væru samsekir Jakobi Gunnlaugssyni og þó jafnvel enn vítaverðari. Þeir birtu vitandi vits auglýsingar, sem miðuðu að því að svíkja fé og heilsu af kaup- endum blaða þeirra" af fégræðgi einni saman, og brygðust þannig trúnaði við þá, sem þeir þættust vilja fræða. Fyrir þetta veitti ísafold Tryggva þungar ákúrur. Einn var sá ritstjóri í Reykjavík, sem ekki birti grein landlæknis án þess að hnýta aftan í hana skens- yrðum til læknastéttarinnar. Það var Einar Benediktsson, sem þá stýrði Dagskrá. Kvað hann læknana yfir- leitt álíka húmbúkk og kynjalyfin. „lítt menntaða skottus'krögga með læknisnafnbót“ og „treggáfaöa, van- kunnandi plástrapjakka," sem láti vitandi vits af hendi gagnslaus lyf. „En þegar um tvenns konar húmbúkk er að ræða, þá álítum vér, að það eigi fremur að kjósa, sem er óskað- legt, en hitt, sem getur verið til tjóns. Og Voltakrossinn gerir mönnum ekki mein.“ Jakob Gunnlaugsson þóttist ekki geta legið þegjandi undir því ámæli, er hann hafði hlotið. Svaraði hann landlækni í ísafold og Dagskrá og vítti hann fyrir að rengja vottorð frá heiðvirðum mönnum — „prest- um, læknum og doktorum.“ Lézt hann sjálfur hvorki eiga skilið lof né last fyrir Voltakrossinn og lífs- vekjarann, þvi að hann hefði hvor- ugt fundið upp. En á hinu stóð hann sem fastast, að þetta hlytu að vera heilsugjafar, því að fimm hundruð Voltakrossar seldust dag hvern í Berlín og mörg hunduð þúsund ár- lega í Þýzkalandi öllu: Slíkt gæti ekki gerzt nema margir fengju bót meina sinna með þessum hætti. Bar hann og landlækninum á brýn, að hann hefði sagt alþýðu manna á landi hér fáfróða, en þótt svo kynni að vera, ,,þá eru menn ekki svo fá- fróðir, að þeir ekki finni það, þegar þeir losast við einhvern kvilla." Þar á ofan var það ekki alþýðan ein, sem sóttist eftir krossunum: „Margt hefð- arfólk kaupir líka Voltakross profess- ors Heskiers.“ Landlæknir svaraði óðar fyrir slg og kallaði danskt tímarit um iyfja- fræði og efnafræði til vitnis „um það, í hvaða metum Voltakrossinn er í Berlín hjá þeim mönnum, sem vit hafa á.“ Þar hafði sem sé nýlega birzt svolátandi fregn: „Lögreglustjórinn i Berlín nefur 25. ágúst þessa árs sent öllum lyf- sölum Berlínarborgar umburðarpréf, þar sem hann bannar að selja Volta- kross prófessors Heskiers, sem sé bú- inn til, til þess að svíkja menn.“ XXII Um þessar mundir gaf Þorsteinn Gíslason út blað, sem hann kallaði ísland. Það skarst einnig í leikinn og birti grein, sem sögð var eftir merk- an Reykvíking. Þar eru tvö merkis- blöð í höfuðstaðnum sökuð um það að vegsama eitt hið argasta svikræði, sem upp hafi verið fundið á jarðríki: „Bæði blöðin sýna þá mikil- mennsku sem annars mundi kölluð ósvífni) að fyrirlíta dr. Jónasset og skipta verkunum með sér þannig, að ritstjóri ísafoldar úthúðar fryggva og ritstjóri Dagskrár öllum læknum landsins í einnig bendu, því að eitt- hvað verður að gera fyrir krónurnar sem þeir hafa fengið til að troða þessu inn í alþýðuna." En þetta hnekkti ekki gengi Volta- krossins til neinna muna. Ekki leið á löngu áður en birtast tóku vottorð frá íslenzku fólki, sem læknazt hafði, þegar bláa hliðin á Voltakrossiium hvíldi við bringuna á því Til meiri tíðinda verður þó að telja, að um miðbik sumars árið 1898 birti Hún-' vetningur einn, Friðrik Eggertsson, yfirlýsingu í íslandi, þar sem hann nefndi Voltakrossinn svikatól, sem enginn læknismáttur fylgdi og væri til þess eins gerður að hafa fé út úr fólki: „Þetta veit ég af reynslunni, því án þess ég hefði nokkurt sérstakt traust á Voltakrossinum, prófaði ég að kaupa einn þeirra næstliðið haust, þar ég var þjáður af nokkrum þeim kvillum. er nefndur kross átti að lækna samkvæmt forskriftinni, er honum fylgir, sem ég nákvæmlega fór eftir, og bar ég þennan fjanda á brjósti mér í þrjá mánuði, án þess að finna minnstu læknandi áhrif af honum, heldur þvert á móti smá- versnaði mér.“ Þótti honum illt að hafa látið ginn- ast af lognum vottorðum og keypt fjanda þann margföldu verði, „því það mundi hægt að búa hann til fyr- ir tíu aura.“ Við þetta virðist Þorsteinn Gísla- son hafa færzt í aukana, enda hefur yfirlýsing Friðriks Eggertssonar vafalaust vakið athygli. Litlu síðar er frá því skýrt í íslandi, að lög- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 423

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.